Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 05.09.2014, Qupperneq 34
að rífa svo mikinn kjaft lengi, að ég sé kominn með meira svigrúm en margir aðrir, fólk tekur mig passlega alvarlega. Það er betra að segja hlutina beint út, ég tala ekki illa um nokkurn mann. Flest fólk á sínar góðu hliðar, hvort sem það eru dópsalar, handrukkarar, stjór- nmálamenn eða útrásarvíkingar. Ég held að allt þetta fólk vilji ekki í raun særa neinn eða gera eitt- hvað illt á hlut annarra. Ef ég segi eitthvað um einhvern, þá er það á hreinu að viðkomandi hafi heyrt það fyrr, frá mér. Það vita allir mína skoðun. Maður á alltaf að segja satt og segja sína skoðun. Það er heiðarlegt. Þess vegna hefur það aldrei farið framhjá neinum þegar Harmageddon hefur skoðun á hlut- unum. Ég lít ekki það að rífa kjaft. Bara heiðarleg samskipti.“ Hrokinn er gríma Harmageddon er þáttur þar sem þeir félagar fá fólk til sín, oftar en ekki fólk sem er með aðrar skoð- anir en þeir. Þátturinn gengur nán- ast út á það að rífast við viðmæl- endurna, en þó á léttum nótum. „Við fáum fólk sem við rök- ræðum við, og oft erum við ekki sammála. Aftur á móti getur þetta fólk yfirleitt fært góð rök fyrir sínu máli. Fólk sem kemur illa út úr við- tölum er fólk sem veit það er ekki að segja satt eða er að verja mál- stað sem það vill ekki verja. Það hafa alveg aðilar komið í þáttinn sem hafa fengið okkur til að skoða málin öðru vísu og fengið mann til að skipta um skoðun eða viljað skoða málin betur.“ Er auðvelt að sannfæra ykkur? „Nei ekki beint, en ég er alltaf tilbúinn að skipta um skoðun. Það er mér ekkert nauðsynlegt að hafa rétt fyrir mér. Ég hef oft rangt fyrir mér. Ég var til dæmi trúaður þegar ég byrjaði í Harmageddon. Endalaust blaður í Frosta sem á endanum gaf mér bók í jólagjöf sem dásamaði hugleiðslu á sama tíma og hún tók niður trúarbrögð varð til þess að ég kynnti mér mál- ið betur og sannfræði mig um að Biblían sé ekki efni sem við eigum að bera á borð fyrir börnin okkar. Ég hins vegar gæti alveg tekið upp á því að reyna trúa á Guð bara til þess að vera auðmjúkur gagnvart þeim sem trúa á eitthvað æðra. En Biblíuna get ég ekki.“ En það er ekki ætlun að særa? „Oft hef ég sagt eitthvað í gríni sem hefur móðgað og sært. Þá verð ég alveg miður mín og ósjald- an þurft að hringja í fólk til þess að biðjast afsökunar á einhverjum fá- vitaskap sem ég hef sagt um æfina. Helmingurinn sem maður segir er oft eitthvert bull og er ekkert að spá í það. Ég þarf að einbeita mér mikið að því að vera ekki fáviti,“ segir Máni. Óttist þið að fólk hætti að taka mark á ykkur? „Það skiptir engu máli, ég er ekki merkilegri en neinn og enginn er merkilegri en ég. Þess vegna á fólk ekkert að taka meira á mark á mér en öðrum. Í lífinu getur maður alltaf bara stólað á eina manneskju og það er maður sjálfur. Stjórnmálamenn, vinnu- veitendur, Guð, maki þinn eða nokkur annar geta ekki verið ábyrgir fyrir velgengni þinni né hamingju. Harmageddon verður samt ekki okkar ævistarf og ég kvíði því ekkert þegar að því kem- ur að hætta. Ég kvíði því meira að hætta að vinna með Frosta.“ Lífshamingja í fótbolta Máni hefur starfað sem knatt- spyrnuþjálfari og á síðasta ári var hann aðstoðarþjálfari Keflavíkur í Pepsideild karla. Máni er á því að ákveðin lífshamingja felist í því að horfa á knattspyrnu. „Ég þjálfaði yngri flokka Hauka og Fjölnis og var þjálfari meistara- flokks kvenna í Stjörnunni í tvö ár og gæti alveg hugsað mér að gera meira af því einhvern tímann í framtíðinni. Mér leiðast samt æfingar en ég hef mikinn áhuga á pælingunni. Ég elska fótbolta, þetta er gullfalleg íþrótt alveg sama hvað hver segir. Ég skil ekki fólk sem skilur ekki fótbolta. Það er að missa af miklu,“ segir Máni. „Gleði lífsins getur verið í kringum fótbolta. Margir af þeim drengjum sem ég þjálfaði í yngri flokkunum eru góðir vinir mínir í dag og einnig þær stúlkur sem voru í meistaraflokki Stjörnunnar. Hvergi hefur mér þó liðið jafnvel og með Keflavík og allt við þann klúbb er stórkostlegt. Ég ætlaði meira að segja að sækja um bæjar- stjórastöðuna í Reykjanesbæ í sumar, en umsóknarferlið varð mér ofviða. Ég hef aldrei sótt um vinnu,“ segir Máni hlæjandi. Óþolandi í sambúð Hvernig er að búa með þér? „Ég er algerlega óþolandi í sam- búð, og óska engum þess að búa með mér,“ segir Máni glottandi. „Ég get oft verið mjög einrænn, og fastur í mínum eigin huga. Ég þrífst best þegar það er brjálað að gera, ég kann vel við það um- hverfi. Það er ekki gaman að vera í kringum svoleiðis mann til langs tíma, ég get verið mjög leiðinlegur. Ég er ekki leiðinlegur við við- komandi, en það er ekki gaman að eiga í samskiptum við mig og ekki gaman að hafa mig inni á heimili. Ég hef lært það með árunum. Verst er að vera andlega fjarverandi með börnunum sínum. Ég vil það ekki. Mér fannst alltaf vera tími fyrir mig og gleymdi öllum í kringum mig. Í dag hef ég önnur viðmið og önnur gildi í þessum efnum og nota minn frítíma mikið með sonum mínum.“ Ertu góður pabbi? „Ég get ekki dæmt um það. Ég veit samt ef strákarnir mínir sjá mig sömu augum í framtíðinni og ég sé foreldra mína í dag. Þá veit ég að ég hef skilað góðu ævistarfi.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég var 14 ára þegar mér fannst Sjálfstæðis- flokkurinn glataður og það gengur eiginlega ekki upp í Garðabæ. WWW.LEIKHUSID.IS Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR 4 Grill sumar! Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. GRILLVEISLUR Gómsætar grillveislur tilbúnar beint á grillið. FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar 34 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.