Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Skapandi hugsun eða páfagaukafræði? Um þessar mundir setjast þúsundir á skólabekk hér á Vesturlandi. Líklega rétt um fimm þúsund eintaklingar á öllum aldri. En kemur það sem kennt er í dag, að notum á morgun? Er menntakerfið okkar á réttri leið? Af hverju tekur það íslenskt skólakerfi tveimur árum lengri tíma að útskrifa stúd- enta en nágrannaþjóðir okkar? Svari hver fyrir sig um snerpu og aðlögun- arhæfni kerfisins. Í heimi vaxandi samkeppni þurfum við snerpu til að að- lagast breyttum aðstæðum. Nú er heimurinn nefnilega gjörólíkur því sem hann var og mun örugglega halda áfram að breytast. Landamæri eru sífellt að mást út hjá unga fólkinu okkar og því er jafn- vel tamara að tala ensku en sjálft móðurmálið. Í dag eigum við einmitt að mennta fólk með það fyrir augum að það verði víðsýnna hvort sem það hugsar á ensku eða íslensku. Þegar út á vinnumarkaðinn kemur mun það nefnilega starfa í alþjóðlegu samfélagi þar sem enska eða franska er málið. Engu skiptir að við fæðumst og ölumst upp á einangraðri eyju úti í ballar- hafi. Hingað fljúga nefnilega tugir flugfélaga og það er ekki lengur eins og við verðum að panta flug með Icelandair ætluðum við út fyrir landstein- ana. Þrátt fyrir þessar öru breytingar skal enn þverskallast við að móta alla í sama formið. Börnin okkar eru látin taka stöðluð próf sem kennd eru við PISA, eða aðra samræmingu af einhverju tagi. Og ef þau mælast und- ir meðallagi eru skólarnir sagðir ómögulegir. Þessi PISA próf eru að líta á menntun út frá alltof þröngu og úreltu sjónarhorni. Hver segir til dæmis að það sé verið að kenna „réttu“ stærðfræðina alls staðar í heiminum? Hver segir að Siggi litli eða Gunna séu léleg í íslensku þótt réttritunin sé ekki í fullkomnu lagi? Kannski er Siggi litli fljúgandi hagmælskur og Gunna þekktur ljóðaunnandi, en það er bara ekki spurt að því í PISA. Nei, ennþá skal „PISA“ hlutina í íslenska menntakerfinu og fyrir vikið verða allir eins, líkt og verksmiðjuframleiddar tuskubrúður. Þessi hræðilega stöðlun gerir það að verkum að nú skortir okkur fólk sem á auðvelt með að hugsa út fyr- ir rammann. Fólk sem tileinkar sér skapandi hugsun, hefur frjótt ímyndun- arafl og reynslu af fleiru en að sitja með ferköntuð augu fyrir framan tölvu- skjái og reyna að reikna einhverjar formúlur sem einhver PISA sagði að all- ir ættu að kunna. Mikilvægustu störfin í dag og í næstu framtíð munu verða í greinum sem sífellt færri ungmenni velja að læra. Eftirspurn eftir fólki á okkar litla atvinnumarkaði er í engu samræmi við þau fög og þau fræði sem fólkið okkar er að læra. Hið ríkisrekna og kerfislæga menntakerfi heldur áfram að dæla út fræðingum sem útilokað er að veita störf við hæfi þegar úr skóla er komið. Nei, okkur vantar fólk sem getur hugsað út fyrir rammann og fær að rækta hæfileika sína. Okkur vantar menntakerfi sem er frjálslynd- ara en það sem nú er í boði. Þar sem prófað verður í hver er besti uppfinn- ingamaðurinn eða hver er fljótastur að „Googla“ réttu svörin við einhverj- um spurningum. Fólk sem getur bjargað sér. Vegna örrar þróunar í tækni og vísindum er hægt að gefa sér að skólar í dag þurfi með einhverju móti að undirbúa nemendur undir störf sem sem ekki er búið að finna upp. Þegar fram í sækir verði notuð tækni sem hefur ekki hefur verið uppgötvuð og mun því leysa vandamál sem enn hafa ekki komið upp. Við þurfum skólakerfi á öllum skólastigum sem hvetur til skap- andi hugsunar. Við eigum ekki að kenna unga fólkinu okkar innantóm- ar formúlur. Við eigum að kenna því hvar það getur leitað svara við reikn- ingsdæmunum, komi þau upp. Það á ekki að troða í börnin okkur algebskri páfagaukafræði af því afar okkar og ömmur þurftu að læra þau. Skólar sem það gera munu sitja eftir þegar fram í sækir. Ekki bara hér á landi heldur í heimi þar sem landamæri verða sífellt ógreinilegri. Magnús Magnússon Húsnæðisskortur er orðið viðvar- andi vandamál á Reykhólum og hefur staðið nauðsynlegri fjölgun starfsfólks í ýmsum greinum fyrir þrifum. Að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur, sveitarstjóra Reyk- hólahrepps, er þetta staðbund- ið vandamál sem hefur verið að færast í aukana að undanförnu. „Þetta hefur aukist frekar en hitt núna, sér- staklega með til- komu nýju salt- verksmiðjunn- ar hér á Reyk- hólum. Það hef- ur verið þörf á fleira starfsfólki hingað á svæð- ið og dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Barmahlíð hefur verið í sömu vandræðum. Vandinn er sá að allir sem búa hérna núna eru í störfum þannig að það vantar fleira starfs- fólk á svæðið en ekki er til hús- næði fyrir það allt,“ segir Ingibjörg í samtali við blaðamann. Hún seg- ir sveitarfélagið hafa klárað að fjár- magna byggingu parhúss árið 2010 en bygging þess hafi verið eins og dropi í hafið. „Sveitarfélagið á í dag ellefu íbúðir sem allar eru í stöðugri notkun. Saltverksmiðjan keypti ný- lega óíbúðarhæft húsnæði sem ver- ið er að láta gera upp en það verður líka eins og dropi í hafið. Saltverk- smiðjumenn hafa því gert samn- ing við gistiheimili hér sem hýsir starfsmenn fyrirtækisins eina viku í senn. Það er eitt hús á svæðinu sem er orðið gamalt og mætti gera upp og eins eru tvö hús í þorpinu sem notuð eru sem sumarhús. Annars er búið í öllum öðrum húsum.