Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 8
RITST JÚRNARGREIIUAR
Pví verður að taka þessi mál til gagngerrar
endurskoðunar. Læknadeildin verður að mæta
þessum breytingum með skipulagningu formlegr-
ar sumarkennslu þar sem hvergi er slakað á
gæðakröfum. Rýmka þarf um fjöldatakmarkanir
í læknadeild vegna síaukins skorts á unglæknum
og breyttra aðstæðna á vinnumarkaði. Sjúkrahús-
ið þarf að bæta vinnuaðstöðu og vinnutilhögun
og reyna að standa undir nafni sem háskóla-
sjúkrahús. Læknanemar og unglæknar þurfa að
sjá sér hag í því að tilheyra öflugu stéttarfélagi.
Þeir þurfa að nýta sér þá möguleika sem nýir
kennsluhættir leiða til. Læknastéttin verður öll að
halda vöku sinni í þessu máli og axla í sameiningu
þá ábyrgð að miðla áfram þekkingu sinni til kom-
andi kynslóða lækna.
Gleðilegt sumar.
Atacand Plus AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; C90 DA60 R B (Sérlyfjaskrártexti)
Hver tafla inniheldur Candesartanum, INN, cílexetll 16 mg og Hydrochlorothiazidum INN 12,5 mg. Ábendlngar: Hár blóðþrýstingur, þegar meðferð með einu lyfi hefur ekki reyr.st nægjanleg. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Ráðlagður skammtur
er 1 tafia á dag. Blóðþrýstingslækkandi áhrif nást að mestu innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið á að taka inn einu sinni á dag með eða án matar. Aldraðir: Ekki er nauðsynlegt að breyta skðmmtun lyfsins hjá öldruðum. Böm: Ekki hefur
verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá börnum. Skert nýrnastarfsemi: Ekki þarf að breyta skömmtum lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi, sem hafa kreatíninklerans ( 30 ml/mín./1,73 m2 líkamsyfirborðs. Skert lifrarstarfsemi:
Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga eða meðalskerta lifrarstarfsemi. Sjúklingar með mjðg skerta lifrarstarfsemi og/eða gallteppu eiga ekki að nota lyfið. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins eða
jyrir súlfónamíðlyfjum (hýdróklórtíazíð er súlfónamíðafleiða). Meðganga og brjóstagjöf (sjá sérkafla). Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínínklerans < 30 ml/min./1,73 m2 likamsyfirborðs). Alvarlega skert lifrarstarfsemi og/eða gallteppa. Þvagsýrugigt.
Sérstök varnaöarorö og varúöarreglur viö notkun: Nýrnaslagæðaþrengsli (renal artery stenosis): rACE hemlar, sem verka á renín-angíótensin-aldósterón kerfið, geta aukið þvagefni í blóði og kreatínín (sermi hjá sjúklingum með slagæðaþrengsli
til beggja nýrna eða í nýrnaslagæð ef aðeins eitt nýra er til staðar. Búast má við svipuðum áhrifum af völdum angfótensín II viðtakablokka. Skert blóðrúmmál: Lyf sem hafa áhrif á renin angíótensin-aldósterón kerfið geta valdið einkennum vegna
lágþrýstings ef sjúklingurinn hefur skert blóðrúmmál eða natriumskort í blóði. Slíkt skal lagfæra áður en byrjað er að nota lyfið. Skert nýrnastarfsemi / nýrnaígræðsla: Þegar lyfið er gefið sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er mælt með þvi að
fylgst sé reglulega með gildum kalíums, kreatíníns og þvagsýru. Engin reynsla liggur fyrir af notkun lyfsins hjá sjúklingum sem nýverið hafa gengist undir nýrnaigræðslu. Osæðar- og míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilli með útstreymishindrun
(obstructive hypertrophic cardiomyopathy): Gæta skal sérstakrar varúðar hiá sjúklingum með blóðrennslistruflanir vegna ósæðar- eða míturlokuþrengsla eða hjartavöðvakvilla með útstreymishindrun. Truflanir á saltbúskap: Við notkun þvagræsilyfja
á aö fyigjast með sermisgildum salta. Hýdróklórtiazíð getur valdið röskun á vökva- eða saltjafnvægi. hækkun á kalsíum, lækkun á kalíum, natríum, magnesium og sýrustigstruflun (hypochloraemic alkalosis). Kalíumlækkun í kjölfar hýdróklórtíazíðs
virðist minni þegar það er notað með candesartan cílexetili. Með hliðsjón af reynslu af notkun annarra lyfja sem hafa áhrif á renin-angiótensín-aldósterón kerfið, getur samtimis notkun Atacand® Rlus og kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbótar
eða saltuppbótar eða annarra lyfja sem geta aukið kalíumgildi i sermi, leitt til aukningar á kalíummagni í sermi. Áhrif á efnaskipti og innkirtla: Meðferð með tíazið þvagræsilyfjum getur skert sykurþol. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum
sykursýkilyfja, þ.m.t. insúlíns. Sykursýki getur komið í Ijós vegna meðferðar með tíaziði. Hækkuð gildi kólesteróls og þríglýseríða hafa verið tengd þvagræsilyfjum af flokki tiazlða, en 12,5 mg skammtur svo sem í Atacand® Plus hefur litil áhrif.
