Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum var haldið á Mið - Fossum sl. laugardag. Hesta- mannafélögin á Vesturlandi skiptast á um að halda mótið sem fer fram árlega. Þetta árið kom það í hlut hestamannafélagsins Faxa að halda mótið sem er einstaklingskeppni en einnig stigakeppni á milli hestamannafélag- anna. Skráningarnar voru um 80 og gekk mótið vel fyrir sig í alla staði að sögn móts- haldara. Helstu úrslit á mótinu voru þessi: Tölt T3, A - úrslit, barnaflokkur: 1. Arna Hrönn Ámundadóttir, Bíldur frá Dalsmynni, 5,72. 2. Berghildur Björk Reynisdóttir, Óliver frá Ánabrekku, 5,61. 3. Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Svaðilfari frá Báreksstöðum, 4,89. Fjórgangur V2, A - úrslit, barnaflokkur: 1. Arna Hrönn Ámundadóttir, Bíldur frá Dalsmynni, 5,57. 2. Berghildur Björk Reynisdóttir, Óliver frá Ánabrekku, 5,33. 3. Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Garpur frá Ytri-Kóngsbakka, 4,63. Tölt T3, A - úrslit, unglingaflokkur: 1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Reykur frá Brennistöðum, 6,39. 2. Þorgeir Ólafsson, Myrra frá Leirulæk, 5,78. 3. Atli Steinar Ingason, Diðrik frá Grens- tanga, 5,56. Fjórgangur V2, A - úrslit, unglingaflokk- ur: 1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Reykur frá Brennistöðum, 6,27. 2. Gyða Helgadóttir, Steinn frá Mið - Foss- um, 5,80. 3. Þorgeir Ólafsson, Myrra frá Leirulæk, 5,77. Tölt T3, A - úrslit, ungmennaflokkur: 1. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reyk- hólum, 6,22. 2. Þórdís Fjeldsteð, Snjólfur frá Eskiholti, 5,83. 3. Axel Ásbergsson, Sproti frá Hjarðarholti, 5,83. Fjórgangur V2, A - úrslit, ungmenna- flokkur: 1. Hrefna Rós Lárusdóttir, Hnokki frá Reyk- hólum, 6,40. 2. Sigrún Rós Helgadóttir, Kaldi frá Hofi I, 5,93. 3. Ágústa Rut Haraldsdóttir, Tvífari frá Sauðafelli, 5,67. Fimmgangur F2, A - úrslit, ungmenna- flokkur: 1. Gyða Helgadóttir, Bessý frá Heiði, 5,76. 2. Þorgeir Ólafsson, Urður frá Leirulæk, 5,12. 3. Þórdís Fjeldsteð, Ölva frá Ölvaldsstöðum IV, 4,50. Tölt T3, A - úrslit, opinn flokkur: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Gloría frá Skúfs- læk, 7,44. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Frigg frá Leirulæk, 6,67. 3. Anna Berg Samúelsdóttir, Magni frá Mjóa- nesi, 6,22. Fjórgangur V2, A - úrslit, opinn flokkur: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Ham- arsey, 6,87. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Smellur frá Leysingjastöðum, 6,53. 3. Benedikt Þór Kristjánsson, Kolur frá Kirkjuskógi, 6,40. Fimmgangur F2, A - úrslit, opinn flokk- ur: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Ægir frá Efri- Hrepp, 6,79. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Fengur frá Reykjarhóli, 6,33. 3. Benedikt Þór Kristjánsson, Karri frá Kirkjuskógi, 5,69. Gæðingaskeið, opinn flokkur: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Ægir frá Efri- Hrepp, 7,50. 2. Ólafur Guðmundsson, Niður frá Miðsitju, 6,04. 3. Guðlaugur Antonsson, Maron frá Lundi, 5,75. Skeið, 100 m (flugskeið): 1. Guðlaugur Antonsson, Sörli frá Lundi, 5,17. 2. Máni Hilmarsson, Drýsill frá Efra-Seli, 5,17. 3. Harpa Sigríður Magnúsdóttir, Logi frá Syðstu-Fossum, 4,80. grþ / Ljósm. Belinda Ottósdóttir. Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar réði nýverið Þorstein Steinsson í starf bæjarstjóra og hóf hann störf föstu- daginn 15. ágúst síðastliðinn. Þor- steinn sem er sextugur viðskipta- fræðingur hefur komið víða við en síðast var hann sveitarstjóri á Vopnafirði. „Ég ólst upp á Sauðár- króki og gekk þar í barnaskóla svo ég kalla mig yfirleitt Skagfirðing. Ég lærði síðar viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Eftir námsárin var ég við hin ýmsu störf, meðal ann- ars hjá fjármálaráðuneytinu. Þar byrjaði ég minn feril hjá hinu opin- bera. Síðar var ég ráðinn bæjarritari og fjármálastjóri Hafnafjarðarbæjar og sinnti ég því starfi í tólf ár eða þar til ég var ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði árið 1998. Þar hef ég verið og unað vel þangað til að ég ákvað að breyta til og koma vestur í Grundarfjörð.