Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 6

Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HE ILS UD ÝN UD AG AR Nature’s Rest Stærð cm. Verð Dýnudagar 100x200 72.900,- 61.965,- 120x200 79.900,- 67.915,- 140x200 92.900,- 78.965,- 160x200 99.900,- 84.915,- 180x200 117.900,- 100.215,- Nature’s Comfort Stærð cm. Verð Dýnudagar 100x200 99.900,- 84.915,- 120x200 119.900,- 101.915,- 140x200 138.900,- 118.065,- 160x200 149.900,- 127.415,- 180x200 164.900,- 140.165,- Nature’s Luxury Stærð cm. Verð Dýnudagar 120x200 129.900,- 110.415,- 140x200 155.900,- 132.515,- 160x200 169.900,- 144.415,- 180x200 189.900,- 161.415,- Bílabúð Benna selur bílaleigubíla Á síðasta ári dró lítillega úr utanlandsferðum Íslendinga yfir sumarmánuðina þrjá en þeirri þróun var snúið við í ár. Ennþá er langt í að ferðagleðin verði álíka og sumarið 2007, segir á vefnum Túristi.is. „Það flugu tæplega 118 þúsund Íslendingar frá Kefla- víkurflugvelli í sumar sem er aukning um tíund frá sama tíma í fyrra. Síðasta sumar fækkaði utanlandsferðum Ís- lendinga um 4,5 prósent frá sumrinu 2012 en árin þar á undan hafði sumarferðum Ís- lendinga fjölgað jafnt og þétt frá hruninu árið 2008,“ segir enn fremur. Utanlandsferðir yfir sumar- tímann voru mun tíðari meðal Íslendinga á árunum 2005 til 2008 en þær eru í dag. „Þann- ig fóru,“ segir á vef Túrista, „ríflega 151 þúsund farþegar með íslensk vegabréf í gegn- um vopnaleitina á Keflavíkur- flugvelli sumarið 2007 eða 29 prósent fleiri en nú í sumar. Í júní, júlí og ágúst árið 2002, þegar talningar Ferðamála- stofu hófust, voru ferðirnar hins vegar aðeins um áttatíu þúsund.“ -jh Hafin er sala á bílaleigubílum hjá Bíla- búð Benna – Notuðum bílum. Bílarnir eru frá bílaleigunni Sixt, af árgerðunum 2012 til 2014 og allir með fulla verk- smiðjuábyrgð. Um er að ræða Chevrolet, m.a. Spark, Aveo, Cruze og Captiva. „Þessir bílar hafa allir fengið góða umönnun hjá Sixt og óhætt er að full- yrða að hægt sé að gera frábær kaup í þeim. Til að gefa hugmynd um verð má nefna að Chevrolet Captiva sem var nýskráður 2013 og ekinn 69 þús. km fæst nú á tilboðsverðinu 4.390 þús. En samskonar bíll kostar nýr 6.290 þús.,“ segir í tilkynningu Bílabúðar Benna. Kaupendum standa til boða fjár- mögnunarkostir. Salan stendur yfir hjá Bílabúð Benna – Notuðum bílum í Reykjavík og hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ. Bílaleigubílarnir eru af ýmsum gerðum Chevrolet. Sumarferðum Íslendinga fjölgar á ný  Hjálparstarf samtökin sól í tógó söfnuðu fyrir íbúðarHúsi Börnin í Tógó fá nýtt heimili Íbúðarhús sem Sól í Tógó safnaði fyrir er risið. Þróunarsamvinnustofnun styrkti bygginguna en einnig gáfu íslenskir myndlistarmenn verk sín og voru þau boðin upp. Íbúðarhúsnæðið skiptir sköpum fyrir uppbyggingarstarf sem nunnan Victo sinnir en hún hefur umsjón með tugum munaðarlausra barna. f yrsta íbúðarhúsnæði er risið. Þetta er gríðarlega stór áfangi og miklar áhyggjur sem hverfa við að það sé komið húsnæði,“ segir Alda Lóa Leifs- dóttir, stofnandi hjálparsamtakanna Sól í Tógó. Samtökin hafa um árabil stutt starfsemi nunnunnar Victo sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó og flytja þau inn í íbúðarhúsið ásamt um- sjónarmömmum sínum. Sól í Tógó fékk opinberan styrk frá Þróunarsamvinnu- stofnun til að byggja húsið en til að safna því sem vantaði upp á gáfu 33 íslenskir myndlistarmenn verk sín, þau voru boðin upp og alls söfnuðust 7,5 milljón króna til byggingarinnar. Alda Lóa og eiginmaður hennar, Gunn- ar Smári Egilsson, dvöldu í Tógó í hálft ár árið 2007 þegar þau biðu eftir leyfi til að fara heim með ættleidda dóttur þeirra. Þau kynntust þá nunnunni Victo og henn- ar starfi með munaðarlausum börnum, og stofnuðu hjálparsamtökin í framhaldinu. „Börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt en hún hefur verið á hrakhólum, þurft að flakka úr einu húsnæði í annað og þurft að skipta börnunum upp. Það er gríðar- legur munur að þau séu nú komin í fast húsnæði,“ segir Alda Lóa. Victo fékk á sínum tíma landskika frá bænum Aneho og styrkti Sól í Tógó hana til að byggja á landinu Glidji. Íbúðarhúsið er einskonar raðhús á tveimur hæðum, hver eining er sjálfstæð en tengist öðrum með sameiginlegu útirými og svölum. Alls geta þar búið um 60 manns, það er rúmlega helmingur barnanna sem eru í umsjá Victo, og umsjónarmömmur þeirra. „Það er gríðarlegur munur að starfsem- in sé komin í öruggt húsnæði. Nú er hægt að skipuleggja starfið mun betur,“ segir Alda Lóa. Meðal þess sem hefur verið innleitt í starfið með börnunum er skák- kennsla. „Þetta hefur eflt skákheiminn í Tógó og krakkarnir okkar eru farnir að tefla á mótum. Þau eru á leiðinni til Suð- ur-Afríku að tefla á stórmóti,“ segir hún. Starfsemi hjálparsamtakanna er þó hvergi nærri lokið. „Næsta skref er að byggja íþróttaskóla og stofna fótbolta- skóla fyrir stráka og stelpur,“ segir Alda Lóa. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Íbúðarhúsið er einskonar rað- hús á tveimur hæðum, hver eining er sjálfstæð en tengist öðrum með sameigin- legu útirými og svölum. Ljósmynd/ Solitogo.org Helmingur barnanna sem eru í umsjá nunnunnar geta búið í húsinu ásamt umsjónarmömmum sínum. Ljósmynd/Solitogo.org Hjálparstarf Sól í Tógó er fjármagnað með mán- aðarlegum greiðslum styrktarfor- eldra og heim- ilisvina, með söfnunarátaki á borð við uppboð, sölumarkaði, matar- og vörusölu og með framlögum opinberra og sjálfstæðra sjóða. 6 fréttir Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.