Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 18

Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Á Ágústmet var slegið í umferðarþunga um landið, að því er fram kemur hjá Vegagerð- inni. Aukningin nam 7,5% miðað við ágúst í fyrra. Umferðin var enn meiri í júlí. Ágúst- metið kom verkefnastjóra umferðardeildar Vegagerðarinnar á óvart, umferðaraukn- ingin var meiri en reiknað var með. Ekki var nein staðbundin skýring á aukningunni, hún var alls staðar. Landsmenn voru á faraldsfæti í júlí og ágúst, á helsta sumar- leyfistímanum, en líklegt má telja að hin hraða aukning er- lendra ferðamanna eigi ekki síður þátt í aukinni umferð um vegi landsins. Erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim í nýliðnum ágúst voru 16,4% fleiri en í ágúst í fyrra. Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt landið í ágústmán- uði. Í nýjum gögnum Ferða- málastofu kemur fram að er- lendir ferðamenn sem hingað komu í liðnum mánuði voru 153,400 og um 700.000 þúsund frá áramótum. Þótt enn sé eftir þriðjungur af árinu eru erlendir ferða- menn orðnir fleiri en allt árið 2012. Þess er heldur ekki langt að bíða að met síðasta árs verði slegið. Það sem meðal annars hefur áhrif á aukna umferð er ör fjölgun bílaleigubíla. Á liðnu vori voru skráð 140 fyrirtæki með rekstrarleyfi til að reka bílaleigu. Árið 2008 voru bílaleigurnar 64. Fjölgunin á sex árum er 120%. Í fyrra var talið að um 12 þúsund bílaleigubílar væru í útleigu. Þeir eru enn fleiri nú. Bílaleigurnar kaupa meirihluta innfluttra bíla. Skyndileg aukning umferðar er ekki endilega jákvæð, að mati verkefnastjóra Vegagerðarinnar. Hann segir hóflegan vöxt æskilegri. Undir það má taka, hóf er best í hverjum leik, hvort heldur varðar fjölgun ferðamanna eða umferð um vegi landsins – en ferðamannaævintýrið hérlendis er stað- reynd svo áætlanir og framkvæmdir verður að miða við það. Vitaskuld ber að fagna auknum ferða- mannafjölda. Ferðagreinin hefur á tiltölu- lega skömmum tíma vaxið svo mjög að hún er komin fram úr sjávarútvegi og áliðnaði þegar kemur að gjaldeyrisöflun. Ýmsir vaxt- arverkir fylgja þó þróuninni og komast sam- gönguyfirvöld ekki hjá því að taka á þeim vanda sem fylgir auknum umferðarþunga. Þótt bylting hafi orðið í samgöngumálum á undanförnum áratugum, einkum með lagn- ingu bundins slitlags og tilkomu mikilvægra samgöngumannvirkja, eins og jarðganga og nýrra brúa, er enn mikið starf óunnið í sam- göngumálum, hvort heldur er endurnýjun gamalla, úreltra og jafnvel hættulegra vega, breikkun vega sem þegar eru með bundnu slitlagi, brúargerð eða almennu viðhaldi. Þessar framkvæmdir eru dýrar en hjá átaki verður ekki komist. Mjög auknar tekjur vegna ferðaþjónustunnar réttlæta slíkt. Tekjuaukning ríkisins fæst enn fremur náist bætt tekjuskráning fyrirtækja í ferðaþjón- ustu. Fram kom nýverið að ríkisskattstjóri hefði heimsótt hátt í 1400 fyrirtæki í sumar. Embættið þurfti að gera athugasemdir við tekjuskráningu hjá um helmingi þeirra – en langstærstur hlut þeirra var í ferðaþjónustu. Nú í haust verður síðan ráðist í að skoða skattskil þeirra sem selja heimagistingu í gegnum vefsíður. Jafnræði verður að ríkja í skattgreiðslum þeirra sem þessa þjónustu veita. Skattsvik þeirra sem þau stunda koma niður á þeim fyrirtækjum sem eru með allt sitt á hreinu – og skaða þjóðarhag. Þótt varhugavert sé að gera ráð fyrir jafn örri fjölgun ferðamanna og verið hefur allra síðustu ár gera áætlanir þó fyrir aukningu, að öllu forfallalausu. Fjárfesting hefur verið mikil í greininni, ekki síst hvað gistingu varðar, jafnvel svo að í vor vöruðu hótelhald- arar og sérfræðingar við hættu á offjárfest- ingu í hótelum. Íslensk ferðaþjónusta er viðkvæmur atvinnuvegur og ýmislegt getur haft áhrif. Árið 2010 óttuðust menn í greininni og stjór- nvöld að gosið í Eyjafjallajökli kynni að hafa veruleg áhrif til hins verra – en reyndin var þveröfug. Því er von að horft sé til þess á hvorn veginn mál þróast vegna þeirra hræringa sem nú eiga sér stað í Vatnajökli og norðan hans. Ferðamannasprengjan sést á þjóðvegunum Umferðarþungi kallar á úrbætur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjÁLMTýsdóTTiR 18 viðhorf Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.