Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 70

Fréttatíminn - 05.09.2014, Page 70
Hannesarholt Grundarstíg 10 101 Reykjavík www.hannesarholt.is Sími: +(354) 511 1904 HANNESARHOLT HAUST 2014 Haustdagskrá Hannesarholts verður kynnt í Hljóðbergi, laugardaginn 6. september kl. 14. Lifandi tónlist og nýtt verk Eggerts Péturssonar, Fjalldrapi, verður afhjúpað. Verið velkomin. Framundan í vetur: Heimspekispjall Tónleikar Ljóðasöngur Bókakvöld Jazzspuni Gönguferðir með leiðsögn Samsöngur á sunnudegi www.hannesarholt.is Grundarstíg 10 · Sími: 511 1904 E r þessi plata rökrétt fram-hald frá síðustu plötu, eða kveður alltaf við nýjan tón hjá hljómsveitinni? „Þetta er ákveðið framhald,“ segir Daníel. „Þetta er mjög Gus- Guslegt, en með aðeins öðruvísi áherslum, þetta er sprækara og léttara, laust við ákveðnar hjáleiðir sem við fórum á síðustu plötu,“ segir Daníel. „Arabian Horse var fyrir mér framandi. Hún hefst á heimslegum blæ og yfirbragði, við erum að staðsetja músíkina á veraldlegum stólpa. Það er meiri mýkt á Arabian Horse á meðan Mexico er fram- sæknari, þá er ég ekki endilega að tala um hreina merkingu þess orðs, heldur er hún bara blátt áfram fram á við,“ segir Högni. „Hún er meira á tánum,“ bætir Daníel við. „Þetta er meira popp og meira „rave“,“ segir Högni. „Dansvöllurinn er okkar leikvöll- ur, og þar höfum við verið að leika okkur í tæp 20 ár, og það er ennþá gaman að leika,“ segir Daníel. Hvernig kom það til að Högni varð meðlimur í GusGus, vantaði enn einn litinn í þessa flóru sem fyrir var í bandinu? „Það vantaði ekkert, Högna var bara boðið í partíið,“ segir Daníel, „og það er gaman að vera með Högna í partíi.“ „Það þurfti bara einn mann í víg- línuna,“ bætir Högni við. „Manna stöðu sem gerði liðið sterkara,“ segir Daníel. „Fyrir mig persónulega var þetta fljótlega eftir að ég var búinn að gera plötu með Hjaltalín og Sinfó, og var búinn að vera niðursokkinn í músík sem ég var að gera fyrir leik- rit. Var orðinn svolítið strand með hvað ég væri svo að fara að gera. Eitt kvöldið hitti ég Stebba á klúbbi og við fórum að tala um siglingar sem er sameiginlegt áhugamál okkar beggja og ákváðum að við skyldum fara í siglingu um Karab- íska hafið. Nokkrum dögum seinna mundi ég eftir þessu og hringdi í hann og spurði hvort ég ætti ekki að panta flug sem ég sá til Púertó Ríkó. Þetta var í október og við fórum í janúar. Í kjölfarið hittumst við í stúdíóinu hjá GusGus og ég prófaði að syngja yfir nokkur demó sem hann var að vinna í og þannig þróaðist þetta. Það var mikil stemn- ing á þessum tíma og alltaf smá kampavín sem fannst undir ein- hverjum plötum og partí í stúdíó- inu. Það er þarna sem ég kynnist Daníel í fyrsta sinn,“ segir Högni. Kom þetta á óvart? Ykkur eða aðdáendum ykkar? „Þetta kom mér á óvart,“ segir Daníel. „Bara eins og lífið kemur á óvart. Við sáum þetta ekkert í spil- unum, ekkert planað, gerðist bara.“ „Mér datt þetta aldrei í hug,“ segir Högni. „Ég man bara eftir að fara á tónleika með GusGus, horfa á þá spila og fannst þeir geggjað band, en það er fyndið að einhvern tímann sagði ég við vin minn að ég gæti alveg hugsað mér að búa til tónlist með Gus Gus,“ segir Högni. „Svona eins og draumur sem varð að veruleika“ segir Daníel. „Já líklega, „be careful what you wish“,“ for bætir Högni við. GusGus hefur ferðast um heim- inn á hverju ári, þó það sé ekkert á allra vitorði á landinu bláa. Sveitin er orðin mjög vinsæl tónleikasveit. „Við erum að laumast út nánast í hverjum mánuði. Þetta er orðið alþjóðlegt batterí, markaðurinn er alþjóðlegur,“ segir Daníel. „GusGus er þekkt stærð í dans- heiminum, engar poppstjörnur en þekkt stærð vissulega,“ segir Högni en framundan er einmitt tónleikaferðalag til kynningar á plötunni. Þið segið að Mexico sé léttari og meiri dansplata en Arabian Horse. Væntið þið þess að hún stækki aðdáendahópinn? „Vonandi og kannski, við vitum það ekki,“ segir Daníel. „Mexico er bara afurð einhvers hugarástands sem er búið að vera í gerjun í ákveðinn tíma og afsprengi þess,“ bætir hann við. „Maður veit ekkert með það. Við erum með ákveðna sýn og hún er blanda af því sem maður vonar og vill,“ segir Högni. „Meðvitað og ómeðvitað,“ bætir Daníel við. „Ég held að góð list sé bæði gerð af innsæinu og ákveðnu sam- hengi við áhorfandann, og það er líka hlutverk listamannsins,“ segir Högni. Miðasala á tónleikana í kvöld er á www.midi.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  TónlisT ÚTgáfuTónlEikar gusgus í lisTasafni rEykjavíkur Dansvöllurinn er okkar leikvöllur Hljómsveitin GusGus gaf út sína níundu hljóðversplötu fyrr í sumar. Platan sem heitir Mexico er full af dynjandi dansmúsík sem hefur verið aðalsmerki hljómsveitarinnar í þau 19 ár sem hún hefur verið starfandi. Í dag, föstudag, heldur sveitin útgáfutónleika í Listasafni Reykjavíkur og einn stofnmeðlimanna, Maggi Legó, er nýgenginn til liðs við sveitina aftur. Útgáfutónleikar GusGus fara fram í Listasafni Reykjavíkur í kvöld, föstudagskvöld, og þar verður öllu til tjaldað eins og sveitin er þekkt fyrir. WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Kynntu þér siglingar á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Suður Karíbahaf og Orlando 6. – 20. JANÚAR Verð frá aðeins 320.500 kr. VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi! DON CARLO eftir Giuseppe Verdi www.opera.is Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 70 menning Helgin 5.-7. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.