Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Dýrfinna á menningarnótt RVK: „Í tilefni Menning- arnætur laugardaginn 23. ágúst sýnir Dýrfinna Torfa- dóttir, gullsmiður tvær ólík- ar línur í skartgripagerð í sýningarsalnum á Skörinni sem er á 2. hæð verslunar- innar Kraum, Aðalstræti 10 í Reykjavík. Sýningin er opin frá kl. 12 til 22. Dýrfinna fetar óhefðbundnar slóð- ir eins og oft áður og gerir nú tilraunir með salt úr Salt- vinnslunni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og nýtir með því eðalmálma og kynnir einnig gripi sem unnir eru með textílaðferð. Lést af slysförum AKRANES: Þórður Heið- ar Jónsson frá Akranesi lést í kjölfar slyss í Þýskalandi 12. ágúst sl. Hann var 55 ára. Þórður var fluttur á sjúkra- hús í Köln eftir að hafa fall- ið af hestbaki 7. ágúst. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Þórður var mál- ari að mennt en hefur alla tíð stundað hestamennsku og búið lengi erlendis. Hann var fæddur á Akranesi 3. júlí 1959. Foreldrar hans eru Guðrún Karítas Albertsdótt- ir og Jón Sigurðsson Jóns- son, sem nú er látinn. Þórð- ur Heiðar átti fimm systkini, fjögur þeirra eru á lífi. Hann lætur eftir sig tvö börn. -mm Næsta helgi er gjarnan talin síðasta stóra ferðahelgi sumarsins og mið- ast við Menningarnótt sem haldin er í Reykjavík. Því má gera ráð fyrir mik- illi umferð á þjóðvegum landsins. Þá eru skólakrakkar einnig að hefja skólagöngu sína í vikunni og eru vegfarendur beðnir um að sýna sér- staka aðgát og þolinmæði í umferð- inni á næstu dögum og vikum. Í dag er spáð norðlægri átt og bjart- virði um vestanvert landið og hita um tíu stig. Þá er áframhaldandi hægviðri og þokkalega hlýju veðri spáð næstu daga. Á föstudag má svo búast við að vindáttin breytist og verði vestanstæð en áfram verð- ur bjart um mestallt landið. Suðlæg átt eða logn verður um helgina, skýj- að með köflum en víða bjart austan- lands. Lítur út fyrir suðaustlæga átt sunnan- og vestanlands á mánudag. Hiti 9 til 13 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig á að taka á því þegar forsvarsmenn ríkisstofnana fara yfir fjárheimildir?“ Töluverð dreifing var á svörum en flestir, eða 33,1%, sögðu að réttast væri að veita þeim áminn- ingu. Athyglisvert er að 10,87% töldu að það gerði ekkert til þótt far- ið væri yfir fjárheimildir og 18,44% hafi hreinlega enga skoðun á því. Talsverður fjöldi, eða 17,73%, taldi að réttast væri að draga úr kaupi þeirra og þá var 19,86% sem vildu hrein- lega að þeim yrði sagt upp. Í þessari viku er spurt: „Ef þú gætir, myndir þú mennta þig meira?“ Starfsfólk og nemendur skóla sem hefja störf með bros á vör um þessar mundir eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar var á tólfta tímanum síð- astliðið laugardagskvöld kallað út vegna elds í yfirgefnu íbúðarhúsi að Heynesi í Hvalfjarðarsveit. Húsið var alelda þegar slökkvilið mætti á staðinn. Ekki hafði verið búið í hús- inu um árabil og var tekin ákvörðun um að láta húsið brenna en nærliggj- andi útihús varin. Þau eru reyndar orðin afar léleg líkt og íbúðarhús- ið var orðið. Slökkviliðsmenn nýttu brunann til æfingar, einkum í notk- un svokallaðs One-Seven froðu- búnaðar. Að sögn Þráins Ólafsson- ar slökkviliðsstjóra gengu aðgerð- ir á vettvangi vel. Prýðilegt veður var þegar eldurinn kom upp, hæg norðanátt og lagði reykinn á haf út. Líklegt er talið að kveikt hafi verið í húsinu. mm Umhverfis- og skipulagssvið Borg- arbyggðar hefur boðað til almenns íbúafundar vegna fyrirhugaðra breytinga á umferðarskipulagi á holtinu við Grunnskólann í Borg- arnesi. Fundurinn verður í kvöld, miðvikudaginn 20. ágúst kl. 20.00, í stofu 101 í Hjálmakletti. „Í breyting- unum felst m.a. að gera einstefnu um Bröttugötu og Helgugötu, breikka gangstéttar, bæta aðgengi fyrir gangandi vegfarendur og gera svo- kölluð „sleppistæði“ við lóð grunn- skólans í Borgarnesi. Nýja umferð- arskipulagið er í samræmi við tillög- ur vinnuhóps sem starfaði á vegum sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð. Á fundinum mun Jökull Helgason forstöðumaður um- hverfis- og skipulagssviðs Borgar- byggðar fara yfir fyrirhugaðar breyt- ingar. mm/ Ljósm. hma Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út aðfararnótt laugardags eftir að tilkynnt hafði verið um eld Tíu löreglumenn frá Borgarnesi, Akranesi og Selfossi gerðu húsleit í tveimur sumarbústöðum síðastlið- inn föstudag. Annar bústaðurinn er í Hvítársíðu í Borgarfirði en hinn í Grímsnesi. Feðgar voru hand- teknir í bústaðnum í Grímsnesi og þeir fluttir til yfirheyrslu á lög- reglustöðinni á Selfossi. Við hús- leit í Grímsnesinu fundust um 400 kannabisplöntur í góðum blóma og um 90 plöntur í bústaðnum í Hvítársíðu. Auk þess voru á báð- um stöðum nýlegir lampar og ann- ar búnaður sem til þurfti við rækt- un sem þessa. Lagt var hald á bún- að og plöntur sem sendar voru til tæknideildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu til rannsóknar á styrkleika plantnanna. „Mjög fag- mannlega var staðið að ræktuninni og sýnilega miklu kostað til,“ seg- ir í tilkynningu frá lögreglunni. Þá segir að faðirinn hafi viðurkennt við yfirheyrslu að hafa staðið einn og óstuddur að ræktuninni og til- gangurinn verið að hafa hag af. Málið telst því upplýst og verður að lokinni efnarannsókn sent ákæru- valdi til frekari meðferðar. mm Gamla íbúðarhúsið að Heynesi eldi að bráð Íbúafundur vegna breytinga á umferðarskipulagi Þróttmikil kannabisræktun upp- rætt í Hvítársíðu og Grímsnesi Íbúðarhús í Grundarfirði skemmt eftir bruna í íbúarhúsi við Grundargötu. Einn maður var í húsinu og komst hann út af sjálfsdáðum. Hann var flutt- ur til Reykjavíkur vegna gruns um reykeitrun. Um tíma var haldið að annar íbúi hefði verið í húsinu en svo reyndist ekki vera. Slökkvistarf gekk vel en talið er að kviknað hafi í út frá helluborði í eldhúsi. Að sögn lögreglu var ekki um mikinn eld að ræða en þess meiri reyk. Húsið er mikið skemmt af sóti og reyk. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.