Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 29
29 Bæjarhátíðin Danskir dagar var haldin hátíðaleg í Stykkishólmi um síðustu helgi. Vegleg dagskrá var í boði alla helgina fyrir börn og fullorðna. Að sögn aðstand- enda hátíðarinnar lagði fjöldi fólks leið sína í Hólminn um helgina og gekk hátíðin vel þrátt fyrir að veðrið hafi leikið hátíðargesti grátt á föstudeginum. „Fyrir utan sameiginlega bæjargrillið á föstu- deginum sem hálfpartinn koðnaði niður vegna veðurs þá gekk hátíð- in mjög vel. Það rættist svo sann- arlega úr veðrinu og á laugardag- inn var komið frábært veður. Það var því vel sótt á alla viðburði og erum við sem stóðum að Dönsk- um dögum í ár hæstánægð með hvernig tókst til,“ segir Mattías Þorgrímsson, annar framkvæmd- arstjóra Danskra daga, í samtali við Skessuhorn. jsb/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Rættist úr veðri þegar á leið Danska daga Malla og Kiddi fengu viðurkenningu frá umhverfisráði Stykkishólms fyrir snyrtilegan garð. Sveppi og Villi skemmtu yngri kynslóðinni. Aksjón Lionsmanna í Stykkishólmi er ávallt vinsæll viðburður á Dönskum dögum. Jón Arnór töframaður mætti og fram- kvæmdi mögnuð töfrabrögð. Hann varð annar í vor í keppninni „Ísland got talent,“ sem sýnd var á Stöð2. Mattías Þorgrímsson og Ágústa Jónsdóttir framkvæmdastjórar Danskra daga ásamt Jóhönnu systir Ágústu á kvöldskemmtuninni á laugardeginum. Mikið af fólki var saman komið í brekkunni á hátíðarsvæðinu og sat vel dúðað og fylgdist með kvöldskemmtuninni. Flugeldasýning Danskra daga bindur endahnút á hátíðina. Hún var að vanda glæsileg. Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Um er að ræða 70% stöðu í skemmtilegu en krefjandi starfi, sem hentar vel fyrir öflugan og áhugasaman einstakling. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni:  Verkefnavinna á vegum Átthagastofu  Umsjón með Byggðasafni/Pakkhúsi  Umsjón með Upplýsingamiðstöð og tjaldsvæðum  Markaðs- og kynningarmál Snæfellsbæjar  Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur:  Menntun sem nýtist í starfi – háskólapróf æskilegt  Góð tölvukunnátta (word, exel, Powerpoint ásamt interneti)  Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku  Samskiptahæfileikar, þolinmæði og útsjónarsemi Kostir:  Góð þekking á átthagafræði Snæfellsbæjar  Reynsla af verkefnastjórnun og skipulagninu verkefna  Reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu  Möguleiki á þriðja tungumáli  Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi Áskiljum okkur rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Ráðið verður samkvæmt kjarasamingi samflots bæjarstarfsmannafélaga og launanefnda sveitarfélaga. Umsókn, kynningarbréf og ferilskrá sendist atthagastofa@snb.is merkt „verkefnastjóri“. Umsóknarfrestur er til 28.ágúst 2014 Nán ri upplýsingar veitir Kristí Bj rg í síma 433 6929. A� tthagastofa Snæfellsbæjar Kirkjutúni 2 - 355 Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.