Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST Tafla 1. TÍOni ofnæmislosts Ástæöa Tíöni Dánartíöni Bráöamóttökur 1: 1.500-10.000 Skordýrabit 0,3-3% (Bandaríkin) Blóðskilun 1:1.000-5.000 Afnæmingar 0,1-1 per 1.000.000 gjafir Skuggaefnisgjöf 1:1.000-14.000 gjafir 1:40.000-116.000 gjafir Almenn svæfing 1:300 Penisillín 1-2% 1-7,5: 1.000.000 Latex Heilbrigðisstarfsmenn: 2,8-18% Aörir heilbrigðir: 0,1-0,4% Tafla II. Áhættuþættir ofnæmislosts (stigun 0 - ++++) Ofnæmislost Aukin áhætta á dauöa Atopy +++ Astmi + + Áður ofnæmislost ++++ ++ Rangur skammtur viö afnæmingar +++ + Síöbúin adrenalíngjöf +++ Systemic mastocytosis (kerfi mastfrumnagers) +++ Beta-hemjarar + ++ ACE-hemiarar + ACE: angiotensin converting enzyme ofnæmislost einhvern tímann á lífsleiðinni eru um 1% (6). Nýleg rannsókn frá Bretlandi sýndi að tíðni ofnæmislosts hafði aukist frá 5,6/100.000 fyrir tíma- bilið 1991-1992 upp í 10,2 fyrir tímabilið 1994-1995 (6, 7). Önnur rannsókn leiddi í ljós að einn af hverj- um 1500 einstaklingum sem leituðu á bráðamóttöku í Cambridge höfðu einkenni um ofnæmislost. Erfitt hefur verið að fá nákvæma hugmynd um algengi of- næmislosts í nágrannalöndum okkar. í Bandaríkjun- um er áætlað að um 0,5-5% einstaklinga fái alvarleg ofnæmiseinkenni á hverju ári (8, 9). Algengi ofnæm- islosts er mismunandi eftir því hver orsakavaldurinn er (tafla I) auk þess sem ofnæmislost er algengara hjá einstökum þjóðfélagshópum (til dæmis latexofnæmi hjá heilbrigðisstarfsfólki). Lyfjaofnæmi er algengasta ástæða ofnæmislosts. Flest dauðsföll af þess völdum verða vegna penisillíns (400-800 tilfelli á ári). Talið er að 1-2% allra penisillínkúra valdi ofnæmisviðbrögð- um og af þeim fái 10% ofnæmislost. Skuggaefni sem notað er við röntgenrannsóknir leiðir til ofnæmislosts í um 0,4% tilfella og 0,9% vegna aspiríns og skyldra lyfja (NSAID: non-steroidal anti-inflammatory drugs/BEYGL: bólgueyðandi gigtarlyf). Aætlað er að um 3-9% tilfella af ofnæmislosti leiði til dauða. Um 100 einstaklingar deyja árlega í Banda- ríkjunum vegna fæðuofnæmis og um 80 vegna skor- dýrabita (geitungar, hunangsflugur). Dánartíðni vegna ofnæmislosts af öðrum toga er ekki þekkt. Sjúkdómseinkenni ofnæmislosts Ofnæmislost einkennist af losun boðefna frá mast- frumum, basofflum og öðrum bólgufrumum. Losunin á sér yfirleitt stað innan nokkurra mínútna frá því einstaklingur verður fyrir ofnæmisvakanum. Þó geta viðbrögðin komið síðar en yfirleitt alltaf innan tveggja til þriggja klukkustunda (10). Sjúklingar finna fyrst fyrir einkennum nokkrum mínútum eftir að þeir komast í samband við ofnæmisvakann en einkenni ná hámarki á 15-30 mínútum. Einkenni koma fram í einu eða mörgum líffærakerfum samtímis: húð, meltingar- færum, öndunarfærum og í hjarta- og æðakerfi (6, 7, 11-13). Þessi líffæri eiga það sameiginlegt að vera yfirborðsfletir líkamans og hafa meiri íferð mast- frumna en önnur líffæri. Dæmigerð einkenni eru hita- kennd, kláði sem byrjar á iljum, lófum, kynfærum og innanverðum lærum. Einkennin breiðast síðan um allan líkamann og hraður hjartsláttur og dauðaangist („sense of impending doom“) fylgir með. Önnur ein- kenni eru ofsakláði (urticana) og ofsabjúgur (angio- edema), hnerri, nefrennsli, nefstífla, astmi, bjúgur í barkakýli, kviðverkir, uppþemba og uppköst. Bjúgur og bólga í efri öndunarfærum getur leitt til köfnunar. Oftast finnur sjúklingur fyrst fyrir kyngingarerfiðleik- um, „kekki í hálsinum", hæsi, raddbreytingum og öndunarerfiðleikum áður en öndunarvegurinn lokast. Sjúklingar með undirliggjandi astma fá oft status astmaticus (astmafár) sem getur orsakað súrefnis- nauð. Að endingu kemur eiginlegt lost með súr- efnisskorti, örmögnun, yfirliði, blóðþrýstingsfalli og dauða. Ofnæmislosti eftir geitungabit er lýst á mynd 2 sem sýnir dæmigert sjúkdómsferli. Síðbúið ofnæmis- svar getur átt sér stað 4-24 klukkustundum eftir að fyrsta „kastið“ er gengið yfir - án þess að sjúklingur komist aftur í snertingu við áreitið eða ofnæmis- vakann (11,12,14,15). Þess vegna er mjög mikilvægt að sjúklingum sé haldið á gæsludeild í að minnsta kosti 24 tíma eftir ofnæmislost. Síðbúna svörunin einkennist af íferð bólgufrumna í líffærin og er því oft svæsnari og erfiðari í meðferð en bráðasvarið. Hvað veldur oftast dauða í ofnæmislosti? Súrefnisskortur vegna berkjusamdráttar og lokunar á efri loftvegi eða blóðþrýstingsfall er það sem veldur oftast dauða í ofnæmislosti. Meira en helmingur dauðsfalla af völdum ofnæmislosts verða innan 60 mínútna frá því að einkennin byrja. Skjót og rétt meðferð með adrenalíni getur komið í veg fyrir mörg dauðsföll (16). Nýleg rannsókn í Bretlandi leiddi í Ijós að um helmingur dauðsfalla sem varð vegna of- næmislosts mátti rekja til læknismeðferðar, síðan fæðuofnæmis og skordýrabita (1). Hætta er á ofnæmislosti við afnæmismeðferð og húðpróf. Fjörutíu og fimm dauðsfölium hefur verið lýst við afnæmismeðferð frá árinu 1945 (17). Það er mikilvægt að afnæmismeðferð sé stunduð þar sem aðstaða er til endurlífgunar og af þeim sem hafa tilskilda þekkingu. Áhættuþáttum fyrir ofnæmislosti er lýst í töflu II. 552 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.