Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 31
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLÆKNINGAR fátækra svartra íbúa. Þarna er greinilegt að félags- legir þættir eru til staðar. Samspil þessara þátta er hinsvegar mjög flókið. í Bretlandi er sú stefna uppi að líta alltaf til þessara þriggja þátta og reyna að átta sig á samspili þeirra og vægi innbyrðis.” Doktorsritgerð um áhrif Clozapine Páll hóf framhaldsnám í geðlækningum við Maudesley sjúkrahúsið í Londonen það á sér langa og merka sögu á sviði geðlækninga og þar hafa margir íslenskir læknar stundað framhalds- nám á umliðnum árum. „Þarna er rekin geysilega öflug rannsóknarstofnun í geðlækningum og þar gegndi ég bæði rannsóknarstöðu og einnig klín- ískri stöðu við spítalann frá 1997 til ársins 2003 en gegni ennþá rannsóknarstöðunni. Rannsóknir mínar hafa fyrst og fremst beinst að áhrifum geðrofslyfja og notkun myndgreiningartækni til að kanna áhrif þeirra á heilann. Þetta eru lyf sem eru í eru í flokki dópamínhamlara og eru notuð við geðklofa en stundum við alvarlegum geðhvarfa- sjúkdómum.” Doktorsritgerð sína byggða á þessum rann- sóknum varði Páll í maí 2006 og fjallaði hún um áhrif lyfsins Clozapine eða Leponex eins og það er þekkt hér á landi. „Aukaverkanir þessa lyfs eru hinsvegar umtalsverðar og í helmingi tilfella virkar lyfið ekki. Þá eru góð ráð dýr því að lyfið er notað við geðklofa sem ekki svarar annarri meðferð. Mínar rannsóknir beindust að því að bæta öðru geðrofslyfi við sem virkar mjög sérhæft á dóp- amínviðtaka í heilanum ogsýndu þær fram á að þá virðist fólki batna frekar þótt það hafi upphaflega ekki svarað clozapine vel. Síðan gerði ég heilaskönnunarrannsókn bæði fyrir og eftir töku lyfjanna og var að bera þetta saman og finna ástæður þess að ákveðnir ein- staklingar svara ekki lyfinu.” Páll er þó ekki maður einhamur og stundaði ýmsar rannsóknir og önnur störf samhliða doktors- verkefni sínu. „Eg hef verið að gera rannsókn með fMRI tækni hvernig hugsun og einbeiting hefur áhrif á blóðflæði til heilans og hvort og hvernig þetta er frábrugðið hjá einstaklingum með geð- klofa og heilbrigðum einstaklingum. Ég var að vinna í teymi sem rannsakaði sérstaklega tvo hópa einstaklinga, annars vegar fólk sem var með fyrstu einkenni geðrofs en var ekki orðið alvarlega veikt og hinsvegar mjög veika einstaklinga sem voru ekki byrjaðir í lyfjameðferð. Niðurstöðurnar úr þessum rannsóknum eru að birtast núna í ritrýnd- um greinum og eru áhugaverðar því skýr þróun sést frá heilbrigðum gegnum þá sem hafa byrjandi einkenni yfir í þá sem komnir eru í fullt geðrof.” Páll segir að hugmyndin að baki þessum rann- sóknum hafi verið að kortleggja breytingar sem eiga sér stað við upphaf geðrofs áður en lyfjameð- ferð hefst. „Þannig gæfist tækifæri til að rannsaka áhrif geðrofslyfja á einstaklinga sem eru í upp- hafi geðrofs. Það má í rauninni segja að þetta séu grunnrannsóknir á þessu sviði og alltaf spurning hversu hagnýtar slíkar rannsóknir eru. En auk þessa hef ég verið í klínískum rannsóknum þar sem verið er að bera saman áhrif og virkni lyfja á sjúklinga með geðrof,og svo í fjórða lagi hef ég tekið þátt í rannsóknum á áhrifum sálfræðilegr- ar meðferðar, cognitive remediation therapy, á starfshæfni, þar sem fólki er hjálpað til að hugsa skilvirkar.” „Á geðgjörgœsludeild er fólk í alls kyns ástandi og oftast er því haldið gegn vilja sínum svo ef manni tekst að auka áhrifsjúk- linganna á meðferðina þá hlýtur þetta að vera hœgt annars staðar, ” segir Páll Matthíasson geðlœknir. Læknablaðið 2007/93 555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.