Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness varð á sunnudaginn í öðru sæti á Íslands- mótinu í holukeppni eftir æsi- spennandi úrslitarimmu. Bjarki spilaði vel á mótinu á sem að þessu sinni fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Komst hann upp úr sínum riðli með flesta vinninga. Bjarki sigraði svo Rúnar Arnórs- son í átta manna úrslitum 1/0 og Stefán Már Stefánsson í undanúr- slitum. Sá leikur endaði í bráða- bana en leiknar voru 20 holur til að knýja fram úrslit. Í úrslitum um Ís- landmeistaratitilinn mættust svo Bjarki og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili. Úrslitaleik- urinn var jafn og spennandi og var jafnt á milli þeirra Bjarka og Krist- jáns að níu holum loknum. Kristján sigraði þá þrjár holur í röð áður en þrettánda hola féll og Bjarki sigraði á þeirri fjórtándu. Kristján sigraði svo næstu holu og var með þriggja holu forystu þegar þrjár holur voru eftir. Bjarki sem mátti ekki missa holu sigraði þá 16. holu en á þeirri 17. urðu þeir jafnir svo ekki þurfti að leika síðustu holuna þar sem Kristján var með tveggja holu for- ystu þegar ein hola var eftir. „Ég byrjaði mótið illa og tap- aði fyrsta leik en vann svo næstu tvo nógu stórt til að komast áfram úr riðlinum. Ég hélt svo áfram að spila mjög vel og í úrslitunum gerði ég fá mistök en Kristján gerði eng- in svo ég endaði í öðru sæti. Mótið var mjög skemmtilegt og aðstæður til að spila golf voru frábærar. Ég er auðvitað svekktur yfir tapinu en að sama skapi ánægður með minn leik á þessu móti,“ segir Bjarki Péturs- son um Íslandsmótið í holukeppni. Næsta verkefni hjá Bjarka er svo Evrópumótið í golfi sem hald- ið verður í Finnlandi en hann var valinn í sex manna landsliðshóp Ís- lands sem keppir þar við 15 bestu golflandslið í Evrópu í næstu viku. jsb Snæfellsjökulshlaupið var haldið í fjórða sinn laugardaginn 28. júní, en hlaupið hefur fengið mjög góð- ar viðtökur undanfarin þrjú ár og heppnast mjög vel. Metþátttaka var í hlaupinu og alls hlupu 123 kepp- endur í ár, en fyrsta árið sem það var haldið voru keppendur aðeins 50. Fyrirkomulag hlaupsins var hið sama og undanfarin ár, hlauparar voru ræstir frá Arnarstapa klukkan 12 og að loknu 22 kílómetra hlaupi komu þeir í mark í Ólafsvík. Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar bauð síðan öll- um keppendum upp á fiskisúpu. Sigurjón Ernir Sturluson varð í fyrsta sæti í karlaflokki á tíman- um 1.37.14, Jón Haukur Stein- grímsson varð annar á 1.42.54 og þriðji Daníel Reynisson á tíman- um 1.44.06. Í kvennaflokki sigraði Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 1.54.34, Ásdís Kristjánsdóttir varð önnur á 1.59.16 og Margrét Elías- dóttir þriðja á tímanum 1.59.25. Langstærsti hluti leiðarinnar er malarvegur. Fyrstu 8 kílómetrana þarf að hlaupa upp í móti í u.þ.b. 700 metra hæð, en síðan tekur hlaupaleiðin að lækka þar til kom- ið er til Ólafsvíkur. Hlauparar áttu von á að þurfa að kljást við snjó og jafnvel smá drullu á leiðinni, en í fyrra voraði seint og þurftu hlaup- arar að hlaupa um fimm kílómetra leiðarinnar í snjó. Keppendur voru að upplifa einstaka náttúrufegurð og auðvitað þá orku sem Snæfells- jökull býr yfir. Björgunarsveitin Lífsbjörg sá um að þeir fengju nóg að drekka á drykkjarstöðvum á leið- inni. Keppendur voru himinlifandi með hlaupið og skipulag þess og rómuðu fegurð hlaupaleiðinnar. Sem fyrr sáu hjónin Rán Kristins- dóttir og Fannar Baldursson um skipulag hlaupsins ásamt öðru góðu fólki. af Skagamenn fóru til Ísa- fjarðar á laugardag- inn þar sem þeir mættu BÍ/Bolungarvík í fyrstu deild karla í knattspyrnu. Var það ferð til fjár því þeim gulklæddu sigruðu 6:0 í leiknum. Skagamenn eru í efsta sæti deildarinnar með 18 stig, eins stigs forystu á Leikni R. Skaga- menn sem hafa verið á mikilli sigl- ingu að undanförnu byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoraði Eggert Kári Karlsson fyrsta markið á sjö- undu mínútu. Gestirnir frá Akra- nesi léku á alls oddi og tíu mínút- um síðar bætti Garðar Bergmann Gunnlaugsson við öðru marki og á 23. mínútu skoraði Arnar Már Guðjónsson þriðja mark Skaga- manna. Eftir þetta róaðist leikurinn eilítið. Eggert Kári skoraði svo sitt annað mark í leiknum á 36. mínútu og voru Skagamenn með fjögurra marka forystu þegar flautað var til hálfleiks. Í hálfleik gerðu heimamenn í Bí/Bolungarvík tvöfalda