Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014abc Hvað finnst þér skemmtileg- ast við að byrja í skólanum? (Spurt í Ólafsvík) Spurning vikunnar Laufey Lind Sigurðardóttir, 10 ára Hitta vini mína og læra náttúrufræði. Kári Stefán Kristinsson, 5 að verða 6 ára Ég er að fara í fyrsta bekk og hlakka mikið til að hitta krakkana í bekknum og læra nýja hluti. Sunna Líf Purisevia, 9 að verða 10 ára Ég er að fara að byrja í nýjum skóla og hlakka mest til að hitta nýju bekkjarfélagana mín. Sædís Rún Heiðarsdóttir, 9 að verða 10 ára Hitta vini mína á hverjum degi í skólastofunni. Freyþór Már Guðnason, 10 ára Fara í íþróttatíma með öllum í bekknum mínum. Grundaskóli á Akranesi Á von á góðu ári þar sem margir munu vinna stóra og litla sigra Brekkubæjarskóli á Akranesi Líðan nemenda í fyrirrúmi Grundaskóli á Akranesi verð- ur settur föstudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá mánudaginn 25. ágúst. Í skól- ann eru skráðir í vetur tæplega 600 nemendur og eru drengir í meiri- hluta. „Starfsmenn eru 96, kenn- arar 56 að skólastjórum meðtöld- um og almennir starfsmenn um 40 í misstórum stöðugildum. Allir kennarar eru með kennsluréttindi á grunnskólastigi og margir hafa einnig kennsluréttindi á framhalds- skólastigi. Nokkrir kennarar eru í framhaldsnámi. Litlar breytingar verða á starfsmannahópnum í vet- ur þótt alltaf geti komið til óvæntar uppákomur sem bregðast þarf við,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir skóla- stjóri. Nýr söngleikur frumsýndur Grundaskóli hefur verið í samstarfi við FVA um kennslu í verknáms- greinum en svo verður ekki í vet- ur, a.m.k. ekki á haustönn. Að sögn Hrannar eru alltaf nokkrir nem- endur á unglingastigi í framhalds- skólaáföngum í Verslunarskólan- um. „Við leggjum áherslu á vinnu í anda Uppeldis til ábyrgðar. Við höfum náð góðum árangri enda lagt mikla vinnu í Skólahreysti sem höfðar mjög vel til nemenda og þeirra kennara sem hafa umsjón með verkefninu. Við myndum líka vilja leggja meiri rækt við stærð- fræðikeppni FVA sem hefur orð- ið útundan hjá okkur, sem er synd. Þar er um að ræða mikilvægt og gott verkefna sem við þurfum að sinna betur,“ segir Hrönn. Lokið verður gerð nýrrar skólanámskrár og innleiddar kennsluáætlanir sem birtar verða nemendum og for- eldrum nokkrum sinnum á skóla- árinu. „Þetta er gert til að auðvelda nemendum og foreldrum þeirra að fylgjast með, vita til hvers er ætl- ast og hvað er framundan. Skóla- námskráin verður meira eins kon- ar stefnuskrá fyrir skólann,“ bætir hún við. Þá er fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi á teymisvinnu þar sem allir kennarar verða í teymi og leggja lóð sitt á vogarskál öfl- ugs skólastarfs. „Upplestrarkeppni grunnskólanna verður einnig á sín- um stað í nýjum búningi frá í fyrra, þegar grunnskólarnir á Akranesi slitu samstarfi við Raddir og héldu sína eigin sem tókst frábærlega vel. Vilji er fyrir lítilli upplestrar- keppni í 4. bekk sem mun vonandi takast að koma í framkvæmd. Svo er ástæða til að geta þess að í vet- ur verður frumsýndur nýr söngleik- ur þar sem þeir félagar Einar Við- arsson, Flosi Einarsson og Gunn- ar Sturla Hervarsson semja texta og lög en Eygló Gunnarsdóttir hann- ar búninga. Það verður örugglega skemmtileg sýning eins og aðrar sem þau hafa komið að.“ Reiknað er með frumsýningu í febrúar. Stækkun á mötuneyti og matsal Byggingarframkvæmdir við skólann hafa staðið í allt sumar. Til stóð að stækka bæði nemendamötuneyti og matsalinn. Að sögn Hrannar hefur það ekki gengið eins vel og ákjósan- legt væri. Hún segir að ekki sé vit- að alveg hvenær því verkefni lýkur en þangað til verða nemendur að koma með nesti upp á gamla móð- inn, það á við bæði á morgnana og í hádeginu. Foreldrum verður leyft að fylgjast eins vel með og kostur er og tilkynnt verður með góðum fyrirvara þegar mötuneytið kemst í gagnið. Grundaskóli er móðurskóli í um- ferðarfræðslu og vinnur náið með Umferðarstofu, sem tilheyrir Sam- göngustofu. Á unglingastiginu verður haldið áfram að þróa breytta starfshætti í formi verkefnabund- ins náms þvert á árganga fremur en kennslu einstakra bekkjadeilda. Unnið verður með fjölbreyttar námsmatsaðferðir og leiðsagnarmat auk þess sem nemendur meta