“ Ingibjörg Birna segir að nú sé kominn sá tími að það þurfi að leggjast vel yfir þessi mál og finna lausnir. „Við höfum verið að bíða eftir því að einhver fari út í það að byggja en byggingakostnaður er svo hár í dag, leiguverð hér er lágt og flest starfsfólkið sem býr hér er í láglaunastörfum svo það er ólíklegt að úr því verði í bráð. En við þurf- um að fara yfir málin og finna lausn á þessum húsnæðisvanda.“ Mikil uppbygging á svæðinu Ingibjörg segir að mikill uppgang- ur hafi verið í nýsköpun á svæðinu og ýmis verkefni séu á döfinni. „Við höfum mjög mikið úrval af lóðum undir allskyns húsnæði, bæði fyr- ir einbýlishús, raðhús, parhús og fleira. Á síðasta ári var sótt um þrjár iðnaðarlóðir og búið er að byggja á tveimur þeirra. Til viðbótar við það er búið að sækja um eina iðn- aðarlóð í viðbót á þessu ári, þannig að hér er mikil uppbygging,“ seg- ir hún. Ýmislegt er á döfinni varðandi frekari nýsköpunarverkefni á Reyk- hólum. Að sögn Ingibjargar er gert ráð fyrir frekari vinnslu á þara og virðisaukningu á svæðinu miðað við framtíðarsýn Þörungaverksmiðj- unnar. „Þeir eru komnir með leyfi til framleiðslu á þara til manneld- is og eru bara að eflast og stækka. Þá er starfsemi Norðursalts allt- af að færast í aukana. Þetta er ekki nema ársgamalt fyrirtæki og þeir eru nú þegar farnir að flytja salt- ið út til Danmerkur og Þýskalands. Þeir voru að sækja um aðra lóð til að byggja upp lager og hafa áhuga á að fara að framleiða aðrar vörur samhliða saltinu. Að auki er Jón Árni í Gullsteini búinn að koma sér upp iðnaðarhúsnæði. Hann fékk nýsköpunarstyrk og er í framleiðslu á þara til manneldis, þaratöflum, ásamt fleiri verkefnum svo sem hunda- og kattanammi sem unnið er úr harðfisk.“ Ingibjörg Birna bætir því við að heilsulind tengd sjávarböðum að Reykhólum hafi lengi verið í býgerð og nýlega hafi verið farið í skipu- lagsbreytingar vegna þess. „Sam- hliða breytingu á aðalskipulagi hef- ur verið unnið að tillögu að deili- skipulagi fyrir sjávarböðin að Reyk- hólum. Um er að ræða uppbygg- ingu á SjávarSmiðjunni, þar sem boðið er upp á þaraböð unnin úr þara úr Þörungaverksmiðjunni og úr heita hveravatninu á Reykhól- um. Nú stendur til að byggja upp baðaðstöðu, spa og hótel,“ segir Ingibjörg um uppganginn á svæð- inu. „Okkur vantar sem sagt fólk hingað. Við höfum störf fyrir alla og pláss fyrir börn bæði í leikskól- anum og skólanum, en okkur vant- ar húsnæðið,“ segir Ingibjörg Birna sveitarstjóri í Reykhólahrepp. grþ Byggðarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum 6. ágúst síð- astliðinn að stofnaður verðir nýr Íþrótta- og tómstundaskóli í sveit- arfélaginu. Verður verkefnið í nánu samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar. Gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist um næstu áramót. „Undirbúningur er í fullum gangi og stefnt er að undirritun samnings á milli Borgarbyggðar og UMSB í næsta mánuði. Í framhaldi af því verður ráðinn tómstundafulltrúi til UMSB sem mun hafa umsjón með verkefninu í samstarfi við fræðslu- stjóra og skólastjóra grunnskól- anna. Fyrirkomulag starfseminnar verður kynnt nánar fyrir foreldr- um, nemendum og starfsfólki með góðum fyrirvara þegar nær dreg- ur,“ segir Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri Borgarbyggðar. Fram að áramótum verður tóm- stundastarf í Borgarbyggð þó með óbreyttu sniði frá því sem verið hefur. Skráning í Tómstundaskóla og lengda viðveru í grunnskólum Borgarbyggðar fer fram í framhaldi af skólasetningu líkt og verið hefur undanfarin ár. mm Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Skortur á húsnæði er vandamál á Reykhólum Ingibjörg Birna Erlings- dóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fjárfesting í nýsköpun leiðir til vaxtar á Reykhólum, en það skortir íbúðarhús- næði. Svipmynd frá frjálsíþróttaskóla í Borgarnesi þegar Þórey Edda Elísdóttir var leiðbeindi í stangarstökki. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Stofna nýjan íþrótta- og tómstunda- skóla í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.