Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Grunnskólinn í Borgarnesi verð- ur settur næstkomandi föstudag í Borgarneskirkju og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá á mánudag. Nemendur skólans verða 302 sem er fjölgun um 11 frá því í fyrra. Starfsmenn skólans eru 68 tals- ins í rétt rúmlega 60 stöðugildum, þar af eru 34 kennarar og tveir leið- beinendur. Stjórnunarhlutfall hefur verið aukið við skólann og verða nú þrír deildarstjórar starfandi, einn fyrir hvert stig. Einnig hefur stoð- þjónusta verið efld með tilkomu deildarstjóra sérkennslu og auknu hlutfalli þroskaþjálfa. Skólinn starf- ar eftir áherslum og hugmynda- fræði uppbyggingarstefnunnar, er heilsueflandi grunnskóli og græn- fánaskóli. „Unnið er að því að flétta þess- ar áherslur enn frekar inn í skóla- námskrá skólans um leið og unnið er að innleiðingu ákvæða í nýrri að- alnámskrá en sú vinna er vel á veg komin. Við bindum vonir við að henni ljúki fljótlega eftir áramót- in,“ segir Signý Óskarsdóttir skóla- stjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Hún segir að samhliða þeirri inn- leiðingu sé unnið að endurskoðun á kennslustefnu skólans og þar séu margar skemmtilegar hugmynd- ir að fæðast. „Við viljum bjóða upp á meira skapandi nám, útikennslu, virkni og samvinnu. Framtíðar- sýn skólans byggir á hugmynd um virkt og skapandi samfélag en svo er það okkar allra að skilgreina hvað við teljum að eigi heima í slíku samfélagi. Við munum leggja mikla áherslu á aðkomu foreldra og nemenda í þeirri vinnu. Það er líka gaman að segja frá því að foreldrafélag skólans mun aft- ur skipuleggja Gleðileika fyrir ung- lingana í ár. Gleðileikarnir byggja á þeirri hugmynd að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Það komu margir að því að skipuleggja síðustu Gleðileika og við bindum vonir við að þannig muni það vera áfram.“ Nýjungar í skólastarfinu Að sögn Signýjar mun skólinn eiga samstarf við Alþjóðleg ung- mennaskipti í vetur og fá til sín sjálfboðaliða sem taka þátt í skóla- starfinu í svokallaðri Veraldarviku. Er tilgangurinn með henni að brjóta niður fordóma og auka víð- sýni nemenda, foreldra og starfs- fólks skólans. „Kennsla er með hefðbundnu sniði þessa viku að því undanskildu að gestirnir okk- ar munu kynna sig og menningu sína með mismunandi hætti eftir stigum og nemendur munu koma til með að kynna sína heima- byggð og menningu. Það er von okkar að heimsóknin eigi eftir að krydda þessa skóladaga og að all- ir verði ríkari fyrir vikið.“ Að auki fékk skólinn styrk úr Sprotasjóði til að þróa verkefnið IÐN - Verk- nám á vinnustað. Verkefnið bygg- ir á eldra verkefni við skólann en verður útfært enn frekar á þessu skólaári. Verkefnið byggir á iðn- greinum í víðum skilningi og unn- ið verður að því að þróa enn frekar matsferli á verklegri hæfni nem- enda. Eitt af markmiðum IÐN verkefnisins er að efla samstarf at- vinnulífs og skóla í Borgarbyggð og að búa til vettvang þar sem nemendur geta þjálfað upp verk- kunnáttu sína á vinnustað og tek- ist á við verkefni í aðstæðum sem mæta þeim þegar út á vinnumark- að er komið. „Þegar spurt er um helstu sérstöðu Grunnskólans í Borgarnesi má svara því til að hún felist í þeirri viðleitni allra í skóla- samfélaginu að efla samvinnu sín á milli til þess að virkja sköpun- arkraftinn sem býr í okkur öll- um. Það er fyrsta skrefið í átt að virku og skapandi samfélagi,“ seg- ir Signý að endingu. grþ/ Ljósm. Hilmar Már Arason. abc Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur í dag, 