Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 19 Faraldsfræði í dag Klínísk faraldsfræði í síðasta pistli var byrjað að fjalla um sértæki, næmi og aðgreiningarhæfni rannsókna eða prófa. Þessi hugtök lýsa getu eða hæfileika prófa til að skilja á milli einstaklinga sem hafa eða hafa ekki tiltekinn sjúkdóm. Næmi gefur til kynna líkur á því að próf sé jákvætt meðal einstaklinga sem vitað er að hafa sjúk- dóminn. Stundum er því næmi kallað sönn jákvæðni (true positive rate). Á sama hátt endurspeglar sér- tæki líkur á því að próf sé neikvætt meðal þeirra sem þekktir eru að því að hafa ekki sjúkdóminn og er því stundum nefnt sönn neikvæðni (true negative rate). Saman segja næmi og sértæki til um aðgreiningar- hæfni prófa, það er hæfni þeirra til að greina milli sjúkra og heilbrigðra einstaklinga. En hvemig vitum við hver er aðgreiningarhæfni, næmi og sértæki tiltekins prófs? Utreikningur á þess- um gildum miðast við að raunverulegt sjúkdóms- ástand einstaklinga sé þekkt og sé notað sem viðmið (gold-standard). Þama vandast málið talsvert - hver er viðmiðunin? Hver er besti mælikvarðinn á hið raunverulega sjúkdómsástand? Þegar ný próf eða rannsóknaraðferðir koma fram er aðgreiningarhæfni þeirra yfirleitt miðuð við niðurstöður þeirra eldri að- ferða sem álitnar voru bestar. Gallinn er hins vegar sá að aðgreiningarhæfni nýja prófsins byggist þá á kostum og göllum hins eldra þannig að ef til dæmis eldra prófið (sem notað er sem viðmið) var mjög næmt og hafði háa falska jákvæðni (false positive rate) leiðir það til þess að nýja prófið virðist hafa lélegt næmi þó að það sé í raun nákvæmara og hafi betri aðgreiningarhæfni en eldra prófið. Næmi og sértæki eru þannig mjög háð þeim stöðl- um eða viðmiðum sem litið er til við skilgreiningu þeirra. Hins vegar eru næmi og sértæki óháð algengi sjúkdóms (prevalence) í þýðinu og lýsa því getu prófs til að greina milli sjúkra og heilbrigðra án tillits til þess hve algengur sjúkdómurinn er. Aðrir eigin- leikar þýðisins geta þó skipt máli við mat á aðgrein- ingarhæfni prófa. Næmi og sértæki prófs geta verið háð stigi sjúkdómsins sem það á að greina eða jafnvel því hvort aðrir sjúkdómar eru til staðar eða hvort sjúklingur er á ákveðnum lyfjum. Þættir sem snúa að ferlinu við rannsókn sjúklinga geta einnig haft áhrif með því að leiða til kerfisbundinnar skekkju við mat á næmi og sértæki. Ef neikvæð niðurstaða ákveðins prófs leiðir til þess að rannsókn er hætt er auðvitað líklegra að sjúkdómurinn sem verið var að leita að greinist ekki, að minnsta kosti ekki fyrr en síðar. Þar með virðist prófið hafa lægra næmi. Ef jákvæð niður- staða leiðir á hinn bóginn til þess að rannsókn er haldið áfram og fleiri próf gerð er sjúkdómurinn lík- legri til að greinast og þar með virðist sem um næm- ara próf sé að ræða. Af öllum þessum sökum er vara- samt að túlka upplýsingar um næmi og sértæki prófa á almennan hátt, þær verður að skoða í ljósi aðstæðna hverju sinni. Sértæki og næmi lýsa líkum á jákvæðri eða nei- kvæðri rannsóknarniðurstöðu miðað við þekkt sjúk- dómsástand og eru því fyrst og fremst gagnlegar til að ákveða hvort framkvæma eigi ákveðið próf. Þegar niðurstaða prófsins liggur fyrir eru upplýsingar um sértæki og næmi ekki lengur sérlega gagnlegar heldur viljum við nú vita líkur á að sjúklingurinn hafi í raun sjúkdóminn í Ijósi jákvæðrar eða neikvæðrar niður- stöðu. Með öðrum orðum, við viljum vita forspárgildi (predictive value, clinical efficiency) niðurstöðunnar eða líkur á sjúkdómi í ljósi tiltekinnar niðurstöðu (posterior eða post-test probability). Jákvætt forspár- gildi (positive predictive value) eru líkur á sjúkdómi meðal sjúklinga með jákvæða niðurstöðu en neikvætt forspárgildi (negative predictive value) eru líkur á sjúkdómi meðal þeirra sem fengu neikvæða niður- stöðu. Forspárgildi prófs er háð næmi og sértæki. Al- mennt gildir að hátt næmi hefur í för með sér hátt neikvætt forspárgildi en háu sértæki fylgir hátt já- kvætt forspárgildi. Auk næmis og sértækis er forspár- gildi háð algengi sjúkdóms í þýðinu og alla jafna hef- ur algengi meiri áhrif á forspárgildi en næmi og sér- tæki. Algengið endurspeglar líkur á að einstaklingur valinn af handahófi hafi sjúkdóminn hvað sem niður- stöðu prófsins líður. Algengi er því stundum kallað „pretest probability“ eða „prior probability". Vegna sterkra áhrifa algengis á forspárgildi ber að túlka það í ljósi algengis í því þýði sem við á hverju sinni. Ef um er að ræða mjög sjaldgæfan sjúkdóm eru jákvæðar prófniðurstöður líklegar til að vera rangar, jafnvel þó prófið sé mjög sértækt. Eftir því sem algengi lækkar hlýtur því jákvætt forspárgildi einnig að lækka. Ef sjúkdómurinn er hins vegar mjög algengur eru nei- kvæðar niðurstöður þeim mun líklegri til að vera rangar, jafnvel þó prófið sé mjög næmt. Þannig lækk- ar neikvætt forspárgildi eftir því sem algengi hækkar. María Heimisdóttir mariah@decode.is Læknablaðið 2002/88 595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.