skiptingu í þeirri von að bæta spilamennsku sína og laga stöðuna. Það bar hins vegar lítinn árangur. Lítið sem ekk- ert gerðist í upphafi síðari hálfleiks fyrr en á 53. mínútu þegar leikmað- ur BÍ/Bolungarvíkur fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu. Gestirn- ir nýttu sér liðsmuninn til að auka forystuna og á 69. mínútu skoraði Garðar Bergmann fimmta mark Skagamanna. Skagamenn voru þó ekki hættir því á 83. mínútu skoraði Eggert Kári sitt þriðja mark í leikn- um en það reyndist síðasta mark leiksins. Næsti leikur Skagamanna er fimmtudaginn 3. júlí kl. 19:15 gegn KV á Akranesvelli. jsb Skagastúlk- ur og Aftur- elding mæt- ust í sjöttu u m f e r ð Pepsí-deild- ar kvenna á þriðjudaginn í síðustu viku og endaði leikurinn 4-1 fyrir Aftureldingu. Leikið var á N1-vell- inum í Mosfellsbæ. Þetta var jafn- framt fyrsti leikur Skagakvenna undir stjórn Þórðar Þórðarson- ar sem tók nýlega við liðinu í for- föllum Magneu Guðlaugsdóttur. Stúlkurnar í Aftureldingu voru ekki lengi að komast yfir á heimavelli en strax á sjöttu mínútu skoruðu þær fyrsta mark leiksins. Næsta mark kom tuttugu mínútum síðar og Mosfellingar komnar með tveggja marka forystu. Þær skoruðu svo þriðja mark leikins áður en flautað var til hálfleiks. Skagakonur sem létu hreinlega valta yfir sig í fyrri hálfleiknum mættu mun beittari til leiks í þeim síðari. Sóttu þær hart að marki Aft- ureldingar og á 53. mínútu skor- aði Guðrún Karítas Jónsdóttir mark fyrir Skagaliðið. Endurkoma Skagakvenna var þó skammlíf því á 56. mínútu fékk Ingunn Dögg Ei- ríksdóttir beint rautt spjald eftir glæfralega tæklingu og Skagastúlk- ur því einum leikmanni færri það sem eftir lifði leiks. Aftureldingar- stúlkur kláruðu svo leikinn endan- lega á lokamínútunni með marki og lokatölur því 4-1 fyrir Aftureld- ingu. Skagastúlkur spiluðu svo aftur í gær, þriðjudaginn 1. júlí við ÍBV á Akranesvelli, en leiknum var ekki lokið þegar Skessuhorn var sent í prentun. jsb Víkingur Ó. og Leikn- ir R. mætt- ust í topps- lag fyrstu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn þar sem lokatölur urðu 2-0 fyrir Leikni R. Leiknismenn byrjuðu leikinn mun betur og fengu mörg góð marktækifæri í fyrri hálfleik. Arnar Darri Pétursson markvörður Vík- inga varði hins vegar eins og ber- serkur og hélt gestunum frá Ólafs- vík inn í leiknum. Staðan í hálfleik var 0-0 þökk sé Arnari Darra. Seinni hálfleikur var heldur jafn- ari en sá fyrri og fengu bæði lið ágætis færi á upphafsmínútunum. Leiknismenn fóru svo að sækja í sig veðrið á ný og á 70. mínútu skor- uðu þeir fyrsta mark leiksins. Eft- ir markið vöknuðu Víkingsmenn til lífsins og pressuðu stíft að marki Leiknismanna. Það var svo alveg undir blálokin að Leiknismenn skoruðu sitt annað mark í leiknum og gulltryggðu sér sigurinn. Nið- urstaðan því 2-0 fyrir Leiknir R. en með ósigrinum féll Víkingur Ó. niður í þriðja sæti deildarinnar. Næsti leikur Víkings Ó. er gegn BÍ/Bolungarvík á Ólafsvíkurvelli í dag, miðvikudaginn 2. júlí klukk- an 18:00. jsb Þrír leik- ir fóru fram um síðustu helgi hjá þeim lið- um af Vest- urlandi sem leika í fjórðu deild karla í knattspyrnu. Snæfell tap- aði 2-4 fyrir Herði frá Ísafirði þeg- ar liðin mættust á Stykkishólms- velli á laugardaginn. Á sama tíma mættust Skallagrímur og Afríka á Skallagrímsvelli þar sem Skalla- grímsmenn gjörsamlega völtuðu yfir andstæðinga sína og unnu að lokum 12-1. Á sunnudaginn héldu Ísfirðingar áfram ferð sinni um Vesturland og mættu Káramönn- um á Akranesi. Leikið var í Akra- neshöllinni og endaði sá leikur 6-1 fyrir Kára. Eftir helgina er Kári enn í efsta sæti A-riðils fjórðu deildarinnar með 13 stig og Snæfell í því fimmta með sjö stig. Skallagrímur er nú í öðru sæti C-riðils með níu stig. jsb Skagamenn burstuðu BÍ/Bolungarvík Bjarki Pétursson varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Bjarki Pétursson í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni Metþátttaka í Snæfellsjökulshlaupinu Elísabet Margeirsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki, kemur í mark í Ólafsvík. Sigurjón Ernir Sturluson sigraði í karlaflokki. Áhorfendur fylgdust með keppendum koma í mark. Þrír leikir í fjórðu deildinni um síðustu helgi Víkingur Ólafsvík tapaði í Breiðholtinu um helgina Skagastúlkur undir í viðureign botnliðanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.