Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( / KJARAMÁL UNGLÆKNA á að umfang Læknablaðsins sem vísindarits hefur á undanförnum árum ekki vaxið að sama skapi og vís- indaiðkun íslenskra lækna. Tómasi þykir þetta mið- ur. Hann segir: „Öflugt læknablað er forsenda þess að á íslandi sé hægt að birta rannsóknir í læknisfræði á íslenskum efnivið, svo ekki sé minnst á hlutverk blaðsins í kennslu heilbrigðisstétta og fræðslu við almenning. Ég held að flestir geti verið sammála mér í því að nið- urstöður rannsókna sem gerðar eru á Islandi, á ís- lenskum sjúklingum og af íslenskum læknum, eigi heima í íslensku vísindariti sem er lesið af íslenskum læknum og læknanemum.“ Tómas veltir ástæðum nefndrar þróunar fyrir sér og kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú að íslenskir læknar telja Læknablaðið ekki nógu öflugan miðil samanborið við erlend læknablöð. Þar skiptir mestu sú staðreynd að Læknablaðið er ekki skráð í alþjóðlegum gagnabönkum vísindatímarita, eins og til dæmis Medline. Þetta er að mínu mati verulegur Akillesarhæll, ekki sfst á tímum netvæð- ingar, og takmarkar verulega útbreiðslu og aðgengi að niðurstöðum blaðsins. Það er því skiljanlegt að ís- lenskir læknar sæki á önnur mið til að fá niðurstöður sínar birtar. Þetta er óæskilegt því að eins og áður sagði eiga margar þessara rannsókna betur heima í Læknablaðinu en á síðum erlendra tímarita.“ Tómas spyr sig: „hvað Læknablaðið getur gert til að sporna við vísindalegri stöðnun? Mér skilst að fulltrúar Læknablaðsins hafi í fjölda ára gert árang- urslausar tilraunir til að fá blaðið skráð á Medline. Astæðan ku vera hversu lítið málsvæði íslenskunnar er.“ ... „Og þá vaknar eðlilega sú spurning hvort Læknablaðið ætti hreinlega að stíga skrefið til fulls og birta allar vísindagreinar á bæði ensku og íslensku. Ég tel þessa hugmynd alls ekki svo fjarstæðukennda. Þegar til lengri tíma er litið myndi það festa Lækna- blaðið í sessi sem vísindarit og styrkja stöðu þess í samkeppni við önnur læknatímarit." Þessi sjónarmið Tómasar eru allrar athygli verð. Það getur ekki verið markmið læknasamtakanna að sínu leyti að halda úti vísindariti, sem býr við þverr- andi áhuga eigenda sinna. Áhugi okkar á íslenskri tungu og menningu, nýyrðasmíð og fleiru af því tagi má ekki ganga af Læknablaðinu dauðu. Læknablaðið hefur sem vísindarit fyrst og fremst skyldur við læknavísindin. Þau vísindi lifa í fjölþjóðlegum heimi sem á lítið skylt við stílæfingar á fegurstu og elstu tungu veraldar. Það er í þágu mannsins að þau vísindi eigi greiða leið um þekkingarveitur veraldarinnar. Því er og eðlilegt að íslenskir læknar velji fremur að fleyta vísindaiðju sinni niður brattar flúðir enskunn- ar, en á lygnum slraumum móðurmálsins. Mér finnst alveg eðlilegt að spurt sé hvort tíma- bært sé að vísindagreinar í Læknablaðinu séu birtar eingöngu á ensku. Hvort það sé ekki í þágu Lækna- blaðsins og höfunda þeirra sem blaðið kjósa til að koma vinnu sinni á framfæri. Við vitum að Lækna- blaðið hefur þýðingu fyrir margvíslega vísindavinnu sem hefur svo sérstaka íslenska tilvísun að niðurstöð- urnar fengjust ekki birtar annars staðar óháð gæðum efnisins. Séríslensk niðurstaða fæst ekki birt nema í séríslensku blaði en ef til vill lifir slfkt blað ekki nema það sé á ensku. Af þeirri ástæðu einni má afsaka enskuna, ef hún bjargar blaðinu. Kjaramál unglækna Félagsdómur dæmdi boðaða vinnustöðvun ólögmæta Kjaramál unglækna hafa verið í brennidepli að undanförnu en eins og kunnugt er af fréttum sagði Félag ungra lækna (FUL) sig frá kjarasamningi þeim sem samninganefnd Læknafélags íslands (LÍ) gerði við fjármálaráðuneytið í vor um kjör lækna á sjúkra- húsum. Félagið boðaði til vinnustöðvunar hjá ung- læknum en áður en til hennar kom felldi Félagsdómur þann úrskurð að hún væri ólögleg. Forsaga málsins er sú að þegar samninganefndir LI og ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning 2. maí síðastliðinn neitaði fulltrúi unglækna í nefndinni að skrifa undir. Á aukaaðalfundi FUL 10. maí voru gerðar breytingar á lögum félagsins sem gerðu það að Þröstur sjálfstæðu stéttarfélagi sem ekki tilheyrði lengur LÍ. Haraldsson Jafnframt sagði fulltrúi félagsins sig úr samninga- nefnd LÍ og stjórn félagsins hvatti unglækna til þess að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamn- inginn sem fram fór 16. maí. Eins og kunnugt er var samningurinn samþykktur í atkvæðagreiðslunni, þó ekki með meiri mun en svo að atkvæði unglækna hefðu hugsanlega getað ráðið úrslitum. Stjórn FUL óskaði hins vegar eftir samn- ingaviðræðum við ríkisvaldið um nýjan kjarasamn- ing. Samninganefnd ríkisins hafnaði því og lagði Læknablaðið 2002/88 579
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.