Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 19
Líknardráp — siðferðilegur valkostur? Ágrip Ólafur Árni Sveinsson Læknir og Heimspekingur Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Árni Sveinsson Geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss D-12 að Kleppi olafursv@landspitali. is Mikil og heit umræða hefur átt sér stað í mörgum löndum um lögleiðingu líknardráps. Aðeins fáar þjóðir hafa leyft líknardráp eða sjálfsvíg með aðstoð læknis (Physician assisted suicide, PAS) og eru þar Hollendingar í fararbroddi. Forvígismenn líknardráps leggja almennt fram tvennskonar rök fyrir máli sínu: annars vegar „réttinn” til að deyja og hins vegar að enginn eðlismunur sé á líkn- ardrápi og líknarmeðferð. I þessari grein hafna ég þessum tveimur of- annefndum rökum og ræði fjölmörg rök gegn líknardrápi, en í grófum dráttum má flokka þau í fernt. í fyrsta lagi er það trú margra, að rangt sé að taka líf undir öllum kringumstæðum. í öðru lagi, að það sé óréttmæt krafa að biðja eina manneskju um að taka líf annarrar, svokölluð gagnkvæm- isrök. Auk þess samrýmist líknardráp alls ekki grundvallarstarfsreglum lækna og hjúkrunarfræð- inga og gæti hæglega truflað trúnaðarsamband sjúklings og læknis, þ.e. meðferðarsambandið. í þriðja lagi eru „empirísk rök“ þ.e. rök byggð á reynslu. I greininni sýni ég fram á að líknardráp í Hollandi sé ekki undir nógu góðu eftirliti og bjóði heim misnotkun, sem líklega er raunin í Hollandi. I fjórða lagi, þó að líknardráp sé hugsanlega rétt- lætanlegt í einstaka tilfellum, þá muni það leiða til misnotkunar vegna skilaboðanna og þrýstingsins sem kosturinn hefur í för með sér. Svar mitt við kröfunni um líknardráp er lfkn- armeðferð, þar sem samræðan við sjúkling skiptir höfuðmáli. En til að samræðan skili árangri verður hún að vera einlæg og opinská. Samræðuvilji og samræðuhæfni umönnunaraðilans verður einnig að vera fyrir hendi. Inngangur Mikil og heit umræða hefur átt sér stað í mörgum löndum um lögleiðingu líknardráps. Aðeins fáar þjóðir hafa lögleyft líknardráp eða sjálfsvíg með aðstoð læknis (Physician assisted suicide, PAS) og eru þar Hollendingar í fararbroddi. Á Islandi hefur umræðan um þetta málefni verið afar lítil. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir íslendinga að mynda sér skoðun og taka afstöðu. Ekki hafa verið gerðar ítarlegar kannanir á hug landsmanna en í könnun Pricewaterhouse Coopers frá árinu Lyidi.rð: líknardráp, sjálfrœði, 2001 var tæPlega helmingur landsmanna eða líknarmeðferð, samræða. 46,4% fylgjandi líknardrápi og þriðjungur því ENGLISH SUMMARY Sveinsson ÓÁ Euthanasia - a moral choice? Læknablaðið 2007;93: 543-551 Euthanasia has been heatedly discussed in Western countries over the last years. Only a few nations have legalized euthanasia or physician assisted suicide with the Dutch at the forefront of that field. Proponents of euthanasia mostly argue for euthanasia on two grounds. Firstly, that the patient has a right to die and secondly, that there is no substantial difference between euthanasia and palliative care. In this paper I will argue against both of the above. I discuss the arguments against euthanasia which are in principle four. Firstly, it is held by many that taking a human life is wrong under all circumstances. Secondly, that it is an unjustifiable demand to ask a person to take another person’s life. In relation to that argument, euthanasia is not in accordance with the basic principles of medicine and nursing as they have evolved over the years and could therefore easily disrupt the therapeutic relationship. Thirdly, as shown from Flolland there is empirical evidence that euthanasia is not under good enough surveillance and therefore invites misuse. Fourthly, even though euthanasia might possibly be justifiable under certain circumstances, legalisation might well invite abuse because of the message and pressure that the option places on both patients and professionals in terminal care. My answer to the euthanasia demand is palliative care, where dialogue between the patient and doctor is central. But the dialogue cannot be effective, unless both partners are willing and able to engage in sincere and frank conversations. Keywords: euthanasia, autonomy, palliative care, dialogue. Correspondace: Ólafur Árni Sveinsson, olafursv@landspitali. is andvígur.1 I Ijósi lítillar umræðu kemur það nokk- uð á óvart hve hlynntir íslendingar eru líknardrápi samkvæmt þessari könnun. Það er athyglisvert að fólk er hlynntara líknardrápi því fjarlægara sem það er dauðanum. Kannanir sem gerðar hafa verið á Vesturlöndum á viðhorfi til líknardráps, sýna að afstaðan til líknardráps breytist eftir því skemmra sem það á ólifað. Með öðrum orðum, því nær sem einstaklingurinn er dauðanum því fleiri daga vill hann eiga. Eftirfarandi segir Sigurður Árnason 1 Tekið var slembiúrtak 1.200 fslendinga um allt land á aldrínum 18-75 ára og var nettósvarhlutfall 67,5%. Karlar voru frekar fylgjandi líknardrápi en konur, en mestur var skoðanamunur milli aldurshópa. Rúmlega 57% fólks á aldrinum 18-25 ára sögðust fylgjandi líknardrápi en innan við þriðjun- gur fólks á aldrinum 50-75 ára voru því fylgjandi. Þá voru íbúar á lands- byggðinni síður fylgjandi líknardrápi og tekjulágir voru síður fylgjandi en þeir tekjuhærri. (1). Læknablaðið 2007/93 543
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.