Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 16
É g skil ekki karakterinn sem ég datt í þarna. Ég veit að það eru margir sem halda að ég hafi verið ölvuð en það fólk hefur ekki séð mig ölvaða. Það væri ekki hægt að bjóða neinum upp á mig ölvaða í sjónvarpi. Fyrstu tveir þætt- irnir voru innan sæmilegra marka en svo datt ég í þennan gír þegar Ásgeir Kolbeins kom. Ég fann að hann var til í þetta og lék á móti og allt í einu voru allar línur orðnar að móðu. Svo varð ekki aftur snúið,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdótt- ir sjónvarpskona. Setti fjölmiðlaveldi á hliðina Guðrún Veiga vakti mikla athygli fyrir þætti sína Nenni ekki að elda sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni iSTV. Í þáttunum, sem teknir voru upp í Ikea, fékk hún til sín þekkta einstaklinga á borð við Sigríði Klin- genberg og Geir Ólafsson og saman skítmixuðu þau máltíð. Í fullkomnu samhengi við nafn þáttarins. Með fullri virðingu fyrir iSTV var það þó ekki fyrr en stóri bróðir í Skaftahlíðinni blandaðist í málið að Nenni ekki að elda komst í um- ræðuna fyrir alvöru. Þáverandi út- gefandi Fréttablaðsins, sem síðar hefur fengið titilinn aðalritstjóri 365 miðla, lét fjarlægja frétt um Guðrúnu Veigu og þáttinn af Vísi.is og kvað ástæðuna vera þá að fréttin hafi nánast verið auglýsing. Þessi gjörningur leiddi til þess að ritstjór- ar Fréttablaðsins hrökkluðust úr starfi. Í fréttinni kom meðal annars fram að Geir Ólafs hafi boðið þátta- stjórnandanum út eftir þáttinn, en hún afþakkað pent. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna en það er náttúrlega dásam- legt að þessi frétt hafi verið notuð sem fyrirsláttur. Það er eiginlega alveg ótrúlegt. En það kom sér ekki illa fyrir mig, ég hef aldrei verið vin- sælli,“ segir hún kokhraust. Með fylgir viðvörun til okkar á Frétta- tímanum fyrir þessu viðtali: „Ég er búin að setja eitt fjölmiðlaveldi á hliðina, ég er ekkert viss um að þið lifið þetta viðtal af.“ Sigga Kling besti kokkurinn Sjónvarpsþættir Guðrúnar Veigu eru sannarlega ekki hefðbundnir. Þeir voru, eins og áður segir, teknir upp í Ikea og viðskiptavinir verslun- arinnar sjást ráfa um í bakgrunn- inum. Guðrún Veiga og gestir, sum- ir þeirra að minnsta kosti, drekka rauðvín og stemningin er afar sér- stök. Eftir áhorfið finnst manni eins og maður hafi vaknað upp af stórfurðulegum draumi. Það hefur auðvitað heilmikið að gera með val á gestunum; Leoncie var fyrst, þá Vala Grand og í kjölfarið fylgdu Ás- geir Kolbeins, Beggi og Pacas, Sig- ríður Klingenberg og Geir Ólafsson rak smiðshöggið. „Mig langaði ekki að fá þetta týp- íska fólk sem við erum alltaf með fyrir augunum. Það þarf ekki allt- af að hamra á sama fólkinu,“ segir Guðrún sem fær varla boð um að koma í Loga í beinni eða aðra þætti Það komst ekkert annað að en hvernig ég gæti komist undan næstu máltíð eða hversu margar kalóríur væru í 43 gramma epli. ÞYKKSKORIÐ BEIKON Þykkt og bragðmikið fyrir þá sem vilja kröftugt beikon. Gæðavara úr völdu svínafille, matarmiklar og ljúffengar sneiðar. HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR? Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS. Þykkt og bragðmikið Gott á grillið eða pönnuna Sérvalið svínafille 100% íslenskt kjöt PI PA R\ TB W A – S ÍA Guðrún Veiga Guð- mundsdóttir hefur á einu ári farið frá því að vera mannfræði- nemi á Eskifirði í að verða vinsæll bloggari og stjórna sjón- varpsþætti um mat. En hún er reyndar enn í mannfræðinni. Ljósmynd/Hari Guðrún Veiga Guðmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir sjón- varpsþættina Nenni ekki að elda á iSTV þar sem hún og litríkir gestir hennar elduðu misgirnilega rétti. Sjálf segist Guðrún Veiga ekkert kunna að elda og skilur ekki hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag. Það að hún vinni með mat er ennþá for- vitnilegra þegar í ljós kemur að fyrir sex árum var hún sárþjáð af anórexíu og við það að koma sér í gröfina, að eigin sögn. Sjónvarpskokkurinn sem kann ekki að elda á Stöð 2 með þessu viðhorfi. Hún er hins vegar ánægð með hvernig til tókst. Og það voru fleiri því hún á nú í viðræðum við iSTV um að gera aðra þáttaröð. Matreiðslan í þáttunum var eins og gefur að skilja ekki í ætt við hefð- bundna matreiðsluþætti. En hver var besti kokkurinn? „Ég verð að segja Sigga Kling. Hún