Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Side 59

Fréttatíminn - 05.09.2014, Side 59
Útsölulok – í miðbæ Hafnarfjarðar Allt að 70% afsláttur mörku. Hann var einn stofnenda Michelin-veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn sem var valinn besti veitingastaður heims árin 2010, 2011, 2012 og 2014. Í dag á hann meðal annars veitingastaðinn Almanak sem er hluti af The Stand- ard í Kaupmannahöfn. The Stand- ard fékk Michelin stjörnu aðeins fjórum mánuðum eftir opnun. Meyer hefur gefið út fjórtán mat- reiðslubækur og stjórnað eigin sjón- varpsþáttum í heimalandinu. Hann hefur verið heiðraður af Dana- drottningu og var valinn Maður áratugarins í Kaupmannahöfn árið 2010 af AOK. Íslenska skyrið sló í gegn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Claus Meyer kemur til Íslands. Hann dvaldi hér í viku árið 2003 þegar hann var undirbúa opnun Noma í Kaupmannahöfn. „Fyrst við vor- um að opna veitingastað á Norður- bryggju vildum við að hann væri innblásinn af þessum nágrönnum okkar þar; Færeyingum, Grænlend- ingum og Íslendingum. Það opn- aði hug minn fyrir því að veitinga- staðurinn myndi reiða sig á vörur úr nærumhverfinu. Á þessum tíma voru slíkar vörur ekki mjög áhuga- verðar í Danmörku. Við fórum til Grænlands, Íslands og Færeyja og leituðum að hráefni sem hefði náin tengsl við náttúruna. Hráefnið var sannarlega þarna, við þurftum bara að setja það í nútíma samhengi.“ Þetta gekk augljóslega bærilega hjá ykkur því Noma var til að mynda fjórum sinnum valið besta veitinga- hús í heimi. Var Íslandsferðin ykkur bara innblástur eða notuðuð þið hrá- efni héðan á staðnum? „Við notuðum skyr mikið og flutt- um það inn ógerilsneytt. Svo notuð- um við mikið af íslensku hreindýri og íslensku lambi. Við prófuðum okkur áfram með þetta alveg frá byrjun. Síðar fundum við margt í Danmörku sem við vissum ekki að þar væri að finna. En vörurnar frá Íslandi og hinum löndunum sem við heimsóttum stóðu samt upp úr á matseðlinum enda voru það vörur sem enginn hafði smakkað áður.“ Ætlar með íslenskt hráefni til New York Claus Meyer hefur skapað heilmikið veldi í Danmörku og það teygir sig reyndar víðar; til Bólivíu auk þess sem hann ætlar að hefja landvinninga í New York árið 2016. „Ég rek mjög fjölbreytt fyrirtæki; veitingastaði á borð við Radio og Almanak, ég á enn 20 prósent hlut í Noma, kaffibrennslu, bakarí og delí, edikverksmiðju, sultuframleiðslu, hveitigerð, hótel, kokkaskóla fyrir börn og góðgerðarsamtök þar sem föngum er kennt að elda til að hvetja þá til að breyta um lífsstíl þegar þeir koma út. Síðan er ég með verkefni í Bólivíu.“ Þar í landi stofnaði Meyer góð- gerðarsamtökin The Melting Pot Fo- undation en markmiðið með þeim er að hjálpa þeim sem minna mega sín í gegnum mat. Eitt af verkefnunum er veitingastaðurinn Gustu sem var val- inn besti veitingastaðurinn í Suður- Ameríku árið 2013. „Við komum með peninga og þekk- ingu til Bólivíu. Ég hef sent mitt besta fólk þangað og við reynum að hrista upp í matargerðinni þar. Ég held að, rétt eins og í Danmörku, þá geti það haft mikil áhrif á ferðamannaiðnað- inn.“ Af hverju Bólivía? „Það er mjög fátækt land og ef þú ætlar að stunda góðgerðarstarf þá þarf það að vera á erfiðum stað. Ann- ars er það of auðvelt. Í Bólivíu er líka að finna mikið af forvitnilegu hráefni sem ekki hefur verið notað og það er lykilatriði. Ef þú getur notað þetta hráefni og breytt því í fjandi góðar máltíðir, þá ertu kominn með eitthvað til að selja. Glæpatíðni er heldur ekki mjög há þar. Það er tiltölulega litlar líkur á þér verði rænt eða nauðgað. Reykjavík er sennilega öruggari en miðað við þennan heimshluta er þetta nokkuð öruggt.“ Þú ætlar líka að reyna fyrir þér í suðupottinum New York, ekki satt? „Jú, við ætlum að opna stóran mat- arstað í New York, Grand Central Station. Þar verðum við meðal annars með smurbrauð og ég vona virkilega að við getum notað íslenskt hráefni þar.“ Vildi breyta matarmenn- ingunni Hvort líturðu á þig sem kokk eða við- skiptajöfur í dag? „Ég er fyrst og fremst matarunn- andi. Þú getur sjálfsagt kallað mig athafnamann eða eitthvað álíka en staðreyndin er samt sú að fyrir mér hefur hagnaður alltaf verið aukaat- riði. Það eru margar einfaldar leið- ir til að græða peninga í þessum bransa en ég hef aldrei stytt mér leið til að gera það. Ég hef alltaf unnið með flottu fólki að verkefnum sem eru áhugaverð út frá matnum. Þetta hefur alltaf snúist um að breyta sam- félaginu. Ég byrjaði á því fyrir þrjá- tíu árum að reyna að breyta matar- menningunni. Ný norræn matargerð hljómaði vel en ég hafði samt engan metnað fyrir því að breyta neinu í Noregi eða Finnlandi. Ég vildi breyta hlutunum í Danmörku.“ Honum tókst gott betur en að breyta hlutunum í Danmörku því ný norræn matargerð varð að tískufyrir- bæri og í kjölfarið hefur orðið vitund- arvakning hjá fólki þegar kemur að mat. Hér á landi leggja sífellt fleiri veitingastaðir upp úr því að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu og mat- reiðslan er oftar en ekki í stíl við ný norræna eldhúsið. Þá hefur almenn- ingur ekki látið sitt eftir liggja og sýnir sífellt meiri áhuga á því hvaðan maturinn kemur. Claus Meyer segir að það sé ánægjulegt að geta notað fyrirtæki sín til að bæta matarmenningu og taka á stórum málum. „Þá er ég að tala um offitu, mengun grunnvatns, minnkandi matarbirgðir í heiminum og ósjálfbæra matarframleiðslu. Ef ég get veitt fólki vinnu við að selja lífrænt brauð sem gert er úr korni úr nærumhverfinu, ræktað sjálfbært af bændum þar, þá „meikar“ viðskipta- módel mitt „sens“.“ Hann segist ekki hafa tíma til að stjórna fyrirtækjunum sínum með harðri hendi. „Þau verða að geta lifað án þess að ég sé stanslaust að skipa fyrir. Ég hef ekki meiri tíma. Ég á konu og börn og langar til að lesa bók af og til. Í dag titla ég mig listrænan stjórnanda í fyrirtækjum mínum, ég er aðaleigandinn en ég réð forstjóra eftir hrunið hérna hjá ykkur. Þá fór allt að verða hálf brot- hætt en forstjórinn var kaldlynd sparnaðarvél sem var ekki einu sinni hrifinn af mat, hann var tilfinninga- laus gagnvart öllu. Þá fyrst fórum við að græða peninga. Fram að því var þetta bara stór atvinnumiðlun og ég gerði það sem ég vildi.“ matur og vín 59 Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.