Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 22
22 abc skólans námskeið í stefnu sem nefnist „The leader in me,“ eða leiðtoginn í mér, eins og það hef- ur verið þýtt á íslensku. „Okkur finnst gríðarlega spennandi að inn- leiða þessa stefnu hér,“ segir Sjöfn. „Hugmyndafræðin gengur m.a.út á að byggja upp sjálfstæði og sjálfs- öryggi, kunnáttu til að ráða fram úr málum, hæfni í samskiptum að geta búið og unnið með öðrum. Ýta undir ábyrgðartilfinningu og sjálfs- öryggi og koma auga á styrkleika sinn og annarra. Einnig að rækta upp skilvirka hlustun og virða skoð- anir annarra. Það eru flestir skólar í Borgarbyggð að taka upp þessa stefnu sem við teljum að geti leitt margt gott af sér.“ Hraunborg Leikskólinn Hraunborg er á Bif- röst og rekinn af Hjallastefnunni samkvæmt samkomulagi við Borg- arbyggð. Hraunborg er háskóla- leikskóli og fjöldi barna getur því sveiflast mikið á milli anna í skól- anum. Pálína Jörgensdóttir er yf- irmanneskja á staðnum núna, en ekki hefur verið ráðinn leikskóla- stjóri. Það eru 33 börn sem byrja núna í skólanum og í þetta sinn hef- ur skólinn undanþágu til að taka 12 mánaða gömul börn, vegna skorts á dagmömmum. Pálína segir að aldrei sé fullmann- að fyrr en háskólinn byrjar því þá sést starfsmannaþörfin en núna eru 8 starfsmenn og þar af 2 leikskóla- kennarar. Leikskólanum er skipt niður í tvær deildir sem samkvæmt hugmundafræði Hjallastefnunn- ar er byggt á hugsjónum um jafn- rétti og velferð hvors kyns fyrir sig. Pálína segir að reynt sé að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurs- hópa, kynja og einstaklinga. Stuðl- að er að því eftir fremsta megni með jákvæðni, gleði og kærleika að leiðarljósi sem sýni sig í sam- skiptum starfsfólks við hvert annað, börn og foreldra. „Hér á Hraunborg nýtum við þessa frábæru náttúru sem skólinn er staðsettur í. Við kennum börn- unum að skynja náttúruna og njóta umhverfisins ásamt með því að nýta hana, ganga vel um og sýna henni og öllu virðingu. Hjallastefnunni er einnig ætlað að þjálfa aga og hegð- un á jákvæðan og hlýlegan hátt, ásamt hreinskiptni. Við reynum að skapa samfélag innan hvers skóla þar sem þessir hlutir eru hafðir að leiðarljósi.“ Segir Pálína Jörgens- dóttir settur leikskólastjóri. Klettaborg í Borgarnesi Í september verða 55 nemendur í leikskólanum Klettaborg, þeim fjölgar svo í vetur um leið og börnin á biðlistanum ná 18 mánaða aldri. Í leikskólanum eru þrjár aldursskipt- ar deildir sem heita Ólátagarð- ur, Kattholt og Sjónarhóll. Stein- unn Baldursdóttir er leikskólastjóri Klettaborgar þar sem starfað hef- ur verið eftir hugmyndafræði John Dewey. „Áhersluatriðin eru sam- skipti, skapandi starf og nám án að- greiningar. Unnið er að tveimur þróunarverkefnum sem eru Leik- skólalæsi og Heilsueflandi leikskóli. Í Klettaborg eru 11 leikskólakenn- arar og 10 leiðbeinendur sem allir hafa starfað lengi í leikskólanum. Steinunn segir einn af styrkleik- um leikskólans vera stöðugleiki í starfsmannahaldi. „Starfsmanna- hópurinn er samrýmdur og við vinnum vel saman, meðalstarfsaldur í Klettaborg er tæplega 15 ár. Hér býr mikil reynsla og fagmennska, við erum þroskaður vinnustaður þar sem leikskólastarfið er í stöð- ugri þróun og endurskoðun“ Um þessar mundir er verið að innleiða verkefnið „Leiðtoginn í mér/The leader in me,“ sem hefur náð góðum árangri víðsvegar um heiminn. Það felst í því að innleiða leiðtogahugsun inn í skólastarfið og skapa menningu byggða á sjö venj- um til árangurs. „Slík menning fel- ur í sér aðstæður þar sem hver ein- staklingur fær tækifæri til að byggja á eigin styrkleikum. Metnaður okk- ar liggur í að koma til móts við öll börn og er börnum með sérþarf- ir sinnt vel með áherslu á að þau hafi sömu tækifæri og önnur börn. Við erum einnig með ákveðið dags- skipulag þar sem hver dagur geng- ur í stórum dráttum eins fyrir sig. Með því teljum við að börn öðlist traust og grundvallar öryggi,“ seg- ir Steinunn Baldursdóttir og bætir við í lokin að einkunnarorð