Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 54
54 heilsa Helgin 5.-7. september 2014
Pana hrásúkkulaði er handgert í Ástralíu af
mikilli alúð. Súkkulaðið inniheldur aðeins
lífræn efni, eins og kókosolíu, hreint kakó,
agave sýróp, goji ber, vanillubaunir og líf-
rænar ilmkjarnaolíur. Hugsjónin að baki
súkkulaðigerðinni hjá Pana Chocolate er að
súkkulaði eigi að vera gott fyrir alla. Pana
hrásúkkulaðið hentar vel fyrir fólk sem er
annt um heilsuna því það er hrein, náttúruleg
hollusta.
Rannsóknir hafa sýnt að hrátt kakó er ofur-
fæða. Lífrænu kakóbaunirnar sem notaðar
eru í Pana hrásúkkulaðið koma frá
Suður-Ameríku og innihalda
mikið magn andoxunarefna,
vítamína og steinefna. Súkk-
ulaðið er gert við lágan hita
því þannig tapast síður nær-
ingarefni. Við framleiðslu
á Pana hrásúkkulaði fer
hitinn aldrei yfir 42°C. Á
þann máta verður súkkul-
aðið ekki aðeins bragð-
betra, heldur
mun auðugra
af næringar-
og andox-
unarefn-
um.
Við
súkkulaði-
gerðina er
sjálfbærni
jarðarinnar
í öndvegi
og er ekki
notast v ið
neinar vélar.
Allt súkkulað-
ið er handgert
og handpakkað.
Pana hrásúkkulaðið
fæst aðeins í Hagkaup
og Heilsuhúsinu.
Nánari upplýsingar
má nálgast á vefnum
www.icecare.is.
Unnið í samvinnu við
Icecare
Lífrænt hrásúkkulaði
Fyrir fólk
sem vill
sleppa
sætindum,
huga að
heilsunni
og dekra
við sig.
Pana
hrásúkkulaðið
er fáanlegt í
ýmsum bragð-
tegundum og
fæst aðeins í
Hagkaup og
Heilsuhúsinu.
Pana súkkulaði er
hráfæði
lífrænt
handgert
vegan
með lágum sykurstuðli
án allra mjólkurvara
án soya
án glútens
án aukaefna
án rotvarnaefna
Birna
Gísladóttir
er sölu- og
markaðsstjóri
IceCare.
Lyfja, Nýbýlavegi 4, sími 527 2755.
Opið alla virka daga frá kl. 10–18:30
og laugardaga frá kl. 11–16.
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/
LY
F
70
39
1
09
/1
4
www.lyfja.is
Lyfja
Nýbýlavegi
á afmæli
Verslun okkar á Nýbýlavegi er eins
árs og af því tilefni verða ýmsar
skemmtilegar uppákomur í verslun
okkar dagana 3. – 6. september.
20%
afsláttur
af öllum snyrtivörum,
ilmum og bætiefnum.
Inga Kristjáns næringar
þerapisti verður á staðnum í
dag, föstudag, frá kl. 15 – 18
með góðar ráðleggingar
varðandi bætiefni.
Líttu við í Lyfju Nýbýlavegi.
M jólkursamsalan safnar nú fyrir nýjum beinþéttnimæli á Landspítalann. Af því til-
efni er D-vítamínbætt léttmjólk kom-
in í sparifötin og er nú svört með krít-
uðum stöfum. Átakið nefnist Mjólkin
gefur styrk og munu 15 krónur af
hverri fernu renna til söfnunarinnar.
Markmiðið er að safna 15 milljónum
króna.
Beinþynning útbreidd
Beinþynning er útbreiddur sjúkdóm-
ur en algengt að fólk viti ekki að það
sé með sjúkdóminn því hann er ein-
kennalaus þar til bein brotna. Því er
mikilvægt að mæla beinþéttni fólks í
áhættuhópum ef takast á að draga úr
líkum á beinbrotum. Nýi beinþéttn-
imælirinn mun nýtast vel en mæla
þarf um 6 til 7000 manns á ári hverju.
