Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / HERSLISMEIN Efni og aðferðir Sjúklingar með herslismein voru fundnir í skrám gigtardeildar Landspítala háskólasjúkra- húss (LSH) og einnig var leitað kerfisbundið í sjúkdómaskrám LSH samkvæmt IDC kóðum. Kynningarbréf var sent til allra sjúklinga sem fundust í fyrrnefndum gagnagrunnum og voru lif- andi 31/12 2003. í kjölfarið var haft símasamband við allan hópinn og þeir sem samþykktu þátttöku voru boðaðir til viðtals og beinþéttnimælingar (sjá nánar að neðan). Viðtal og skoðun Við komu á beinþéttnimóttöku LSH var fram- kvæmt staðlað viðlal sem tók til áhættuþátta fyrir beinþynningu, ættarsögu og einnig var spurt um neysluvenjur með lilliti til kalks og D-vítamín inntöku. Einnig var spurt um líkamshreyfingu og íþróttaiðkun þátttakenda. Þá var framkvæmd lík- amsskoðun með tilliti til útbreiðslu herslisbreyt- inga í húð, þar sem yfirborði húðarinnar var skipt í 24 svæði og gefin stig frá núll upp í þrjá, allt eftir alvarleika herslimeinsbreytinganna. Möguleg húð- stigaeinkunn var því frá 0 upp í 72 stig. í kjölfarið voru þátttakendur flokkaðir í tvo hópa eftir alþjóðlegri flokkun eftir því hvort þeir væru með takmarkað eða dreift herslismein í húð (17). Tafla 1. Yfirlit yfir helstu beinvísa sem mældir eru í rannsókninni með tilliti til efnafræðilegrar samsetningar, uppruna og hlutverks. Beinvísir Efnafrœöileg samsetning Uppruni Hlutverk Osteókalsín Lítiö prótein: 49 amínósýrur Beinkímfrumur og tannbeinskim- frumur Endurspeglar nýmyndun beina Paratýrín (PTH) Hormón: 84 amínósýrur Kalkkirtlar Stýrir kalk- og fosfatjafnvasgi líkamans. CrossLaps Lítið nióurbrots-prótein úr kollageni Bein og aðrir vefir (kollagen 1) Endurspeglar niðurbrot beina. Cystatin-C Prótein: 121 amínósýra Allar kyrni frumur Hamla virkni ákveðinna próteasa. Endurspeglar nýrnastarfsemi IGF-1 Prótein: 70 amínósýrur 80% af IGF-1 í blóöi kemur frá lifur, afgangur frá beinum og öðrum vefum Hvetur skiptingu og þroska bein-og brjóskfrumna og eykur framleiðslu efna sem fara í beinkvoöu (matrix constituents). PINP (Procollagen type 1 N- terminal propeptide) Prótein: 51 amínósýrur Bein og mjúkvefir (kollagen 1) Endurspeglar. nýmyndun kollagens Sjá nánar heimildir( 19-21). Meðferð lífsýna og mæling lífefna Öll lífsýnataka og meðferð sýna fylgdi stöðluðum verkferlum. Morgunþvagsýni og fastandi blóðsýni voru tekin fyrir kl 10:00 að morgni vegna dæg- ursveiflu margra lífefna sem mæld voru. Blóðhagur var mældur með Cell Dyn 3200, en blóðsölt, kreatínín, heildarmagn alkalísks fosfatasa, albúm- ín og kolsýra í blóði var mælt jafnóðum með Vitros 950 tæki (Vitros) og hvarfefnum frá Ortho Clinical Diagnostics (Rochester, Bandaríkjunum). Einnig var mælt jóniserað kalsíum með jóna- sértækum rafskautum (ion-selective electrodes) með Radiometer 720 tæki (Kaupmannahöfn, Danmörku). Þá var mælt osteókalsín, paratýrín, CrossLaps, PINP, týrótrópín (TSH), östradíól. testósterón, frítt T4 og frítt T3 í blóði með hjálp mótefna og rafefnaljómunar (electrochemilumins- cence immunoassay) með Elecsys tæki frá Roche Diagnostics GmbH (Mannheim, Þýskalandi). Styrkur 25-OH vítamíns D var mældur með hjálp mótefna og geislavirks joðs (DiaSorin,Stillwater, Bandaríkjunum). Insulin-like Growth Factor-1 (IGF-1) var mældur með mótefnum og geislavirku joði (radioimmunoassay) og komu hvarfefnin frá Diagnostic System Laboratories (Webster, Bandaríkjunum). Cystatin-C var mælt með grugg- mælingu og hjálp mótefna frá DAKO (Glostup, Danmörku) á Vitros 30 tæki.Tafla I gefur yfirlit um uppruna og hlutverk helstu beinvísa sem mældir eru í þessari rannsókn. Sjúklingarnir voru beðnir að kasta af sér þvagi heima snemma morguns, þ.e. áður en þeir komu til rannsóknar og skrá tímann hjá sér. Þegar þeir komu til rannsóknar var tekið þvagsýni. Magn og tíminn frá því þeir höfðu þvaglát um morguninn var skráð og 10 ml sendir til rannsóknarstofu. I þessu sýni var mældur styrkur kalíum, kalsíum og kreatíníns. Reiknaður var útskilnaður þessara efna á sólarhring sem og kreatínín úthreinsun (creat- inine clearance), ásamt hlutfalls kalsíums og kreat- íníns í þvagi. Beinþéttnimœlingar Beinþéttni þátttakenda var mæld með QDR 4500 Elite beinþéttnimæli. Tækið mælir magn steinefna í beinum (bone mineral content (BMC)) og gefur það upp sem steinefnainnihald á flatarmálseiningu (bone mineral density (BMD)). Sú niðurstaða er síðan umreiknuð í T-gildi (18) og eru þær tölur notaðar til kynningar á niðurstöðum. Mæld var beinþéttni í lendarliðum (L1-L4), lærleggsháls, mjöðm ásamt líkamanum í heild. Tveir þátttakendur áttu ekki möguleika að koma til Reykjavíkur lil beinþéttnimælingar. Þeir voru mældir með Hologic 2000 DEXA-mæli sem Læknablaðið 2007/93537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.