Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.07.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2014 Lopapeysan á Akranesi hefur nú í áratug verið hluti af bæjarhátíð- inni Írskum dögum. Þessi tónlist- arveisla, eða tónleikar öllu heldur, hafa notið fádæma vinsælda og fáir tónlistarviðburðir utan höfuðborg- arinnar fengið meiri aðsókn. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur komið við sögu á nánast öllum Lopapeys- um sem haldnar hafa verið frá árinu 2004. „Ég hef átt einhvers konar aðkomu að öllum Lopapeysunum og hef því fengið að fylgjast með þessari hátíð vaxa og dafna í gegn- um árin. Í fyrra var sú ákvörðun tekin að hafa tvö svið og fannst mér það hafa heppnast einstaklega vel. Stemningin lyftist upp í nýjar hæð- ir og hátíðin líktist meira því sem maður sér í útlöndum,“ segir Palli. Lopapeysan til fyrirmyndar Páll Óskar segir að hann leggi sig alltaf 100% fram þegar hann skemmti og í skiptum fyrir það vill hann að aðstæður séu sem best- ar. „Þegar ég kem fram gef ég allt- af sömu orkuna frá mér, alveg sama hversu stórt það verkefni er eða hvar það er. Hins vegar geri ég þá kröfu sem skemmtikraftur að viss- ir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og tæknimál og öryggi. Hljóð og ljós verða að vera í lagi og gæslan verð- ur að hafa stjórn á aðstæðum. Á Lopapeysunni eru þessi hlutir allir alveg til fyrirmyndar og það skilar sér í betri skemmtun. Í fyrra tókst sérstaklega vel til og þess vegna þarf ég sem skemmtikraftur ekki að hafa neinar áhyggjur af veseni á Lopapeysunni og það er mjög já- kvætt því svona hlutir eru ekkert sjálfgefnir,“ segir hann um skipulag Lopapeysunnar. Telur dagana niður Páll Óskar segist vera mjög ánægð- ur með hvernig Lopapeysan hafi þróast í gegnum árin og þakkar það aðstandendum hátíðarinnar. „Ísólf- ur og aðrir Vinir Hallarinnar vita greinilega alveg hvað þeir eru að gera. Þeir hafa leyft hátíðinni að stækka og dafna án þess að eyði- leggja stemninguna. Ég var mjög ánægður hvað fólk mætti tímalega og hvernig þetta hefur verið skipu- lagt en það er stuð á öllum alveg frá upphafi til enda. Lopapeysan er komin í ákveðið form sem ég held að allir séu mjög sáttir við. Ég er allavega virkilega spenntur fyrir því að spila á henni með öllu því frá- bæra tónlistarfólki sem þar verð- ur og hreinlega tel niður dagana,“ segir Páll Óskar um Lopapeysuna á Akranesi. jsb Bæjarhátíðin Írskir dagar verður haldin í fimmtánda skiptið á Akra- nesi dagana 3. – 6. júlí. Með Írsk- um dögum er þess minnst að írskir menn, bræðurnir Þormóður og Ket- ill Bresasynir, námu fyrstir manna land við Akranes. Bæjarbúar á Akra- nesi hafa undanfarin ár skreytt bæ- inn hátt og lágt í tilefni hátíðarinnar sem vex með hverju árinu sem líður. Að sögn Önnu Leif Elídóttur, verk- efnastjóra menningarmála Akra- nesskaupstaðar er dagskrá Írskra daga í ár fjölbreytt að vanda og má þar finna ýmsar skemmtilegar nýj- ungar. „Það er búið að setja upp al- veg glæsilega dagskrá fyrir Írska daga í ár. Að venju verða þar fast- ir liðir eins og rauðhærðasti Íslend- ingurinn, götugrill, útitónleikar á Akratorgi og Lopapeysan auk þess sem ýmsir nýir viðburðir hafa bæst við. Má þar nefna hálandaleika þar sem hraustmenni munu sýna krafta sína í skotapilsum. Það er einmitt opnunaratriði hátíðarinnar sem byrjar klukkan 16:30 á fimmtu- daginn [á morgun] á Merkurtúni. Auk þess verður keppnin hittnasta amman endurvakin og margt fleira skemmtilegt.