Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Dregið úr póstkostnaði SKESSUHORN: Frá og með 1. september nk. verður innheimtu áskriftar á Skessu- horni breytt hjá þeim sem greitt hafa með greiðslu- seðlum. Ekkert breytist hjá þeim sem greiða áskrift með greiðslukortum og hvet- ur Skessuhorn áskrifend- ur til að færa áskrift yfir á þau. Áskrift verður hér eft- ir innheimt mánaðarlega hjá öllum áskrifendum í stað tveggja mánaða áður. Reikn- ingar verða gefnir út 1. hvers mánaðar með eindaga á virk- um degi 15. sama mánaðar fyrir yfirstandandi áskrift- armánuð. Hætt verður að senda út greiðsluseðla í pósti fyrir áskrift. Innheimtukrafa mun eftir sem áður birtast í heimabanka áskrifenda þar sem hægt er að framkvæma greiðslu. Breyting þessi mun fyrst um sinn einungis gilda um einstaklinga. Þeir sem þess óska sérstaklega geta áfram fengið greiðsluseðla í pósti, en þurfa þá að senda beiðni um slíkt í tölvupósti til skrifstofustjóra Skessu- horns á netfangið bokhald@ skessuhorn.is fyrir 1. sept- ember. –fréttatilk. Línuívilnun felld niður LANDIÐ: Samkvæmt aug- lýsingu í Stjórnartíðindum 18. ágúst síðastliðinn hefur sjávarútvegsráðuneytið, frá og með fimmtudeginum 21. ágúst 2014, fellt niður línu- ívilnun í þorski, sem ákveðin er í reglugerð nr. 664/2010. –mm Gæsluvarðhald framlengt VESTURLAND: Héraðs- dómur Vesturlands hefur samþykkt beðni lögreglu- stjórans á Akranesi um að framlengja gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum af Baldvini NC sem réðust á mann við höfnina í Grund- arfirði aðfararnótt 17. júlí sl. og slösuðu alvarlega. Menn- irnir verða því áfram í gæslu- varðhaldi til 15. september í krafti almannahagsmuna. –jsb Bættu við einum strandveiðidegi SNÆFELLSNES: Atvinnu- vegaráðuneytið ákvað í síð- ustu viku að bæta við einum strandveiðidegi á A svæði, frá Haffjarðará að Súðavík, og var hann sl. mánudag. Einnig var bætt við tveim- ur strandveiðidögum á svæði C. Ástæðan var sögð sú að aflaheimildir voru ekki full- nýttar miðað við þann tíma sem veiðarnar voru stöðv- aðar, þ.e. miðvikudaginn 13. ágúst sl. –mm Árleg verkfæra- og bílasýning fór fram á bænum Eiði við Kolgrafa- fjörð sunnudaginn 17. ágúst sl. Þá stóðu hjónin Bjarni Sigurbjörns- son og Guðrún Lilja Arnórsdótt- ir fyrir veglegri verkfærasýningu á Toptul verkfærum. Einnig mættu í hlað eigendur margra af fallegustu sportbílum landsins. Margt var um manninn og voru meira að segja kýrnar á Eiði forvitnar um allt þetta „havarí“ sem var í gangi. Semsagt; fullt af köggum og góð stemning í frábæru veðri. tfk Í fiskmarkaðinum í Rifi er nú unnið við endurnýjun 300 fermetra gólfs. Á meðfylgjandi mynd eru starfs- menn TS vélaleigu að moka upp úr gólfinu og gera klárt fyrir steypu. Við verkið var meðal annars notuð Búkolla sem þeir hjá TS vélaleigu keyptu í sumar. Hún er af gerðinni Hydrema 912C og tekur svipað á pallinn og hefðbundinn vörubíll, eða 12 tonn. Um steypuna sér Þor- geir ehf í Rifi. þa Starfsmenn Al- mennu umhverfis- þjónustunnar ehf. í Grundarfirði hófu framkvæmdir við Kirkjufell síðast- liðinn mánudag. Þá var byrjað að gera bílaplan við fossinn fyrir rútur og bíla ferðafólks. Einnig stendur til að gera göngustíg upp með fossin- um og niður hinum megin. Löngu er orðið tímabært að fara í þess- ar framkvæmdir enda landið farið að láta verulega á sjá þar sem þessi staður er einn sá vinsælasti í lands- hlutanum til myndatöku. Grund- arfjarðarbær fékk ríflegan styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða í maí síðastliðnum til upp- byggingar á svæðinu. tfk Jarðskjálftahrinan sem hófst upp úr klukkan 3 aðfararnótt laugar- dags hefur haldið áfram síðan og mælast jafnvel yfir þúsund skjálft- ar á sólarhring. Sá stærsti hingað til var 4,5 stig á Richterskvarða. Hefur virknin færst til en er í námunda við Bárðarbungu. Vísindamenn telja að hræringar þessar orsakist af inn- skotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást þó enn um að gos sé hafið. Vísindamenn telja að ekki sé hægt að útiloka að atburðarrás- in sem nú er í gangi leiði til eld- goss utan jökuls eða undir honum. Gos undir jökli geta leitt til flóða í ám sem renna frá honum og hef- ur vegaslóðum norðan jökuls verið lokað. Vísindamenn og Almanna- varnir fylgjast vel með ástandinu og næst mesta viðbúnaðarstig er í gildi. mm Fyrr í sumar var umferð hleypt á nýju brúna yfir Reykjadalsá í Döl- um, skammt frá hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Brúarmannvirkið er hið glæsilegasta og vel frá öllu gengið í umhverfinu ekki síður en atriðum er snerta umferðaröryggi. Ef marka má langtímaáætlun Vegagerðarinn- ar verður brú yfir Haukadalsá næsta verkefni í brúarsmíði í Dölum, en hún er komin á langtímaáætlun. Sökum þess hvernig aðstæðum hátt- ar við Haukadalsá er gert ráð fyr- ir mun dýrari framkvæmd en þessi brú, enda þarf að breyta vegstæði og áin djúp þar sem fara þarf yfir Haukadalsána. mm Óvissustig vegna óróa undir Bárðarbungu Umferð komin á nýju brúna við Fellsenda Gera bílastæði við Kirkjufellsfoss Árleg verkfæra- og bílasýning á Eiði Endurnýja gólf í fiskmarkaðinum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.