Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 30
UMRÆÐA & FRÉTTIR /GEÐLÆKNINGAR Samfélagsgeðlækningar eru forgangsverkefni Hávar Sigurjónsson Páll Matthíasson geðlæknir hefur undanfarin tíu ár starfað í Bretlandi við góðan orðstír. I vetur tók hann ásamt fjölskyldu sinni þá stóru ákvörðun að flytjast heim til Islands og tekur á næstunni við starfi afleysandi yfirlæknis ádeild 32-A (Gamla A-2 á Borgarspítalanum) á Geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss í stað Engilberts Sigurðssonar sem tekur sér leyfi tímabundið til að sinna öðrum verkefnum. Páll hefur gegnt stöðu yfirlæknis viðHuntercombe Roehampton sjúkra- húsið í London og einnig stundað rannsóknir við Geðfræðastofnun Lundúnaháskóla (Institute of Psychiatry). Páll er fæddur í Reykjavík 1966 og eftir hefð- bundna skólagöngu lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986. Hann hóf nám í læknisfræði haustið 1988 og sóttist námið vel og útskrifaðist vorið 1994. „Ég hafði alltaf vilj- að verða læknir en það gekk maður undir manns hönd og varaði mig við. Ég lét mér þó ekki segjast að lokum og líkaði námið mjög vel og sérstaklega kunni ég vel að njóta þess akademíska frelsis sem deildin bauð upp á. Það hentaði mér vel að lesa námsefnið til hlítar heima en þurfa ekki að sækja tíma,“ segir Páll. Til mikils að vinna Kandidatsárinu var varið á Landspítalanum og var það góður skóli að sögn Páls. „ Við vorum þarna góður hópur. Til er fræg bók sem heitir House of God og fjallar um læknakandidata sem allir ákveða að læra geðlækningar. Það rímaði við okkar hóp því vorum óvenju mörg úr þessum hóp sem fórum í geðlækningarnar. Þarna voru auk mín, Magnús Haraldsson, Ferdinand Jónsson, Bjarni Össurarson og Nanna Briem, öll af sama ári. Ég hafði alltaf áhuga á húmanísku hliðinni á læknisfræði þó ég hefði sannarlega ánægju af mörgum öðrum greinum og hefði sjálfsagt orðið ágætis lyflæknir. Mér fannst þó spurningarnar sem maður spurði í því hlutverki ekki nógu áhugaverð- ar og fann mig mun betur í hlutverki spyrjandans gagnvart sjúklingum á geðdeildinni. Svörin voru líka mun áhugaverðari. Geðlækningar eru reynd- ar sögulega séð fag innan lyflækninga og þannig fannst mér þetta sameinast ágætlega. Ég fann líka fyrir því að þörfin fyrir geðlækna var mikil og hægt að gera verulegt gagn því í geðlækningum er maður oftar en ekki að fást við ungt fólk í blóma- lífsins og til mikils að vinna að hjálpa því að ná heilsu að nýju.” Kannastu við það sjónarmið að geðlœkningar séu í einhverjum skilningi ónákvæmari en hinar strangvísindalegu greinar lœknisfrœðinnar? „Já, vissulega hefur maður heyrt það og það er ekki úr lausu lofti gripið. Það er ekki eins mikið vitað en það þýðir ekki að lausnirnar séu ekki til og einmitt þess vegna er svigrúmið til rannsókna mjög mikið og spennandi. Svigrúmið til mismunandi áhersla í lækningum er einnig mikið og talsvert meira en í ýmsum öðrum greinum. En það eimir enn eftir af fordómum gagnvart geðlækningum og ekki síður innan læknastéttarinnar en utan hennar. Þetta hefur endurspeglast í fordómum samfélags- ins gagnvart geðsjúkum, en hefur breyst mjög til batnaðar á undanförnum árum.” Páll segir að viðhorf innan geðlæknisfræðinnar hafi breyst verulega á umliðnum árum gagnvart meðhöndlun geðsjúkdóma og áherslur breyst. „Þetta hefur sveiflast mjög mikið til á milli landa og milli tímabila. Ýmist hafa menn aðhyllst lyfja- meðferð eða sálfræðilega meðferð en núorðið sam- hæfa góðir geðlæknar þessi sjónarmið. Almennt er talið að þrír meginþættir valdi geðsjúkdómum. Það eru líffræðilegir, sálrænir og félagslegir þættir. Það er síðan mjög mismunandi eftir einstaklingum og sjúkdómum hvaða þættir vega þyngst. í geðklofa- sjúkdómum eru líffræðilegar ástæður mjög sterkar en það er samt ekki eina skýringin. Sem dæmi um það má nefna að rannsóknir hafa leitt í ljós að geð- klofi er allt að sjö sinnum algengari meðal fólks af annarri kynslóð innflytjenda úr Karabíska haf- inu heldur en hvítra í Bretlandi. Það hefur einnig komið í ljós að þessi munur er meira áberandi meðal svartra sem búa við betri efni í hverfum þar sem hvítir íbúar eru í meirihluta en í hverfum 554 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.