Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / THE LANCET mjög mikilli og sérhæfðri þekkingu, það er hlustað á þá þegar þeir tjá sig en í þessum efnum hafa læknar stórlega vanmetið möguleg áhrif sín. Með því að einkavæða heilbrigðisþjónustu eru stjórnvöld að ýta læknum enn lengra út á kant- inn í þjóðfélagsumræðunni og draga úr mikilvægi hlutverks þeirra í að viðhalda þeim félagslega samningi sem verður að vera í gildi milli þegn- anna og stjórnvalda á hverjum tíma.” Finnst þér að leggja ætti meiri áherslu á sið- ferðilega og mannlega þáttinní menntun lækna? „Ég get að sjálfsögðu ekki svarað því hvernig menntun lækna á íslandi er háttað hvað þetta varðar en sannarlega í öðrum Evrópulöndum þar sem ég þekki til er þessu verulega ábótavant og áherslan á tæknilegan og vísindalegan þátt lækn- isfræði er á kostnað annarra þátta. Læknisfræði byggir á vísindalegri þekkingu en hún er jafn- framt annað og miklu meira. Læknisfræði snýst um sjónarhorn á umheiminn. Læknisfræði snýst um siðferðilega og heimspekilega sýn okkar á veröldina. Læknisfræði er miklu víðari vís- indagrein en svo að rannsóknarstofuvísindin eigi að hafa þar þá yfirburðastöðu sem þeim hefur hlotnast á undanförnum árum. Það eru mistök.” Þú hefur tjáð andstöðu þína við stríðsrekst- urinn í írak og skrifað greinaríThe Lancet um þetta efni. í hverju er andstaða þín fólgin? „Lancet er læknisfræðilegt rit og stefna okkar er að birta niðurstöður rannsókna í læknavís- indum. Þegar niðurstöðurnar eru sannfærandi og studdar vísindalegum rökum þá fylgjum við þeim eftir og styðjum þær í forystugreinum. I þessu til- felli þá birtum við tvær rannsóknarniðurstöður frá hópi lækna við John Hopkins sjúkrahúsið þar sem sýnt var fram á með óyggjandi rökum að dánartíðni meðal írasks almennings hafði hækkað skelfilega frá því innrásin var gerð 2003. í mínum augum er það eðlilegt skref fyrir ritstjóra Lancet að fylgja þessum niðurstöðum eftir og vekja athygli á þeim. Það er enginn munur á því í mínum augum að vekja athygli á rannsókn sem sýnir fram á að tiltekið lyf hefur ákveðna verk- un og að vekja athygli á því hvað þessi ólöglegi stríðsrekstur hefur haft hryllileg áhrif á heilsufar og lífslíkur heillar þjóðar. Hér ættu læknar, lækna- samtök og stofnanir þeirra að tjá sig og síðan spyrja í framhaldinu hvað þeir geti gert til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Kannski ættu læknar að hafna samstarfi við stjórnvöld þeirra landa sem taka þátt í Írakstríðinu. Afstaða lækna gæti verið að sinna sjúklingum eins og þeim ber en hafna að öðru leyti samstarfi við stjórnvöld sem standa í ólöglegum og villimannslegum stríðrekstri með þessum afleiðingum fyrir heilsufar heillar þjóð- ar.” Orlofsíbúð í Stokkhólmi Orlofssjóður lækna hefur tekið á leigu fbúð við Hornsgatan 61 í Stokkhólmi. íbúðin skiptist í tvær stofur (þar af ein með svefnsófa), eitt svefnher- bergi, baðherbergi, gestabaðherbergi og eldhús. Sængur og koddar ásamt sængurverum eru fyrir fjóra (svefnsófi og dýna í stofu meðtalin).Öll venjuleg eldhúsáhöld og borðbúnaður, handklæði og rúmföt fylgja íbúðinni.í íbúðinni er sjónvarp með mörgum stöðvum.Þráðlaust internet er í íbúðinni. íbúðin er leigð frá 7. júlí til 1. september 2007 í viku í senn frá kl. 17 á laugardegi til kl. 15 næsta laugardag á eftir. Vikan kostar 35 þúsund og 36 orlofspunkta. Lyklar eru afhentir á skrifstofu læknafélaganna Hlíðasmára 8 Kópavogi. Leigutaki skuldbindur sig til að fara vel og þrifalega með hið leigða húsnæði. Ekki er heimilt að reykja í íbúðinni og virða skal almennar hús- reglur eins og að læsa ávallt útidyrum og ekki vera með hávaða seint á kvöldin o.s.frv. í búðin er vel staðsett á Södermalm í Stokkhólmi, hún er umkringd kaffihúsum, veitingahúsum og verslunum.Hún er í göngufæri við neðanjarðarlest (Mariatorget), baðströnd (langholmen) og Gamla Stan.Hún er nálægt Södersjukhuset (10 mín. ganga), 7 km frá Karolinska og 20 km frá hudd- inge Universitessjukhuset. Hægt er að panta íbúðina á orlofsvefnum einn- ig er hægt að hafa samband við skrifstofu lækna- félaganna ef þið getið nýtt ykkur þennan kost en fyrstur kemur fyrstur fær. 566 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.