Að sögn Rafns Benediktssonar,
yfirlæknis innkirtlalækninga á Land-
spítala og prófessors við Læknadeild
Háskóla Íslands, nær fólk hámarks
beinmassa um þrítugt en tapar eftir
það að meðaltali einu prósenti á ári.
„Á breytingaskeiðinu tapa konur allt
að fimm prósentum á ári. Beinþynn-
ingin veikir beinin án þess að fólk
viti fyrr en það fær lágorkuáverka og
brotnar. Oft þarf lítið til, til dæmis að
fólk detti fram fyrir sig og setji fyrir
sig hendurnar. Brot í framhandlegg
eru þau algengustu. Þau alvarlegustu
eru þó hrygg- og mjaðmarbrot,“ segir
hann.
Gamli mælirinn frá 1997
Beinþéttni er mögulegt að mæla á
einfaldan hátt. Með því að bæta við
öðrum áhættuþáttum úr heilsufari
svo og ættar- og lyfjasögu er hægt
að reikna út líkur á að fólk brotni
við lítinn áverka á næstu 10 árum.
Með lyfjagjöf í nokkur ár er hægt að
minnka líkurnar á brotum um 40 til
70 prósent og því er mikilvægt að á
Landspítalanum sé til gott tæki til
mælinga.
Einn beinþéttnimælir er til á Land-
spítalanum og er hann nokkuð kom-
inn til ára sinna. „Okkar mælir er
frá því á síðustu öld, eða árinu 1997.
Stýrikerfið í honum er Windows 98
og það er ekki hægt að uppfæra það
né tengja niðurstöður beint við önnur
gögn eins og sjúkraskrá. Þá eru
hreyfanlegir hlutar tækisins orðnir
slitnir. Við höfum beðið um nýtt
tæki síðastliðin fimm ár eða svo en
beiðnin hefur ekki komist ofarlega á
innkaupalistann. Þekkt er að stjórn-
málamenn hugsi í stökum kjörtíma-
bilum og því hefur reynst erfitt að
útskýra fyrir ráðamönnum að okkur
vanti tæki til að nota sem forvörn og
þannig spara pening til framtíðar,“
segir Rafn.
Góð viðbrögð
Söfnunarátakið hefur nú staðið í viku
og að sögn Guðnýjar Steinsdóttur,
markaðsstjóra MS, hafa viðtökur
neytenda verið mjög góðar. „Það er
virkilega gaman að sjá hve margir
leggja átakinu lið. Sú leið að nota
mjólkurfernu til að vekja athygli á
söfnun af þessu tagi er algjörlega
ný af nálinni og virkar vel enda er
mjólkin á borðum landsmanna á degi
hverjum.“
Útlit D-vítamínbættu léttmjólkur-
innar er í anda mjólkurauglýsinga
sem voru fyrr á árinu, með svörtum
krítargrunni og hvítum krítuðum
stöfum. Auglýsingastofan ENNEMM
vann að verkefninu í samstarfi við
bandarísku krítarlistakonuna Dana
Tanamachi. Öll hönnunin er hand-
gerð og unnin með krít og síðan
skönnuð inn til að setja á umbúð-
irnar.
Safna fyrir nýjum beinþéttnimæli
Mjólkursamsalan safnar
nú fyrir nýjum beinþéttni-
mæli á Landspítalann
og er D-vítamínbætt
léttmjólk því í breyttum
umbúðum. Sá beinþéttni-
mælir sem nú er notast
við er frá árinu 1997
og orðinn úreltur. Bein-
þynning er útbreiddur
sjúkdómur sem algengt er
að fólk viti ekki af fyrr en
það beinbrotnar.
Frá vinstri Baldur Jónsson, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, Rafn
Benediktsson, yfirlæknir á Landspítalanum og Benedikt Olgeirsson, aðstoðarforstjóri Landspítalans.
Meðan
átakið
Mjólkin
gefur
styrk
stendur
yfir renna
15 krónur
af hverri
seldri
fernu til
söfn-
unar á
beinþéttnimæli fyrir Landspítala.