Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL vegis af góðrí jómfrúarolíu - kannski 1 matskeið var dreift yfir hrygginn og svo var muldu fersku rósmaríni, salti og pipar dreift ríkulega yfir. Lokið var sett á ofnpottinn og svo var hann settur í 160 gráðu heitan ofn og látinn bakast þar til kjarnhiti fór að nálgast 60 gráður. 300 ml afvatni er svo hellt yfir hrygginn og leyft að sjóða í ofnpottinum í smá- tíma. Þegar kjarnhiti er kominn rétt yfir 62 gráður er hryggurinn tekinn út úr ofninum, kveikt á grillinu og hitinn keyrður upp. Vatninu hellt frá og notað í sósuna. Þegar ofninn er orðinn blússheitur er auka salti dreift yfir hrygginn og hann settur aftur inn í ofninn án pottloksins. Puran verður þannig knass- andi og góð. ” http://www. ragnarfreyr. blog.is/ „Öll íslensk villibráð finnst mér frábær, hrein- dýrakjöt, rjúpur, gæsir, endur og svartfugl. Þetta er ótrúlega góður matur og ég hef eldað úr þessu öllu. Hreindýrakjötið er frábær matur og var jólamat- urinn um síðustu jól.” Hann kveðst hafa byrjað að stunda skotveiðar fyrir tveimur árum og það áhugamál fari vaxandi hjá sér. „Þetta tengist því að draga í búið og elda bráðina.” Ragnar Freyr er svo heppinn að samhliða áhug- anum á mat og matargerð hefur hann brennandi áhuga á skvassi. Þar brennir hann af sér hitaein- ingunum sem maturinn leggur honum til og veitir kannski ekki af þar sem ítalskur matur er sjaldan í lista í megrunarkúrum. „Þetta fer mjög vel saman og er eina leiðin til að heyja nauðsynlega varn- arbaráttu við hitt áhugamálið.Ég spila skvass þrisvar til fjórum sinnum í viku,” segir hann og ein af fyrirmyndum í þeim efnum er ekki langt undan því Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir er í skvasslandsliðinu „Tómas vinnur mig nánast alltaf en heldur mér við efnið með því að ég næ að merja eina og eina lotu. Hann rústaði mér reyndar alveg um daginn.” Ragnar Freyr klykkir út með því að segja að þrátt fyrir mikla ástundun ofangreindra áhugamála þá sé aðaláhugamálið hans læknisfræði og flest allt annað verði að víkja þegar hún er annars vegar. „Ég elda fyrir fjölskylduna þegar ég er ekki á vakt, annars ekki, “ segir þessi glaðbeitti matgæðingur sem á sex mánuðum hefur orðið ein af helstu fyr- irmyndum þjóðarinnar í vandaðri eldamennsku. Geri aðrir betur. Yfir tvö oúsund æknar Tvö þúsundasti læknirinn sem lækna- deild Háskóla Islands útskrifar var í hópi þeirra 36 nýju lækna sem útskrifast frá deildinni í vor. Hefur deildin nú alls útskrifað 2035 lækna frá upphafi. Konur eru 60% hópsins og sagði Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, þegar hann ávarpaði hópinn í móttöku Læknafélags Islands, að sama hlutfall kvenna væri í þeim hópi sem þreytti inn- tökupróf fyrir læknadeildina í vor. Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, bauð þennan nýja hóp lækna velkominn í íslenska læknastétt og sagði þessa athöfn jafnan þá ánægulegustu sem Læknafélag- ið stæði fyrir. Eftir ávörp Sigurbjörns og Sigurðar, afhenti Örn Bjarnason við- urkenningar) Hollvinafélags læknadeild- ar sem Edda Vésteinsdóttir og Róbert Pálmason fengu. Þá skrifuðu læknarnir undir læknaeið Hippokratesar. Formaður Læknafélags íslands sagði jafnframt í ávarpi sínu að læknum framtíðarinnar væri hætt við þær ýmsu breytingar sem einkenndu okkar daga. „Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu mun ráðast af sjúkdómum þjóðarinnar, hvern- ig þróun verður í vísindum og tækni, hvernig kostnaðaraukningu verður mætt, hvort taumlaus markaðs- og einstaklings- hyggja munu ráða öllu um veitingu heilbrigðisþjónustu eða hvort fjöldinn muni una því áfram að axla sameiginlega ábyrgð,” sagði Sigurbjörn og kvaðst ekki einvörðungu vísa hér til lækna heldur hefðu allir limir á þjóðarlíkamanum sitt hlutverk. „Væntingar og kröfur ráða miklu og vandasamt er að spila úr því sem er til skiptanna, þegar kostn- aður eykst hraðar en aflahlutur þjóðar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu ákvarðar eftirspurn. Akall um jafnræði þegnanna er sanngjarnt við þessar aðstæður, en þessu ákalli er oft erfitt að svara. Og þá koma sölumenn markaðarins með lausn- ir þar sem grundvöllurinn, mannúðin, hefur gleymst.” Læknablaðið 2007/93 561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.