Þvagræsilyf af flokki tíaziða auka þéttni þvagsýru i sermi og geta valdið þvagsýrugigtarkasti. Almennt: Sumir sjúklingar eru háðir virkni renin-angiótensln-aldósterón kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun eða nýmasjúkdóm). Meðferð
með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi, geta valdið bráðri blóðþrýstingslækkun. blóðnituraukningu. þvagþurrð eða jafnvel bráðri nýrnabilun. Ekki er hægt að útiloka svipuð áhrif af völdum angiótensin II viðtakablokka. Of mikil lækkun á blóðþrýstingi
getur leitt til kransæðastíflu eða heilablóðfalls hjá sjúklingum með hjartakvilla af völdum blóðþurrðar (ischaemic heart disease) eða æðasjúkdóms í heila (atherosclerotic cerebrovascular disease). Mllliverkanlr viö önnur lyf og aörar milliverkanir:
Blóðþrýstingslækkandi áhrif Atacand® Plus geta aukist ef önnur blóðþrýstingslækkandi lyf eru notuð samtímis. Gera má ráð fyrir að kalíumminnkandi verkun hýdróklórtíaziðs geti aukist af völdum annarra lyfja sem tengjast kaliumtapi og
blóðkalíumlækkun (t.d. önnur þvagræsilyf sem valda kalíumtapi, hægðalyf, amfóterisín, karbenoxólón og salísýlsýruafleiður). Blóðkalíumlækkun og blóðmagnesíumlækkun af völdum þvagræsingar eykur hættu á eiturverkunum á hjarta af völdum
digitalis glýkósíða og lyfja við hjartsláttartruflunum. Þegar Atacand® Plus er gefið með slikum lyfjum er mælt með þvi að fylgst sé reglulega með kalíumgildum i sermi. Greint hefur verið frá hækkun á litiumþéttni i sermi og auknum eiturverkunum
litíums, sem hvort tveggja gengur til baka, við samtímis notkun litiums og ACE-hemla eða hýdróklórtíazíðs. Því er ráðlagt að fylgst sé náið með litiumgildum í sermi við samtímis notkun lyfjanna. Bólgueyðandi gigtariyf (NSAID) minnka þvagræsandi,
natríumlosandi og blóðþrýstingslækkandi verkun hýdróklórtlaziðs. Kólestípól og kólestýramín minnka frásog hýdróklórtíaziðs. Fæðuneysla hefur ekki áhrif á aðgengi lyfsins. Meöganga og brjóstagjöf: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá konum
á meðgöngu en í dýrarannsóknum á candesartan cflexetíli hafa sést nýrnaskemmdir seint á fósturstigi og hjá nýburum. Verkunin er talin verða fyrir tilstilli lyfjafræðilegra áhrifa á renín-angíótensin-aldósterón kerfið. Nýrnagegnflæði hjá fóstrum
manna, sem er háð þroska renín-angiótensín-aldósterón kerfisins, hefst á öðrum þriðjungi meðgöngu. Áhættan fyrir fóstur eykst því, ef lyfið er gefið á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu. Hýdróklórtiazíð getur minnkað plasmarúmmál sem og
blóðflæði um leg og fylgju. Það getur einnig valdið blóðflagnafæð hjá nýburum. Byggt á ofannefndum upplýsingum. skal ekki nota lyfið á meðgöngu. Ef kona verður þunguð meðan á meðferð stendur, skal hætta töku lyfsins. Ekki er vitað hvort
candesartan skilst út í brjóstamjólk. Hýdróklórtlazíð skilst út I brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á aukaverkunum á brjóstmylking, skal hætta brjóstagjöf ef taka lyfsins er talin óhjákvæmileg. Áhrlf á hæfni til aksturs og notkunar véla:
Áhrif lyfsins á hæfni manna til aksturs bifreiða og til stjórnunar vinnuvéla hafa ekki verið rannsökuð, en með hliðsjón af lyfhrifum þess er óliklegt að það hafi nokkur áhrif á þessa hæfni. Við akstur bifreiða og stjórnun vinnuvéla skal hafa í huga að
sjúklingur sem meðhöndlaður er við háþrýstingi, getur stöku sinnum fundið fyrir sundli eða þreytu. Aukaverkanlr: I rannsóknum voru aukaverkanir vægar, gengu fljótt yfir og voru sambærilegar við lyfleysu. Ekkert samband var á milli aukaverkana
annars vegar og aldur eða kyns hins vegar. Algengar (>1%): Almennar: Höfuðverkur, bakverkir, svimi. Öndunarvegur: Sýkingar [ öndunarvegi. Sjaldgæfar (0,1%-1%): Hjarta- og æðakerfi: Fyrsta stigs AV-blokk. Meltingarvegur: Uppköst. Einstaka
sinnum veldur meðferð með lyfinu ofsabjúg. Rannsóknaniðurstöður: Lyfið getur aukið þvagsýru, blóðsykur og ALAT (S-GPT) í sermi og einstaka sinnum verður minnkun á blóðrauða og aukning á ASAT (S-GOT) í sermi. Hýdróklórtíazíð veldur
örsjaldan gulu (intrahepatic cholestatic jaundice), brisbólgu, hvitírumnafæð (leukopenia), hlutleysiskymingafæð (neutropenia)/kyrningahrap (agranulocytosis), blóðflagnafæð, vanmyndunarblóðleysi (aplastic anaemia), blóðlýsublóðleysi (hemolytic
anaemia), auknu Ijósnæmi, æðabólgu með drepi (necrotising angitis), drepi í húðþekju (toxic epidermal necrolysis), bráðaofnæmi, andnauð (þar á meðal lungnabólga og lungnabjúgur), skertri nýrnastarfsemi og millivefjanýrnabólgu (interstitial
nephritis). Ofskömmtun: Einkenni: Með hliðsjón af verkunarhætti lyfsins má gera ráð fyrir að helstu einkenni ofskömmtunar séu lágþrýstingur og sundl. Ofskðmmtun með hýdróklórtíazíði lýsir sér einkum með bráðu vökva- og saltatapi. Einnig
geta sést sundl, lágþrýstingur, þorsti, hraðtaktur, hjartsláttartruflanir frá sleglum, slæving/skert meðvitund og vöðvakrampi. Meðferð: Engar sértækar upplýsingar liggja fyrir um meðferð við ofskömmtun með Atacand® Plus. Eftirfarandi er þó ráðlagt
við ofskömmtun. Þegar það á við er mælt með að uppköst séu framkölluð og magaskolun beitt. Ef fyrir kemur lágþrýstingur með einkennum skal veita meðhöndlun við þeim og fylgjast með mikilvægustu likamsstarfsemi. Sjúklingur skal liggja á
bakinu með hærra undir fótum. Ef það nægir ekki, skal auka plasmarúmmál með innrennslislyfi, t.d. saltvatnslausn. Kanna skal salt- og sýrujafnvægi og leiðrétta það, gerist þess þörf. Adrenvirk lyf má gefa ef ofannefnt reynist ófullnægjandi. Ekki
er hæg, að fjarlægja candesartan með blóðskilun. Ekki er vitað í hve miklum mæli er unnt að fjariægja hýdróklórtiazið með blóðskilun. Pakkningar: 28 stk. (þynnupakkað): 3.640 kr. 98 stk. (þynnupakkað): 10.460 kr.
Umboö á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hðrgatúni 2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366
544 Læknablaðið 2002/88