“ Að sögn Önnu Leif hefur und- irbúningur Írskra daga gengið vel. „Það er mikið púsluspil að setja svona hátíð saman og ná settum markmiðum en undirbúningur hef- ur gengið vel. Okkar markmið er að hafa fjölbreytta dagskrá sem nær til allra aldurshópa enda eru Írskir dagar fjölskylduhátíð þar sem allir eru velkomnir.“ Anna Leif vill að lokum senda sérstakar þakkir til Fjöliðjunn- ar sem tók að sér að sauma og laga þá fána sem skemmdust í rokinu í fyrra. Fjöliðjan mun auk þess vera á Aggapalli við Langasand á fimmtu- daginn klukkan 15 til 17:30 þar sem boðið verður upp á límonaði í írsk- um fánalitum og fleira skemmtilegt, gestum að kostnaðarlausu. Frekari dagskráliði Írskra daga má svo finna í auglýsingu hér í blaðinu og á www.irskirdagar.is. jsb Lopapeysan á Írskum dögum á Akranesi verður nú haldin ellefta árið í röð, en hún er fyrir löngu orðin að landsþekktum viðburði enda vel sóttur en hana sækja um þrjú þúsund manns á hverju ári. Í ár verður Lopapeysan haldin í Sem- entsskemmunni við gömlu Akra- borgarbryggjuna og í risatjaldi við hlið hennar og að vanda er dagskrá- in byggð upp með vinsælasta tón- listarfólki Íslands og má þar nefna tónlistarmenn eins og Pál Óskar, Helga Björns, Ingó Veðurguð og Friðrik Dór. Í tilefni þess að meira en áratugur er frá því að Lopapeys- an var fyrst haldin var rætt við Ísólf Haraldsson, framkvæmda- og við- burðastjóra Vina Hallarinnar, en vinirnir hafa séð um Lopapeysuna frá upphafi. „Okkur í Vinum Hall- arinnar hafði í nokkurn tíma lang- að að halda stóran tónlistarviðburð á Akranes og efla menningarlíf bæjarins. Þá kom hugmyndin um Lopapeysuna fyrst til greina,“ segir Ísólfur um það hvernig hugmynd- in kviknaði. Merki kæruleysis og hlýju Nafnið Lopapeysan er ekki gripið úr lausu lofti en Ísólfur segir að lopa- peysur standi fyrir ákveðna hug- myndafræði sem hafi verið reynt að fylgja öll þessi ár. „Ástæðan fyr- ir því að þessi viðburður fékk nafn- ið Lopapeysan er að við hjá Vinum Hallarinnar vildum að fólk upplifði sömu stemningu við að klæðast lopapeysu og við að fara á viðburð sem heitir Lopapeysan. Fyrir okkur merkir lopapeysa ákveðið kæruleysi en samt mikla hlýju og það er ein- mitt sú stemning sem hefur skapast á Lopapeysunni. Það er að segja, það eru allir vinir á Lopapeysunni þrátt fyrir fólk sé mismunandi fínt klætt,“ segir Ísólfur. Þróun á ellefu árum Lopapeysan hefur þróast mik- ið síðan hún var fyrst haldin árið 2004. Ísólfur segir að þeir hjá Vin- um Hallarinnar hafi þurft að læra af reynslunni fyrstu árin. „Við vorum allir mjög ungir og óreyndir þegar við réðumst í þetta verkefni 2004. Ég var þá 23 ára og þetta var bara gert án þess að skipuleggja mikið. Við vissum lítið hvað við vorum að gera. Bara það að panta hljómsveit til að spila tók allt að tvær