var áhugaverðust, alla vega. Hún kom og smurði epli með hnetusmjöri og raðaði svo melónu og skinku á disk og nennti ekki að vefja því saman. Svo bræddi hún saman Mars og Snickers í glas sem við skáluðum í. Hún var mjög áhugaverður kokkur, sennilega sú sem skildi konseptið best,“ segir Guðrún Veiga sem sá um eftirrétt- inn í þáttunum. Hann var poppkorn í ýmsum útfærslum. Sagði mömmu að ég ætlaði verða fræg Guðrún Veiga hefur haldið úti vinsælli bloggsíðu síðustu tvö ár, gveiga85.blogspot.com. Þar birtir hún furðulegar uppskriftir í bland við sögur af sjálfri sér. En hver er þessi kona eiginlega? „Ég er 29 ára og er frá Eskifirði, landsbyggðarbarn út í gegn,“ segir Guðrún Veiga sem einmitt var á Eskifirði í byrjun vikunnar þar sem hún vildi fá frið að skrifa bók sem hún gefur út fyrir jólin. „Ég leita mikið hingað, ég þarf iðulega að fá „breik“ frá borginni.“ Hún hefur búið í ár í Reykjavík þar sem hún stundar meistaranám í mannfræði. Sérðu fyrir þér að búa fyrir austan í framtíðinni? „Ég myndi vilja vera hérna og ala upp börn en það eru satt best að segja engin tækifæri fyrir konur á mínum aldri hér. Ekkert sem passar minni menntun að minnsta kosti. Ekki það, það vill örugglega ekki nokkur maður ráða mig í vinnu eftir að hafa séð mig í þessum þáttum.“ Talandi um börn. Guðrún Veiga á sjö ára strák af fyrra sambandi en hún verður hálf vandræðaleg þegar hún er spurð hvort hún sé búin að finna sér nýjan bónda. „Ég á jafnvel bónda já... en það er ekki eitthvað sem ég ætla að ræða sérstaklega hér.“ Það hefur heilmikið breyst síðasta árið hjá Guðrúnu Veigu. Eftir að hún flutti suður komst bloggið hennar í umræðuna og fékk meðal annars beina tengingu inn á Smartland á Mbl.is. Vinsældirnar vöktu á henni athygli og í kjölfarið kom til- boð um sjónvarpsþáttinn. „Þetta er búin að vera svolítil rússíbanareið en ótrúlega gaman allt saman. Ég tuðaði stanslaust í mömmu þegar ég var krakki um að ég ætlaði að verða fræg. Ég vissi ekkert fyrir hvað og var á tímabili að gera hana gráhærða. Núorðið ræðum við þetta stundum í gríni – hvort þessi óþol- andi þráhyggja mín sé mögulega að lukkast. Ég held reyndar að það hafi ekki komið neinum á óvart að ég færi að skrifa en þetta matarstúss kem- ur mörgum spánskt fyr- ir sjónir. Enda veit ég stundum ekki hvað ég er að gera eða hvern- ig ég rataði á þessa línu.“ Var sárþjáð af anórexíu Guðrún Veiga er fynd- inn bloggari og fær les- andann til að brosa yfir lýsingum á uppákomum í lífi hennar. Hún hefur þó ekki alltaf átt jafn auðvelt með það og fyrir sex árum var hún sárþjáð af anórexíu. „Ég var við það að koma mér í gröfina,“ segir hún alvarleg í bragði, í fyrsta sinn í þessu viðtali. Bloggskrifin hafa hjálpað henni í að vinna bug á anórexíunni. „Blogg- ið hefur gegnt ákveðnu hlutverki í bataferlinu, ekki því líkamlega, heldur því sálræna. Það er auðvi- tað ekki bara líkaminn sem verður lasburða heldur öll hugsun líka. Ég tapaði öllum mínum karakterein- kennum á þessu tímabili, var varla skugginn af sjálfri mér. Öll rök- hugsun, almenn skynsemi, skoðan- ir og hnyttni var löngu horfið. Það komst ekkert annað að en hvernig ég gæti komist undan næstu máltíð eða hversu margar kalóríur væru í 43 gramma epli,“ segir hún. „Bloggið hefur hjálpað mér að verða ég aftur. Ég hef alltaf haft sót- svartan húmor og verið kaldhæðn- ari en góðu hófi gegnir. Þetta hvarf allt og á tímabili hélt ég að pers- ónuleiki minn væri eitthvað sem ég gæti ekki endurheimt. En með því að blogga hef ég þurft að grafa mig á einhvern hátt upp aftur – vera hnyttin, óviðeigandi og kaldhæðin. Bloggið hefur hjálpað mér að endur- heimta eiginleika mína. Hvort sem þeir teljast svo góðir eða slæmir er annað mál.“ Aðspurð segir Guðrún Veiga það ekkert tiltökumál að vinna með mat. „Ég tel mig bara vera eina af þeim heppnu sem hefur náð stórkostleg- um bata. Auðvitað á ég mína daga og þetta er djöfull sem fylgir mér að eilífu. En þeir eru blessunarlega fáir. Í dag er ég bara ég. Tel mig hvorki feita né mjóa og lifi yfirleitt í sátt og samlyndi við sjálfa mig. Það flækist ekkert fyrir mér að bauka með mat allan daginn né borða hann. Ef eitt- hvað er þá hefur þetta matarstúss hjálpað mér frekar en hitt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 16 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.