Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali SKES S U H O R N 2 01 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Líklegt að Norðurá endi í um eða yfir þúsund löxum Sjötta og næstsíðasta mót sumars- ins í Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram um helgina á Garða- velli á Akranesi. Keppt var í högg- leik í bæði karla- og kvennaflokki. Skráðir keppendur voru 52 en þar af voru 14 konur og 38 karlar. Fyrstu keppendur hófu leik klukk- an hálf átta á föstudagsmorgun- inn og lauk mótinu seinni partinn á sunnudaginn. Það voru starfsmenn Golfklúbbs- ins Leynis sem sáu um undirbún- ing fyrir mótið og hafði sú vinna staðið yfir síðustu vikur. „Svona mót krefst gífurlegs undirbúnings. Umgjörðin er alltaf að stækka og það sést vel á vellinum sem er all- ur merktur styrktaraðilum. Mikil orka hefur farið síðustu vikur í að slá gras og gera völlinn tilbúinn og hafa starfsmenn jafnvel unnið langt fram á kvöld. Það er þeim að þakka að völlurinn er nú í toppstandi,“ sagði Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdarstjóri Leynis þegar rætt var við hann í upphafi móts á föstudaginn. Hann bætti því við að hann vill einnig þakka um 30 til 40 sjálfboðaliðum úr röðum golf- klúbbsins sem störfuðu á mótinu um helgina. „Án þeirra væri ekki hægt að halda mótið,“ segir Guð- mundur. Margir af þekktustu kylfing- um landsins voru mættir á Garða- völl til að taka þátt í mótinu. Þar má nefna Ólafíu Þórunni Krist- insdóttir núverandi Íslandsmeist- ara í golfi, Valdísi Þóru Jónsdóttir Skagakonu og Sunnu Viðarsdóttir Íslandsmeistarann frá því í fyrra. Í karlaflokki voru einnig sterkir kylf- ingar mættir til leiks og má þar nefna Kristján Þór Einarsson, Ís- landsmeistara í holukeppni, Stefán Má Stefánsson og Guðmund Ágúst Kristjánsson. Valdís Þóra með yfir- burði á heimavelli Úrslit mótsins fóru svo á þann veg að Kristján Þór Einarsson í GKJ og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL sigruðu nokkuð örugglega í sínum flokkum. Valdís Þóra sigraði með yfirburðum í kvennaflokki og lék Skagakonan samanlagt á pari vall- arins. Hún var að lokum tíu högg- um á undan Íslandsmeistaranum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir í öðru sæti. Karen Guðnadóttir varð svo í þriðja sæti, fimmtán höggum á eftir Valdísi. Kristján Þór endaði mótið á þremur höggum undir pari vallarins og fimm höggum á und- an Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem varð í öðru sæti. Þá hafnaði Stefán Már Stefánsson í þriðja sæti, sjö höggum á eftir Kristjáni. Síðasta mót Eimskipamótarað- arinnar verður á Jaðarvellinum á Akureyri daganna 30. og 31. ágúst næstkomandi. jsb „Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur og nú þegar eru komnir fleiri gestir hingað en nokkurn tíma áður,“ segir Guðjón Sigmundsson, Gaui litli, á Hernámssetrinu á Hlöðum á Hval- fjarðarströnd. „Hér eru oft ættarmót um helgar og svo höfum við verið með óvenju mörg brúðkaup og sum mjög fjölmenn, allt upp í 170 manns.“ Gaui segir að allur gangur sé á því hvar fólk láti gifta sig áður en það heldur brúð- kaupsveislu á Hlöðum. „Margir hafa verið að gifta sig í Saurbæjarkirkju og svo er talsvert um að fólk láti gifta sig hér úti á túni. Fólk er ekkert að stressa sig yfir smáatriðum hér í sveitinni.“ Margir hópar heimsækja Hlaðir Hópum, sem heimsækja Hlaðir, hef- ur líka fjölgað og þegar blaðamann bar að garði var von á 70 manna hópi í mat. „Já, þetta eru hópar sem koma til að skoða safnið, sumir þiggja kaffi og brauð eða eitthvað í þeim dúr en svo eru auðvitað margir starfsmanna- hópar sem koma í mat, síðan koma Lions,- Kiwanis,- Rotaryklúbbar og alls konar félög. Þessi hópur, sem er að koma núna, er hópur eldri borg- ara og það er mikið um þá. Þeir koma víða af landinu en þó eru flestir hóp- ar eldri borgara sem miða við að geta komið hér við í dagsferð og þá af- markast þetta af hópum frá Suður- landi til Snæfellsness. Lausatraffík- in hefur líka aukist mjög og það eru stöðugt fleiri sem hafa áttað sig á því að hér er safn. Svo hefur líkanið af Hood einnig ákveðið aðdráttarafl.