Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / OFNÆM ISLOST A (ii) Lyf Annar mikilvægur flokkur eru lyf og þá sérstaklega penisillín og skyld sýklalyf og niðurbrotsefni þeirra. Flest lyf eiga það sammerkt að vera of smá til að ræsa ofnæmissvarið ein og sér. Bundin burðarprótíni (hapten-meðvaki) verða þau ofnæmisvekjandi. A (iii) Latex Ahættuhópar fyrir latexofnæmi eru einstaklingar í heilbrigðisstétt og þeir sem hafa farið í margar að- gerðir (4,23,24). Latex er víða að finna á sjúkrastofn- unum og er notkun latexhanska aðeins eitt dæmi. Vegna tíðrar notkunar á þvagleggjum og endurtek- innar snertingar latex við slímhúð er latexofnæmi sér- staklega algengt hjá þeim sem eru með klofinn hrygg (50%) og hjá þeim sem eru með meðfædda galla í þvagfærum. Hægt er að fá latex-fríar vörur fyrir áhættuhópa. Þekkt er að ofnæmi gegn einni gerð sam- einda getur orsakað krossnæmi við aðrar tegundir. Þetta er sérstaklega áberandi hjá einstaklingum með latexofnæmi en þó nokkur hluti þeirra hefur jafn- framt ofnæmi fyrir ýmsum matvörum og þá sérstak- lega ávöxtum og fiski (bananar, avakadó, kiwi, skel- fiskur) (4). A (iv) Hymenoptra Ofnæmislosti vegna skordýrabits (hymenoptra: æð- vængjur/geitungar, hunangsflugur og svo framvegis) hefur ekki verið lýst á Islandi. Slíkt ofnæmi er vel þekkt erlendis. Mikilvægt er að einstaklingar læri að forðast flugurnar, eigi adrenalínpenna, kunni að setja stasa ofan við bitið og taka út broddinn með eitur- sekknum ef þeir verða fyrir stungu (25,26). Hægt er að minnka líkurnar á stungu með því að klæðast ekki litríkum stutterma eða flegnum fötum, nota ekki ilm- vötn og neyta ekki sætinda utandyra. Mikilvægt er að greina ofnæmið þar sem afnæmismeðferð getur lækn- að hymenoptra næmi í meira en 95% tilvika (27). B. Lyf sem valda ósértækri ræsingu mastfruinna, óháð IgE Nokkrir lyfjaflokkar geta valdið beinni losun á boð- efnum frá mastfrumum óháð IgE, til dæmis barbítú- röt, kódín, opíöt, önnur verkjalyf og vöðvaslakandi lyf, auk skuggaefna sem notuð eru við röntgenmynda- tökur (28-31). Allt að 1-2% sjúklinga sem fá röntgen- skuggaefni fá ofnæmiseinkenni. Hafi sjúklingur sögu um ofnæmislost vegna skuggaefnisgjafar eru hins veg- ar 35% líkur á losti við endurgjöf. Þessi einkenni eiga sér stað vegna örvunar á G-prótínum sem leiða til los- unar boðefna mastfrumna. Ólíkt því sem sést við IgE- háð ónæmissvar getur sjúklingur fengið ofnæmisvið- bragð í fyrsta sinn sem hann kemst í snertingu við áreitið. C. Sýklóoxygenasa hemjarar (NSAID/BEYGL) Allt að 10% astmasjúklinga og 1% almennings fá alvarlega og jafnvel lífshættulega berkjuteppu og blóðþrýstingsfall vegna þessa lyfjaflokks. Þessi lyf geta einnig valdið ofsakláða og ofsabjúg (32-34). Þessi lyf valda hömlun á sýklóoxygenasa og boðefnin færast frá sýklóoxygenasa yfir í lipoxygenasa braut og aukning verður á leukotriene boðefnum. Ef gert er þolpróf með asetýlsalisýlsýru (ASA) á sjúklingum með ASA óþol sést mikil aukning á LTE4 í þvagi. Einstaklingum með ofangreint lyfjaóþol gæti verið óhætt að nota önnur verkja- og/eða bólgueyðandi lyf. Má þar nefna lyf eins og parasetamól, kódín, Cox-2 hemjara (Vioxx), auk morfíns og skyldra lyfja (35). D. Osértæk ræsing knmplímcnt kerfisins Of mikil ræsing komph'ment kerfisins getur leitt til einkenna sem líkjast ofnæmislosti. Algengasta ástæða þess er gjöf á blóðhlutum. Oftast er um að ræða myndun mótefnaflétta sem ræsa klassíska hluta komplíment ferilsins. Lostið verður aðallega vegna myndunar á C3a og C5a (anaphylatoxin, óþolseitur) sem valda losun á histamíni frá mastfrumum í húð, samdrætti í sléttum vöðvum, auk æðavíkkunar og leka. E. „Lífeðlisfræóileg" ræsing mastfrumna: „Mechani- cal/physical anaphylaxis“ Þessi flokkur ofnæmislosts kallast „mechanical“ eða „physical allergy“ og orsakast af beinni losun boð- efna frá mastfrumum. Dæmi um slíkt er áreynsla, kuldi, hiti, þrýstingur og litringur. Ofnæmislost vegna áreynslu (exercise induced anaphylaxis) lýsir sér sem kláði, ofsakláðaútbrot, roði, ofsabjúgur á vörum og koki með eða án blóðþrýstingsfalls. Þessir einstak- lingar fá hins vegar ekki þessi einkenni í hvert sinn sem þeir reyna á sig. Þetta er því ólíkt því sem gerist í ofnæmislosti af öðrum orsökum. Stundum þarf tvö- falt áreiti til að koma þessum einkennum af stað, til dæmis að hafa borðað ákveðna fæðu innan tveggja til sex klukkustunda fyrir áreynsluna. Oft vita sjúkling- arnir ekki af fæðuofnæminu þar sem einkennin koma einungis fram þegar fæðunnar er neytt í tengslum við mikla áreynslu. Örsjaldan getur kuldi valdið ofnæmislosti. Það or- sakast annars vegar af beinni losun mastfrumna en einnig getur verið um IgE miðlað svar að ræða. Kuldaofnæmi getur hæglega valdið dauða ef ekki er farið varlega, það nægir jafnvel að drekka kalda drykki, stinga sér til sunds í kalda laug eða fara út í mikinn kulda. E. Endurtekið ofnæmislost þar sem engin skýring finnst (idiopathic recurrent anaphylaxis) Þegar ítarleg leit hefur verið gerð og engin orsök fyrir ofnæmislostinu fundist telst það „ofnæmislost af óþekktum orsökum“. Einstaklingar með þessa grein- ingu hafa oft annað óskylt ofnæmi eða ofnæmis- hneigð (atopy) (36). Um helmingur þessara einstak- 554 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.