20. ágúst og kennsla hefst strax samkvæmt stundaskrá. Nemendur skólans eru 249, sem er lítilsháttar fækkun þrátt fyr- ir að jafnmargir komi nýir og þeir sem brautskráðust voru í fyrra, 21 talsins. Starfsmenn eru í það heila 64 og eru þar af tveir nýliðar við kennslu. Kennsla í Grunnskóla Snæfellsbæjar fer fram á þrem- ur stöðum; í Ólafsvík, á Hellis- sandi og að Lýsuhóli í Staðarsveit. Að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar skólastjóra liggur sérstaða skólans í áherslum í tengingu við nærsam- félagið. Hann segir skólann hafa markað sér þá sérstöðu að vinna að námi í átthagafræði með nemend- um sínum. Sú vinna tengist fræðslu um nærsamfélagið í Snæfellsbæ, náttúru þess, flóru, fánu og sögu auk þess sem rýnt er í þá mögu- leika sem í því liggja fyrir fram- tíðina. „Þessi vinna hefur verið leiðandi í því að færa vinnubrögð okkar stöðugt meira í uppbrot á námi barnanna þar sem bekkj- um, árgöngum og skólastigum er skipt upp og þannig reynt að auka námsáhuga og vinnubrögð. Þeirri vinnu er m.a. stjórnað af verkefna- veri skólans sem hefur verið í lyk- ilatriði í skólaþróuninni,“ segir Magnús Þór. Vel hefur gengið að innleiða ákvæði nýrrar aðalnámskrár að sögn Magnúsar. Hann segir skól- ann hafa tekið þátt í metnaðarfullu innleiðingarstarfi ásamt öðrum grunnskólum á Snæfellsnesi á síð- asta skólaári. „Stefnt er að útgáfu nýrrar skólanámskrár sem byggð verður á áherslum nýrrar aðalnám- skrár á haustönn 2014. Aðspurður um helstu áherslur í skólastarfinu segir hann að undanfarin ár hafi verið unnið í átt að því að nem- endur njóti styrkleika sinna í nám- inu við skólann. „Markmiðið með því er að hver og einn nái að nýta þá til góðra starfa og vinna um leið í sínum veikleikum,“ segir Magnús Þór að lokum. grþ Grunnskóli Snæfellsbæjar Átthagafræðin er sérstaða skólans Barna- og skólakór söng á tíu ára afmæli skólans. Grunnskólinn í Borgarnesi Aukin þjónusta og endurskoðun kennslustefnu Vinaliðadansinn stiginn. Skólinn fékk grænfánann afhentan í þriðja sinn í fyrra. Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur föstudaginn 22. ágúst þegar nemendur mæta kl. 8.10 í íþróttasal skólans og eru foreldrar velkomnir á skólasetninguna. Nemendafjöldi skólans verður tæplega 100, sem er svipað og var í fyrra. Nýir skóla- stjórnendur eru við grunnskólann en Gerður Ólína Steinþórsdóttir var nýverið ráðin skólastjóri og Ás- dís Snót Guðmundsdóttir aðstoð- arskólastjóri. Þá er Björgvin Sig- urbjörnsson íþróttakennari einnig nýr í starfsmannahópi skólans en hann mun kenna, ásamt íþróttum, stærðfræði í FSN. Að sögn Ásdís- ar Snótar aðstoðarskólastjóra mun sú nýbreytni verða í ár að nemend- ur í 10. bekk grunnskólans verða í stærðfræðitímum í fjölbrautaskól- anum. „Með þessu er verið að auka samstarf grunnskólans og fram- haldsskólans, líkt og lagt er upp með í nýrri skólastefnu Grundar- fjarðarbæjar,“ segir hún. Ásdís bæt- ir því við að áherslur í skólastarf- inu verði með svipuðum hætti og síðasta skólaár. „Ber helst að nefna fjölbreytta kennsluhætti, notkun upplýsingatækni og spjaldtölva, átt- hagafræði, náttúru og nærsamfélag. Þá er einnig áhersla lögð á sköpun- argleði og skapandi greinar í sam- spili við tækni og tækninýjungar,“ segir Ásdís Snót Guðmundsdótt- ir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. grþ/ Ljósm. tfk. Grunnskóli Grundarfjarðar Áherslur með svipuðum hætti og í fyrra Nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar með grænfánann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.