“ Líst vel á að flytja á Snæfellsnes Þorsteinn flutti til Grundafjarð- ar ásamt eiginkonu sinni, Sigur- björgu Guðmundsdóttur, en sam- an eiga þau þrjú uppkomin börn. Þorsteinn segist sjá marga kosti við að búa í Grundarfriði. „Það er mun styttra frá Grundarfirði til Reykjavíkur en frá Vopnafirði svo við fáum fjölskylduna vonandi oft- ar í heimsókn en áður,“ segir Þor- steinn léttur í lund. Varðandi nýja starfið vill hann ekki lofa of miklu og setja háleit markmið til að byrja með. Hann sér þó mörg tækifæri í Grundarfirði og er bjartsýnn á komandi tíma. „Það er margt sem þarf að gera. Aðalmarkmiðið er þó að lækka skuldir sveitarfélagsins og styrkja atvinnuvegi, meðal ann- ars með því að byggja upp fleiri at- vinnuþætti. Það er margt líkt með Vopnafirði og Grundarfirði en að- allega að bæði eru þetta sveitarfélög þar sem atvinnutækifæri íbúa er að mestu í tengslum við sjávarútveg. Ég er bjartsýnn maður og trúi því að hér sé fjöldi tækifæra í atvinnuveg- um sem hægt er að styrkja enn frek- ar. Eins og sagt er í fótboltanum, ef menn spila vel saman, þá skora þeir mörk. Á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér hef ég strax tekið eftir því að fólkið í Grundarfirði er sam- stillt og vill vinna vel saman. Það er í anda mínum að vera léttlyndur og því tel ég mig passa vel inn í þetta samfélag.“ Hlakkar til að stunda útivist Þorsteinn er ekki hræddur um að leiðast í Grundarfirði en áhuga- málin hans tengjast mest útiveru og náttúru. „Ég er auðvitað hesta- maður eins og Skagfirðingar eru þekktir fyrir. Ég á nokkra hesta en þeir komu hins vegar ekki með mér vestur. Mitt helsta áhugamál hefur samt sem áður alltaf verið að stunda útiveru og njóta náttúrunnar. Það ætti ekki að vera erfitt í Grundar- firði enda náttúran hér alveg hreint stórkostleg og þá sér í lagi fjallaum- gjörðin. Ég hlakka til að ganga og hjóla um hérna á Snæfellsnesi. Ég tel að það felist einnig sóknarfæri í þessari náttúrufegruð hvað atvinnu snertir. Hér eru gríðarlegir mögu- leikar í ferðaþjónustu sem ég tel að eigi bara eftir að fjölga,“ segir Þor- steinn Steinsson, nýráðinn bæjar- stóri í Grundarfirði að lokum. jsb Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda lýsir vonbrigðum með fyrstu afurðaverðskrár haustsins, sem nú hafa litið dagsins ljós frá sláturhúsi KVH og kjötafurðastöð KS. „Verði verðskrár annarra sláturleyfishafa svipaðar er útlit fyrir að afurðaverð standi í stað frá því í fyrra. Það þýðir að verð til bænda verður tæp- ar 600 kr/kg fyrir lambakjöt og 175 kr/kg fyrir annað kindakjöt,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn LS. Þá seg- ir að afurðaverð til íslenskra sauð- fjárbænda sé orðið mjög lágt í al- þjóðlegum samanburði. „Sauðfjár- bændur hvetja sláturleyfishafa til að sækja betur fram í markaðs- og sölustarfi fyrir lambakjöt. Allt út- lit er fyrir að metfjöldi ferðamanna sæki Ísland heim í sumar og í því felast mikil tækifæri. Jafnframt hef- ur komið fram í fréttum að um- frameftirspurn er eftir kjöti á inn- anlandsmarkaði, sem mæta hef- ur þurft með innflutningi. Íslenska lambakjötið hefur ekki verið nýtt til að fylla það tómarúm. Til að byggja greinina upp til framtíðar þarf að styrkja þennan þátt verulega í sessi og efla erlenda markaðssókn um leið,“ segja sauðfjárbændur. mm Bikarmót Vesturlands á Mið - Fossum Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni, Berghildur Björk Reynisdóttir og Óliver frá Ánabrekku og Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Garpur frá Ytri-Kóngsbakka voru í þremur efstu sætum í fjórgangi í barnaflokki. Jakob Svavar Sigurðsson og Váli frá Eystra - Súlunesi I. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Smellur frá Leysingja- stöðum. Sauðfjárbændur lýsa vonbrigðum sínum með afurðaverðskrár Er í mínum anda að vera léttlyndur Spjallað við Þorstein Steinsson nýráðinn bæjarstjóra í Grundarfirði Hér er Þorsteinn að þakka starfsmönnum og fulltrúum úr bæjarstjórn Grundar- fjarðarbæjar fyrir móttökurnar og blómvönd sem honum var færður við upphaf starfa fyrir sveitarfélagið. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.