sjálfa sig með tilliti til námsins, að sögn Hrannar. Á yngsta stiginu er einnig valið að vinna frekar með árganga en einstaka bekki. „Það er góð reynsla af þessari leið og krakkarnir kynnast fleirum en sínum bekkjar- félögum. Áfram verður haldið góðu samstarfi við Brekkubæjarskóla og tónlistarskólann um tónlistarval og verkefnið Ungir-Gamlir. Vonandi verður einnig framhald á nemenda- skiptum milli grunnskólanna sem nemendur voru afar ánægðir með. Það er mikilvægt að auka samstarf á milli skólanna enn frekar. Ég tel að við getum lært hvert af öðru, mik- ill mannauður er í skólunum hér á Akranesi,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk Grundaskóla sé metnaðarfullt og duglegt og nem- endur skólans séu frábærir. „Ég á því von á góðu ári þar sem marg- ir munu vinna stóra og litla sigra. Sameiginlega munum við gera góð- an skóla betri, sagði Hrönn Rík- harðsdóttir að endingu. grþ Hressir krakkar í unglingadeild Grundaskóla. Brekkubæjarskóli á Akranesi verð- ur settur föstudaginn 22. ágúst næstkomandi. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá á mánudag- inn. Litlar breytingar hafa verið á starfsliði skólans þetta árið. Helsta breytingin er sú að Arnbjörg Stef- ánsdóttir skólastjóri er í námsleyfi í eitt ár og verður Magnús Vagn Benediktsson staðgengill hennar. Alls starfa 85 starfsmenn við skól- ann. „Það eru þó alls ekki allir í fullu starfi. Starfsmenn okkar eru fleiri en í skólum með svipaðan nem- endafjölda og munar þar mestu um sérdeildina,“ segir Magnús í samtali við Skessuhorn. Skráðir nemendur við skólann eru 410, örlítið færri en í fyrra. Það útskýrist af því að stór árgangur útskrifaðist síðasta vor, 51 nemandi en einungis 36 nemendur eru nýskráðir nú, sem er tiltölulega lítill árgangur að sögn Magnúsar. Lífsleiknistefna og sér- deildin helsta sérstaðan Brekkubæjarskóli er lífsleikniskóli þar sem áhersla er lögð á mann- gildi og þá sýn að til að árangur ná- ist í skólastarfi þurfi að hlúa vel að vellíðan og starfsánægju nemenda og starfsmanna skólans. Að sögn Magnúsar miðast helstu áherslur skólans við þessa lífsleiknistefnu. „Lífsleiknistefnan, Góður fróður, er ankerið í öllu starfi skólans. Líð- an nemenda er í fyrirrúmi. Ef þeim líður vel, teljum við að námið geti gengið betur.“ Að mati Magnúsar er þessi lífsleiknistefna helsta sér- staða skólans, ásamt sérdeildinni sem starfrækt er í skólanum fyrir Akranes. 25 nemendur hafa tengsl við sérdeildina í ár en flestir þeirra eru megnið af skólatímanum í sín- um bekk. „Við leitumst við að taka vel á móti öllum nemendum, hver sem staða þeirra er. Þá hefur tón- listarlífið verið mjög öflugt og áberandi hjá okkur, stóru morgun- stundirnar eru orðnar að föstum og vinsælum lið meðal nemenda og aðstandenda þeirra,“ segir Magn- ús, en Stórar morgunstundir eru haldnar í íþróttahúsinu við Vestur- götu fjórum sinnum yfir skólaár- ið. Þar sjá nemendur um skemmti- dagskrá með söng og hljóðfæraleik, dansi, leik og fleiru ásamt því að veittar eru viðurkenningar til nem- enda fyrir að iðka dyggð annarinn- ar. Hvetja til aukinnar samvinnu Eins og víðast hvar í grunnskólum landsins er verið að innleiða ákvæði nýrrar aðalnámskrár í Brekkubæj- arskóla. Magnús segir þá vinnu smám saman mjakast áfram. „Við erum til dæmis búin að vinna mikið í námsmati undanfarin ár með til- liti til námskrárinnar. Í vetur mun- um við leggja áherslu á greinanám- skrár, auka val og lýðræði nemenda á öllum aldursstigum, huga betur að áhugasviðum nemenda og styrk- leikum þeirra og hvetja þá til auk- innar samvinnu og ábyrgðar í námi sínu. Ekki má gleyma því að við þurfum að endurbæta skólaregl- ur okkar öll í samvinnu; starfsfólk, nemendur og foreldrar.“ Nokkrar nýjungar eru í skóla- starfinu komandi skólaár. Unnið verður meira í svokölluðum smiðj- um í vetur og búið er að breyta skipulagi stundatöflu bæði á yngsta- og miðstigi til að auðvelda það. „Þá þurfum við að taka stærðfræðina í gegn og við stefnum á að byrja á því í haust. Svo er búið að koma á þráð- lausu tölvusambandi í öllum skól- anum og spjaldtölvunotkun mun aukast,“ segir Magnús að endingu. grþ/ Ljósm. Kristinn Pétursson. Kátir nemendur á þemadögum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.