“ Rússar áhugasamir Hernámssetrinu eru alltaf að berast munir og Guðjón segir mikið um að fólk komi með einstaka hluti tengda hernáminu, sem það finni í hirslum sínum, eða óttist að verði fleygt að því látnu. Rússar hafa einnig sýnt safn- inu mikinn áhuga þar sem þeir telja ferðir skipalestanna, sem höfðu við- komu í Hvalfirði, hafa skipt sköpum í þróun seinni heimsstyrjaldarinn- ar. „Rússar sýna þessu mikinn áhuga og vilja halda minningu siglinganna í heiðri. Þeir komu hingað í sumar og svo buðu þeir mér út til St. Péturs- borgar núna um mánaðamót ágúst og september. Ég verð þó að fresta þeirri ferð eitthvað því ég á von á stórum heimsóknum hingað um það leyti svo ég kemst tæplega frá,“ sagði Guðjón Sigmundsson. hb Laxveiðimenn hafa reynt víða fyr- ir sér í sumar. Halldór Gunnars- son var á bökkum Norðurár fyr- ir nokkrum dögum. Við heyrðum í honum hljóðið. „Já, ég skrapp í Norðurá, á svæði eitt, í þriggja daga túr núna fyrr í vikunni með góðum hópi á þriðju stöng. Þetta var fyrsta skiptið mitt þar,“ sagði Halldór þegar hann var að ljúka veiðunum. Þá var Norðurá kom- in yfir 800 laxa veiði. „Veiðihúsið er glæsilegt og allt til fyrirmynd- ar. Maturinn var alveg afbragð og móttökurnar góðar. En það var ró- legt yfir veiðinni og ekki mjög mik- ið af fiski sem sást í hyljum, þó eitt- hvað. Stóri straumurinn núna í vik- unni skilaði engu upp ánna þann- ig að helstu staðir á neðri svæðum voru frekar líflausir. Dalurinn var að sýna mest líf, sem og Þrengsl- in, en samt ekkert miðað við gott meðalár. Menn voru að henda því fram að þetta ár eigi eftir að enda verra en 2012. Það hefur eitthvað gerst í hafi í vetur.“ Gunnar segir að hópurinn hafi endað í 6 löxum á land en nokkra misstu þeir. Þar af voru tveir það stórir að menn stóðu í skjóli fyrir vindinum þeg- ar ugginn kom úr vatninu! „Frá- bær ferð samt sem áður og allir fóru kampakátir heim. Það er okk- ar von að næsta ár verði betra því klárlega verður farið aftur,“ sagði Halldór í lokin. Líklegt er að Norðurá endi í um eða yfir þúsund löxum í sumar. „Við sjáum hvað áin endar í,“ sagði Einar Sigfússon þegar við heyrð- um í honum um Norðurána. Ein- ar hefur gert samning um að selja veiðileyfi í ána næstu tvö árin. Þá má geta þess að ætlanir eru uppi um framkvæmdir við veiðihúsið. Silungsveiðin gengur víða prýðilega Silungsveiðin gengur víða vel enda lítið sem ekkert samhengi milli hennar og laxveiðinnar. Hafa menn verið að fá vænan sil- ung. Veiðimenn sem voru í Hlíð- arvatni fyrir fáum dögum fengu nokkra fallega fiska, mest urriða. „Við Geiri bróðir fórum í Þór- isstaðavatn og fengum nokkr- ar fallegar bleikjur, allt á flug- una,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson sem var á veiðislóðum við vatnið. ,,Frétti af veiðimönnum við sem voru í Skorradalsvatni og fengu bara titti, en sáu sæmilega fiska,“ sagði Jón. Reyndar er þekkt að hafa þurfi fyrir að fá silunginn í Skorradalsvatni til að taka. Veiði- menn hafa verið að fiska ágætlega í Þórisstaðavatni að undanförnu. Í Eyrarvatni hafa verið að veiðast laxar auk silungs. „Við skruppum aðeins á Vatna- svæði Lýsu og fengu nokkra fal- lega fiska, en einnig smáa. Sáum lax stökkva en hann tók ekki,“ sagði veiðimaður sem var á Lýs- unni fyrir nokkrum dögum. Þá hefur Hraunfjörðurinn verið að gefa fína veiði, mest bleikju að undanförnu. Víða er fín silungsveiði. Halldór Gunnarsson með 62 sentimetra hæng úr Nautastreng. Valdís Þóra Jónsdóttir undirbýr högg við flötina á níundu holu á fyrsta keppnis- degi. Garðavöllur í toppstandi á Eimskipamótaröðinni Metsumar á Hernámssetrinu Guðjón Sigmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.