Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST hjarta- og æðakerfisins. Meðferðarkostir adrenalíns eru því aðallega fólgnir í að vinna óbeint gegn loka- áhrifum ofnæmisræsingarinnar, auk þess að koma í veg fyrir losun og áhrif þeirra boðefna sem losna við ofnæmissvarið. Einstaklingum á (3-hemjurum er hættara við lífs- hættulegum afleiðingum ofnæmislosts. Gjöf adrena- líns hefur þá ekki tilskilin áhrif þar sem p-adren- ergísk viðtæki eru fullsetin. f>ví verða a-adrenergísk áhrif hlutfallslega meiri með auknum vagus viðbrögðum sem leiðir til frekari berkjusamdrátta og hægtakts (bradycardia). Aukin a-adrenergisk áhrif geta einnig leitt til samdráttar í kransæðum með aukinni hættu á hjartadrepi (60). í slíkum tilvikum hefur tekist að vinna gegn áhrifum þ-hemjandi lyfja með gjöf glúkagons (61). Glúkagon er fjölpeptíð hormón sem eykur cAMP (catcholamin óháður verkunarmáti) og hefur þannig bein inótrópísk áhrif sem eru óháð a- og þ-viðtökum á yfirborði frumunnar. Skref 3 - Fyrirbyggjandi meðferð Fræðsla og fyrirbyggjandi ráðstafanir eru lífsnauð- synlegar fyrir þessa einstaklinga. Allir sjúklingar sem fengið hafa ofnæmislost verða að eiga adrenalín- penna (Epipen autoinjector) (2,12). Mikilvægt er að kenna rétta notkun pennans enda erfitt að lesa leið- beiningar meðan á kasti stendur! Eftir að penninn hefur verið fjarlægður úr hylkinu og hann ræstur er honum þrýst þéttingsfast að utanverðu lærinu (fólk ætti ekki að eyða tíma í að fara úr buxum!). Við það skýst fram nál og adrenalín sprautast sjálfkrafa í vöðva á tveimur til þremur sekúndum. Pennamir eru bæði til fyrir fullorðna (1:1000, 0,3 ml = 0,3 mg/ml; EpiPen“) og börn (1:2000, 0,3 ml = 0,15 mg/ml; EpiPen Jr“). Barnapenninn er einnig ætlaður fyrir eldri sjúklinga með sögu um hjartasjúkdóm. Þó að einkenni hverfi tímabundið eftir notkun adrenalíns verður læknir að meta einstaklinginn sem allra fyrst (til dæmis á bráðamóttöku). Penninn gefur sjúklingn- um 30 mínútur til þess að komast undir læknishend- ur. Mikilvægt er að fólk kalli eftir hjálp gegnum 112- neyðarkerfið og leiti aðstoðar á bráðamóttöku (ekki keyra sjálft). Auk lækna og hjúkrunarfræðinga ættu foreldrar og forráðamenn barna, makar og aðrir að- standendur, skólahjúkrunarfræðingar, kennarar og þeir sem starfa við bráðaþjónustu (til dæmis sjúkra- flutningamenn) að kunna á EpiPen. Jafnvel ætti slík fræðsla að ná til flugþjónustu (flugfreyjur og þjónar). Allir sem hafa þekkt ofnæmi eða sögu um endur- tekið ofnæmislost eiga auk þess að vera „merktir“ með Medic Alert-festi eða armbandi (fæst hjá Lions- hreyfingunni á íslandi, Sóltúni 20, 104 Reykjavík). Mikið öryggi getur einnig falist í því að miðstöð sjúkraflutninga (112) hafi vitneskju um heimili þar sem einstaklingar með latexofnæmi búa til að tryggja latexfrítt umhverfi sjúklingsins við sjúkraflutning. Þar sem notkun á 3- og ACE-hemjandi lyfjum (angiotensin converting enzyme) eykur líkur á alvar- legu ofnæmislosti er æskilegt að einstaklingar með sögu um ofnæmislost hætti töku þessara lyfja og noti aðra lyfjaflokka sé þess nokkur kostur. Jafnvel augn- dropar sem innihalda þ-hamlandi lyf geta aukið líkur á alvarlegu ofnæmislosti. I slíkum tilfellum er mikil- vægt að muna eftir glúkagon (samanber ofangreint). Sjúkdómsgreining - Orsakaleit Erfitt getur verið að greina matar- eða lyfjaofnæmi þar sem merkingum matvæla er ábótavant. Augljóst dæmi um slíkt eru soyablandaðir hamborgarar eða fiskafurðir sem notaðar eru í sumar kextegundir. Annað vandamál nýrrar aldar eru erfðabreytt mat- væli. Dæmi um þetta er soja sem er erfðabreytt til að framleiða hnetuprótín. Því meira prótín sem soja inniheldur, því hærra verð fæst fyrir það. Nauðsyn- legt er að komast að því hvað kom ofnæmislostinu af stað. Þá skiptir nákvæm sjúkrasaga höfuðmáli. Sér- staklega skal spyrja um fæðu og lyf (þar með talið bólusetningar, vítamín og náttúrulyf). Auk þess um allar ytri aðstæður (til dæmis snertingu við latex) og athafnir fyrir ofnæmislostið (kuldi, áreynsla). Til að komast nær greiningu er hægt að gera húðpróf fyrir mögulegum ofnæmisvökum Þar sem hætta á falskt neikvæðri svörun á húðprófi er umtalsverð í allt að 10 daga eftir ofnæmislost eru slík próf yfirleitt ekki gerð fyrr en að 12-14 dögum liðnum. RAST/CAP-próf á að framkvæma í þeim tilfellum sem húðpróf eru ekki mögulegt, til dæmis ef sjúklingur er með mikil húðútbrot eða getur ekki hætt notkun Hl-hemjandi lyfja. Áreiðanleiki blóðprófa er minni en venjulegra húðprófa. Sé enn grunur um fæðuofnæmi sem hvorki hefur fundist með húðprófi eða RAST/CAP er hægt að framkvæma tvíblint áreitispróf. Þessi próf eru hættu- leg þar sem þau geta orsakað ofnæmislost og eru prófin því framkvæmd á sjúkrastofnun undir eftirliti læknis. Með slíkum aðgerðum ásamt því að gera húðpróf fyrir hugsanlegum ofnæmisvaldi er talið að takast megi að finna orsök ofnæmislostsins í allt að 70% tilvika (6, 21, 62). Mikilvægt er að öll þessi sér- hæfðari próf séu undir eftirliti sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmisfræði þar sem túlkun niðurstaðna, með- höndlun og kunnátta á fylgikvillum getur verið flókin og krafist sérhæfðrar þekkingar. Ef vafi leikur á hvort um ofnæmislost hafi verið að ræða er hægt að mæla tryptasa í sermi. Blóðsýni skal draga sem fyrst (helst innan við eina til tvær klukku- stundir eftir að einkenni byrja) og senda á Rann- sóknastofu í ónæmisfræði til mælinga. Sýnið má frysta. Eins og að ofan greinir losna histamín og tryptasi við ræsingu mastfrumna. Tryptasi hefur lengri helm- Læknablaðið 2002/88 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.