Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.01.2007, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 194 Aðstoð óskast enn! Number needed to treat Þetta heiti er notað til að tákna þann fjölda sjúk- linga sem meðhöndla þarf til að tiltekinn árangur náist. I 180. pistli voru settar fram tvær tillögur: nauðsynlegur meðferðarfjöldi og árangursskila- fjöldi. Number needed to harm Þetta heiti lýsir hins vegar neikvæðum afleið- ingum meðferðar og gefur til kynna hvaða fjölda sjúklinga þarf að gefa sömu meðferð í meðferð- artilraunum til að víst sé að tiltekin aukaverkun komi fram. í 181. pistli var spurt hvort heitið skaðatala kæmi til greina. Case manager Heitið nær til heilbrigðisstarfsmanns sem er nokk- urs konar leiðsögumaður sjúklinga um völund- arhús greiningar og meðferðar, utan eða innan stofnana. Hlutverk hans getur einnig verið að reka á eftir og sjá til þess að staðið sé við áætlanir. 1180. pistli var stungið upp á íslenska heitinu meðferð- arfulltrúi, en að tengill og tengiliður gætu einnig komið til greina. Keratosis pilaris Heitið lýsir húðbreytingum, sem oftast koma fyrir á þjóhnöppum og lærum hjá unglingum, en einnig á kinnum hjá ungbörnum. Húðin verður hrjúf og fær grófa áferð, sem oft er líkt við sandpappír. I 178. pistli var stungið upp á íslensku heitunum hnökrahúð, hárhnökrahúð eða hyrnihnökrahúð. Microcirculation Heitið vísar til blóðrásar í smáæðum (micro- vasculature), slagæðlingum (arterioles), háræðum (capillaries) og bláæðlingum (venules). Lagt var til íslenska heitið smáæðablóðrás. Reyndar var einn- ig spurt í 177. pistli hvort einhver þörf væri fyrir heitið öræðablóðrás. Afsamþykkja, ósamþykkja í 177. pistli var einnig beðið um aðrar tillögur í stað ofangreindra orðskrípa. Þau hafa að sögn komist í notkun í tilteknu tölvukerfi þar sem verið er að afturkalla áður gefið samþykki á færslu. Svæsni í 172. pistli var spurt hvort íslenska nafnorðið svæsni væri nothæft til að lýsa alvarleika sjúkdóms eða einkenna, til dæmis í setningunni: „The seve- rity of her symptoms was such that she could not stay still.” sem yrði þá: „Svæsni einkenna hennar var slík að hún gat ekki verið kyrr.” Near-syncope íðorðasafn lækna tilgreinir íslensku þýðingarnar: yfirlið, ómegin, aðsvif og öngvit fyrir syncope, tímabundið meðvitundarleysi vegna almennrar blóðþurrðar í heila. Fram kom sú tillaga í 171. pistli að syncopc yrði nefnt yfirlið og að fyrirbærið near- syncope nefndist þá aðsvif. Reperfusion injury í 171. pistli var þess getið að frumuskemmdir gætu komið fram eftir að flæði hefst aftur í vef sem orðið hefur fyrir blóðþurrð. Þar sem perfusion er gegnflœði og injury er skemmd eða áverki, var stungið upp á heitinu endurflæðiáverki. Manipulation Umræðan fór fram í 169. og 170. pistli. Heitið var talið vísa til aðgerðar eða verknaðar þar sem tiltekinn líkamshluti væri hreyfður, lagaður eða færður til með höndum eða á einhvern annan hátt. Bent var á nafnorðið handfjötlun og að sögnin manipulate gæti vísað til þess að handstýra. Þá var spurt: í hvaða samhengi eru þessi orð notuð og hvaða verknaði eiga þau að lýsa í læknisfræðilegu samhengi? PCR Fullt heiti á fyrirbærinu er polymerase chain reaction og með því að þýða orð fyrir orð má setja saman heitið fjölliðunarensíms-keðjuefna- breyting. Það er ekki lipurt. Aðferðin er orðin mjög útbreidd á rannsóknastofum og því var lýst eftir íslensku heiti í 168. pistli. Vakin var athygli á heitinu magni sem stungið hafði verið upp á til að vísa í þá mögnun erfðaefnis sem fram kemur við efnabreytinguna. Mobilization í 167. pistli var því lýst að notkunarsviðin væru mörg og að heitið væri notað um: 7. útleysingu frumna úr beinmerg, 2. útlosun efna úr forðabúri í vefjum eða frumum í líffœri, 3. virkjun varnarvið- bragða, 4. rœsingu liðsauka á stofnun til vinnu eða í útkall, 5. losun líffœris úr samvöxtum eða nátt- úrulegri festingu við skurðaðgerð og 6. liðkun liða og liðamóta. Aðeins var lögð fram tillaga að lausn fyrir hið fyrst talda af þessum notkunarsviðum, útleysing. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2007/93 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.