Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREIN / LIKNARDRAP krabbameinslæknir um krabbameinssjúka ein- staklinga: „Það er algengara að sjúklingar með stöðuga verki fargi sér en sjúklingar með langt gengið krabbamein. Skýringin á þessu er ef til vill sú, að lífið verður því dýrmœtara sem það er styttra. Svo dýrmœtt að einstaklingurinn lœrir að lifa upp á nýtt ef svo má segja. Deyjandi unglingur fullorðnast á nokkrum dögum og fer stundum langt fram úr foreldrunum, sem koma íhumátt á eftir. “ (2). Almennt eru íslenskir læknar á móti líknardrápi eins og rælt verður síðar (3). Sjálfur er ég ekki hlynntur lögleiðingu líknardráps og mun ég rökstyðja þá afstöðu í þessari grein. En ef umræðan um líknardráp á að vera markviss verður skilgreiningin að vera nokkuð skýr. Ég vil skilgreina líknardráp aðeins sem slíkt ef sjúklingur biður um að líf hans sé stytt, þ.e. sam- kvæmt vilja hans og beiðni. Sjúklingurinn verður að biðja um að honum sé stytt lífið. Hollendingar skilgreina líknardráp einnig á þennan veg. Að stytta líf einhvers sem ekki hefur beðið um það (án vilja) eða þá að halda að sér höndum þegar hjálpa mætti sjúklingi (aðgerðarleysi) tel ég ekki vera líknardráp, heldur meira í ætt við dráp. I greininni eru fyrst og fremst rædd rök gegn líknardrápi en rökin með líknardrápi koma einnig fyrir. Þau hringa sig í kringum réttinn til að deyja og að enginn munur sé á líknardrápi og líkn- armeðferð. I fyrri hluta greinarinnar er fjallað um læknisfræðileg og siðferðileg rök gegn líknardrápi. Síðari hlutinn fjallar um líknarmeðferð og mik- ilvægi samræðunnar sem svar við beiðni sjúklings um líknardráp. I. hluti. Læknisfræðileg og siðferðileg rök gegn líknardrápi Það er rangt að drepa Þessi rök eru sannfæring margra. Þau kveða á um að það sé rangt að drepa eða taka líf í hvaða skil- ingi sem er (4) og að lífið sé heilagt óháð aldri eða fötlun. Þessi sannfæring hefur sterka skírskotun til flestra trúarbragða heimsins en einnig hafa margir þessa sannfæringu án tilvísunar í trúarrit eða á grunni trúarupplifunar. Ef líknardráp yrði lögleitt gengi það í berhögg við sannfæringu fjölda fólks í heiminum, líklega meirihluta jarðarbúa. Gagnkvæmisrök (skaðleysisrök) Þetta eru að mínu mati mikilvægustu rökin. Ekki er siðferðilega réttmætt að fara fram á við eina manneskju að hún deyði aðra. Það er óréttmæl beiðni sem gæti haft slæm sálræn áhrif á þann sem beðinn er. Afleiðing slíkrar beiðni eða gjörð- ar gæti einnig truflað mjög samband læknis og sjúklings, væri þessi möguleiki fyrir hendi (4). Ein viðurkenndasta regla heimspeki Vesturlanda er Frelsisregla breska heimspekingsins Johns Stuarts Mill. Hún kveður á um að réttmætt sé að gera það sem maður vill svo lengi sem maður skaðar ekki aðra. Það að vera krafinn um og að taka aðra manneskju af lífi tel ég geta verið skaðlegt fyrir lækninn og hans sálarheill. Einhver gæti sagt: „þú segir bara nei“. Ef líknardráp yrði lögleitt gæti orðið mjög erfitt fyrir lækni að synja sjúklingnum bónarinnar. Læknir vill allt fyrir sjúkling sinn gera og erfitt er að láta ekki undan þrýstingi. Hvert er viðhorf íslensks læknis, Vilhelmínu Haraldsdóttur, sérfræðings í blóðsjúkdómum, sem lærði í Hollandi?: „Ég held að það leggist mjög þungt á hollenska lœkna að þurfa að hjálpa fólki að deyja á þennan hátt. Það stendur í hollensku lögunum og það megi ekki þvinga lœkna til að fremja líknardráp og að þeir hafi ótvírœðan rétt til að neita. Á móti kemur að lœkni getur liðið illa ef honum finnst liann vera að bregðast sjúklingi sínum og hann virði ekki ósk hans. ...Ég hefði aldr- ei getað tekið þetta hlutverk að mér en ég fylgdist með þvíhvernig slík ósk var borin fram og hvernig henni var framfylgt. Sú reynsla sannfœrði mig enn- frekar um að þarna vœrtt Hollendingar á rangri leið. “(2). Höfuðröksemd þeirra sem vilja lögleiða líkn- ardráp hringar sig um sjálfræði einstaklingsins og rétt hans til að deyja. Gallinn við þessa röksemd er, eins og áður hefur komið fram, sú staðreynd að líknardráp tekur ekki bara til sjúklingsins sjálfs, sjúklingurinn þarf hjálp eða aðstoð lil að deyja. Eins og Vilhjálmur Árnason segir: „Sjálfrœði hinna deyjandi hlýtur einnig að takmarkast við þá valkosti sem heilbrigðisstarfsfólk getur varið með faglegum rökum....en það er reginhaf á milli réttar sjúklings til að hafna meðferð og réttar sjúklings til að panta meðferð. “ (5). Ennfremur segir Vi 1 hjá 1 mur:,,Ere/.v/ð til að deyja verður því að skilja neikvœðum skiln- ingi, þannig að sjúklingur sé laus undan óréttmœt- um afskiptum heilbrigðisstétta, sem valda honum einungis böli og varna honum að deyja, en ekki þannig að hann eigi tilkall til þess að vera svipt- ur lífi.“ (6). Það er krafa um gæðarétt sjúklings að honum sé veitt þessi umdeilanlega þjónusta. Gæðarétturinn myndi leggja öðrum á herðar sam- svarandi verknaðarskyldu, það er að deyða sjúk- linginn. Að ntínu mati er ekki hægt að leggja slíka verknaðarskyldu á nokkurn mann: „það er rangt og villandi að rökrœða réttmœti verknaðar afþessu tagi án þess að taka fullt tillit til beggja aðila. Rétt sjúklinga til að deyja verður að vera hœgt að tengja við skyldur lœkna og hjúkrunarfólks og samrýma hann grundvallarábyrgð þeirra. “ (7). 544 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.