Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Læknir, matgæðingur og skvassspilari Einn af vinsælustu bloggurum landsins er ungur deildarlæknir á hjartadeild Landspítalans, Ragnar Freyr Ingvarsson, en hann fær núna allt að 4 þúsund heimsóknir á viku á bloggsíðuna sína. „Ég byrjaði að blogga í desember í fyrra og fyrstu vikurnar var það nú bara fjölskyldan sem kíkti í heimsókn, mamma og pabbi, afi og amma og einhverjir nánir ættingjar. En í janúar birtist viðtal við mig í Morgunblaðinu og síðan hefur þetta verið með hreinum ólíkindum.” Ragnar Freyr bloggar um matargerð og lýsir fyrst og fremst því sem hann eldar fyrir fjölskyldu sína frá einum degi til annars en hann er þó enginn venjulegur skítkokkur; hann eldar eftir kúnstarinn- ar reglum, segir ítalska matargerð í miklu uppáhaldi en hann fái einnig tímabil þar sem hann vinni útfrá einstökum þemum í eldamennskunni, þjóðlegu af einhverju tagi eða einbeiti sér að tilteknu hráefni þar til hann hefur bókstaflega eldað það á alla mögulega vegu. „Bloggsíðan er mjög lifandi því fólk sendir mér alls kyns skilaboð og segir mér hvað það er að elda og hvernig eldamennskan hafi heppnast. Þetta er mjög skemmtilegt.” Ragnar segist alinn upp við mikinn áhuga á mat- argerð og þar eru sé foreldrarnir sterkar fyrirmynd- ir. „Mamma og pabbi eru bæði miklir matargerð- armeistarar og hafa verið mjög dugleg að prófa nýja hluti. Ég tók snemma þátt í þessu og náði fljótt tökum á því að baka súkkulaðiköku sem varð mjög vinsæl meðal vina minna. Ég hef alltaf haft gaman af því að baka, sérstaklega alls kyns brauð. Núna er ég mjög upptekinn af því að baka indversk brauð, nanbrauð og flatkökur af ýmsu tagi.” Hann segist hafa prófað margt í matargerðinni en þó sé ítalska eldhúsið alltaf í sérstöku uppáhaldi. „Ég er alltaf fastur í ítalskri matargerð ogheima- síðan spratt eiginlega upp af því að mér fannst ég vera að gera sömu hlutina aftur og aftur og langaði að ögra sjálfum mér með því að blogga um þetta því þá gæti ég ekki verið þekktur fyrir annað en prófa nýja hluti. Sem áhugamál hefur þetta því farið hraðvaxandi að undanförnu, ég Ies mikið af upp- skriftum, bæði á netinu og í bókum og fylgist vel með heimasíðum hjá tilteknum kokkum sem ég hef sérstakt álit á. Ef ég er ekki að lesa læknisfræðibæk- ur þá er ég að lesa kokkabækur.” Hann segist samt eiginlega aldrei elda eftir upp- skrift. „Ég reyni frekar að muna uppskriftirnar og elda meira eftir tilfinningunni og útfrá tiltekinni uppskrift.” Hann verður skrýtinn á svipinn þegar ég spyr hvort þessi áhugi á matseld skili sér í hagkvæmara heimilisbókhaldi. „Þetta er dýrt áhugamál og jafnast örugglega á við sæmilega laxveiðibakteríu. Ferskar kryddjurtir og sjaldgæft grænmeti er dýrt hér á landi þó ekki þurfi einfaldir pastaréttir eða fiskur að vera svo dýr. En oft endar þetta með því að rétturinn kallar á ýmislegt sem kostar sitt. Þetta er nú eini gallinn við að stunda þetta áhugamál hér á íslandi. Kostn- aðurinn við hráefnið.” Hvernig ertu stemmdur gagnvart hefðbundnum íslenskum heimilismat? „Mér finnst hann ágætur í hófi ogborða hann þegar hann er á borðum en sjálfur elda ég aldr- ei þannig. Ég hef einu sinni gufusoðið ýsu á tíu árum og einu sinni steikt kjötbollur. Ég fæ þetta í mötuneytinu í vinnunni og finnst það fínt en þetta kveikir ekki í mér neinar ástríður til að elda þannig sjálfur.” Aðspurður um uppáhaldsrétt er hann ekki lengi að hugsa sig um. „Það er lambalæri, fyllt með bláberjum, ostum og ferskum kryddjurtum, grillað í ofni með ofnbökuðum kartöflum, góðri sósu og góðu rauðvíni.” Hann lýsir þessu af innlifun og bætir því við að íslenska lambakjötið sé nánast villibráð og alveg einstakt sem hráefni. Og hér fylgir tilvitnun í nýlega bloggfærslu þar sem hann lýsir matseld á lambahrygg. „ Það þarf lítið að gera fyrir lambahrygg. Taka hann nokkrum dögum áður út úr frystinum sé maður ekki að kaupa hann ferskan. Leyfa honum að þiðna rólega í ísskáp - trúið mér, það fer betur með kjötið. Það er aðeins skolað af honum með köldu vatni - þurrkaður og lagður í ofnpott. Smá- Ragnar Freyr Ingvarsson deildarlœknir er einn vinsœlasti matgæðingur landsins. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 559
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.