Kletta- borgar séu; sjálfstæði, virðing og gleði. Ugluklettur Leikskólinn Ugluklettur er í Borg- arnesi og þar verða 65 nemend- ur í vetur í þremur aldursskiptum deildum. Skólastarfið hófst 7. ágúst og yngstu börnin sem tekin eru inn á Ugluklett eru 18 mánaða göm- ul. Kristín Gísladóttir leikskóla- stjóri segir einkunnarorð skól- ans vera leikur, virðing og gleði. „Í samræmi við þau, er markmið- ið með opnu dagsskipulagi að ná fram mikilvægi leiksins og að gefa börnunum tíma til þess að þróa hann, styðja við og efla frjálsan leik barnanna, bera virðingu fyrir fjöl- breytileikanum innan hópsins og stuðla að gleði og frjálsræði í starf- inu öllu,“ segir Kristín. „Á Uglukletti ríkir sú trú að leik- urinn sé aðal námstæki barnanna. Í gegnum hann aukist sjálfstæði þeirra og að þau fái tækifæri til þess að koma sínum hugmynd- um á framfæri í gegnum hann. Opið dagsskipulag gefur börnun- um tækifæri til þess að finna við- fangsefni án utanaðkomandi stýr- ingar og velja því eftir áhuga sín- um hverju sinni. Virðing er borin fyrir þeim fjölbreytileika sem rík- ir í barnahópnum og börnin læra að stjórna eigin athöfnum og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Gleðin er mikilvægur þátt- ur í námi barna og með opnu dags- skipulagi næst fram jákvætt and- rúmsloft þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að vinna að sínum verkefnum. Með gleði og vellíðan að leiðarljósi verður nám barnanna jákvæð upplifun,“ segir Kristín. Ugluklettur er leikskóli sem vinnur eftir hugmyndum jákvæðr- ar sálfræði og hugmynda um flæði og er meðal annars lögð áhersla á að börnin finni sér sjálf viðfangs- efni. „Við viljum að börnin séu sjálfstæð og sterk og viti hvað þau vilja í lífinu,“ segir Kristín. „Vinna við þessa hugmyndafræði hófst árið 2008, en flæði er ástand þar sem einstaklingurinn er svo niður- sokkinn í athöfn að ekkert annað kemst að. Starfsfólkið spilar stórt hlutverk í að skapa þær aðstæður svo barnið hafi möguleika til að ná þessu fram.“ Í byrjun árs fóru allir starfs- menn leikskólans á námskeið í hugmyndafræði The Leader in me, TLiM, sem gengur út á það að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að tak- ast á við áskoranir í lífi og starfi. Tilgangurinn er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldar- innar, ekki að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur hjálpa hverjum og einum til að blómstra, verða sá besti sem hann getur orð- ið. Í grunninn byggir TLiM upp skilning og færni til að geta bor- ið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mótað líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskipta- hæfni nemenda og starfsfólks. „Okkur finnst þessi hugmynda- fræði hafa mikinn samhljóm við það sem við höfum verið að gera í Uglukletti og hlökkum við mik- ið til þess að dýpka þekkingu okkar á þessu sviði og styrkja enn frekar það starf sem fram fer í leikskólan- um, segir Kristín Gísladóttir leik- skólastjóri. Snæfellsbær Í Snæfellsbæ eru starfræktir tveir leikskólar; Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi. Samtals eru 116 börn í þessum leikskólum. Krílakot í Ólafsvík Á Krílakoti í Ólafsvík verða 72 börn í vetur, 60 á leikskólanum sjálfum og 12 á Bangsakoti. Starfs- menn eru 22 talsins og þar af sex faglærðir. Skólanum er skipt nið- ur í þrjár deildir; Rauðu deildina, Það er yfirleitt alltaf gaman að mála. Hér eru tveir ungir nemendur Klettaborgar í Borgarnesi. Sú stefna hefur verið ráðandi í leikskólum Hjallastefnunnar að hafa skólabúning. Hér eru tveir hressir nemendur á ferð í leikskólanum Hraunborg. Náttúran býður upp á endalausa möguleika og er það nýtt í starfi Hraunborgar á Bifröst. Fjaran er skemmtilegur leikvöllur að margra mati. Hér eru börnin af Uglukletti í fjöruferð. Eins og sjá má eru oft gríðarlegar byggingaframkvæmdir í leikskólum. Það er ekkert öðruvísi á Uglukletti í Borgarnesi. Leikskólabörnin á Sólvöllum í Grundarfirði líta yfir bæinn sinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.