vikur. Ég gleymi því þó aldrei þegar fyrsta Lopapeysan var að byrja. Ég sat inni á einhverri kaffistofu í Sem- entsverksmiðjunni og beið þess að sjá hvort einhver myndi mæta. Það rættist svo mjög vel úr þessu og það var allt fullt af fólki. Ég man að það var svo hringt í mig á sunnudag- morgninum frá Sementsverksmiðj- unni og spurt hvort ég ætlaði ekki að taka til. Ég rauk af stað og hætti ekki fyrr en á mánudagsmorgun- inn þegar var ég orðinn einn eft- ir að þrífa og menn voru að mæta til vinnu í verksmiðjunni. Ég vissi samt að ég yrði að taka vel til svo ég fengi leyfi til að halda Lopapeys- una aftur. Eftir fyrstu Lopapeys- una lærðum við hvað mætti bet- ur fara og þannig höfum við þróað Lopapeysuna ár frá ári. Gert litl- ar breytingar sem bæta hátíðina án þess að breyta þeirri upplifun sem við viljum að hún sé. Þetta hefur svo gengið alveg ótrúlega vel síð- an við byrjuðum og er Lopapeysan alltaf að verða betri og betri.“ Ísólf- ur segir að Lopapeysan snúist um að hafa gaman og til þess að fólk geti skemmt sér vel á svo stórum viðburði þurfi að kunna til verka. „Þetta á að vera hundrað prósent skemmtun. Munurinn á því sem var að gerast 2004 og í dag er sá að nú vitum við nákvæmlega hvað við erum að gera og hvernig þetta á að vera. Núna koma um hundrað manns að Lopapeysunni og er það allt 100% fagfólk. Þetta veit tón- listarfólkið sem við erum að fá til okkar. Fyrsta árið tók kannski tvær vikur að fá tónlistarfólk til að spila fyrir okkur en í dag tekur það ekki meira en tvær mínútur. Það hefur því skapast traust til okkar og það er mjög jákvætt að besta tónlistar- fólk landsins þekki og treysti okk- ur á Akranesi til að vera með slíkan viðburð eins og Lopapeysan er.“ Lopapeysan 2013 fór fram úr björtustu vonum Þótt Ísólfur og félagar hafi ekki viljað breyta of miklu í skipulagi Lopapeysunnar tóku þeir mjög afdrifaríka ákvörðun fyrir Lopa- peysuna 2013. „Í fyrra tókum við ákveðna áhættu með því að vera með tvö svið og tvískipta stemn- ingunni. Þetta var gert til að reyna að auka gæði og úrval tónlist- ar Lopapeysunnar. Veðrið var auk þess ekki mjög hagstætt alveg fram að hátíðinni og ég sagði að ef við myndum lifa Lopapeysuna 2013 af, þá myndi hún lifa að eilífu. Það kom svo í ljós að við hittum algjör- lega í mark með þessari skiptingu og verður hún aftur í ár.“ Ísólfur segist ekki vita hvar Lopapeysan muni enda en ef vin- sældir hennar halda áfram að vaxa geti í raun allt gerst. „Við mun- um halda áfram að draga þetta eins langt og við komumst með þetta. Það er auðvitað háð þeim aðstæð- um sem við búum við en ef for- sendur breytast mun stærð Lopa- peysunnar sennilega breytast líka. Þetta stoppar ekkert fyrr en fólk hættir að mæta,“ segir Ísólfur Har- aldsson um framtíð Lopapeysunn- ar á Akranesi. jsb Írskir dagar á Akranesi haldnir í fimmtánda skiptið Segir ánægjulegt að sjá Lopapeysuna vaxa og dafna Páll Óskar Hjálmtýsson. Landsþekkt tónlistarfólk á Lopapeysunni Ísólfur Haraldsson, framkvæmda- og viðburðastjóri Vina Hallarinnar sem séð hafa um Lopapeysuna frá upphafi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.