Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP vandi kom glögglega í ljós í máli 67 ára gamallar hollenskrar konu árið 1981. Málavextir voru þeir að hún bað lækninn sinn að hjálpa sér að enda líf sitt vegna þess að læknisskoðun hafði leitt í ljós að hún var með krabbamein. Við krufningu kom hins vegar í ljós að þetta var ekki rétt. Læknir hennar hafði látið hjá líða að fá álit annars læknis á ástandi hennar eins og krafist er í hollensku reglunum um líknardráp. Hann framkvæmdi líkn- ardráp á henni en var svo dæmdur í 6 mánaða fangelsi. (2). Að ofan kom í ljós hve stór hluti hol- lenskra lækna hafði ekki samráð við annan lækni þegar umræðan og ákvörðunin um líknardráp var tekin. Sérstaklega átti þetta við urn ótilkynnt til- felli sem gerir málið enn vafasamara. Jafnræði til líknardráps Hvað með jafnræði til líknardráps? Vissir læknar munu líklega ávallt verða viljugri en aðrir til að framkvæma líknardráp. Einnig er spurning hvort ákveðnir sjúklingahópar falli betur undir líkn- ardrápshugmyndina? A líknardráp betur við um krabbameinssjúklinga en taugasjúkling með taugavöðvahrörnun (MND) eða geðsjúkling með geðklofa? Tilteknir sjúkdómar gætu orðið útund- an. Petta sýnir enn frekar hve matið er erfitt ef líknardráp yrði lögleitt. Forsendur líknardráps Gott heilbrigðiskerfi er grundvallarforsenda likn- ardráps. Rökin fyrir líknardrápi reiða sig á það að heilbrigðiskerfið sé gott, þ.e. að líknardráp sé örþrifaráð, síðasta úrræðið. Þetta er einnig skoðun fylgismanna lögleiðingar líknardráps. Líknardráp á aðeins að vera kostur þegar allt annað þrýtur, en því miður heyrir það frekar til undantekninga að gott heilbrigðiskerfi sé til staðar í heiminum. Margar þjóðir heims búa ekki yfir nógu góðri læknisþjónustu, heimahlynningu, geðþjónustu eða líknarmeðferð. Ef líknardráp yrði lögleitt, gæti skapast þrýstingur til að beita líknardrápi í fátæk- um löndum eða hverfum, á röngum forsendum. En góð líknarmeðferð kostar mikinn mannafla og fjármagn. Fæst lönd standa undir því. I Bandaríkjunum einum eru yfir 37 milljónir íbúa án grunnheilbrigðisþjónustu. (4). Slæm læknisfræði og slæmt heilbrigðiskerfi geta því hæglega ýtt undir líknardráp. í stað líknardráps ætti frekar að leggja áherslu á að bæta líknarmeðferð og heintahlynn- ingu. í raun og veru er líknardráp „lúxusvanda- mál“ því í flestum löndum heimsins er vöntun á grunnþjónustu það mikil að líknardráp er ekki til umræðu. Hafa surnir talað um „ofurmeðferð" hinna deyjandi í þessu samhengi (14). Samantekt Að ofan hef ég tilgreint og útlistað fjölmörg rök gegn líknardrápi, en í grófum dráttum má flokka þau í fernt. I fyrsta lagi er það trú margra að það sé rangt að taka líf undir öllum kringumstæðum. í öðru lagi að það sé óréttmæt krafa að biðja aðra manneskju um að laka líf silt; að þá kröfu sé ekki hægt að leggja á nokkurn mann. Þess utan samrýmist líknardráp alls ekki grundvallarstarfs- reglum lækna og hjúkrunarfræðinga og gæti hæglega truflað meðferðarsambandið. I þriðja lagi eru „empirísk rök“ þ.e. rök byggð á reynslu. Eg tel mig hafa sýnt fram á að líknardráp í Hollandi séu ekki undir nógu góðu eftirliti og bjóði heim misnotkun, sem líklega eigi sér þar stað. I fjórða lagi eru rök sem eru skyld þeim þriðju: þó að líknardráp sé hugsanlega réttlætanlegt í einstaka tilfellum, þá muni það leiða til misnotkunar vegna skilaboðanna og þrýstingsins sem kosturinn hefur í för með sér. Svar mitt við kröfunni um líknardráp er líkn- armeðferð, þar sem samræðan við sjúkling skiptir höfuðmáli. En svo að samræðan skili árangri verð- ur hún að vera einlæg og opinská, sæmræðuvilji og samræðuhæfni umönnunaraðilans verður að vera fyrir hendi. Leiðir það okkur í síðara hluta greinarinnar. II. hluti Líknarmeðferd og mikilvægi samræðunnar Að mínu mati skiptir líknarmeðferð og aðgangur sjúklinga að henni höfuðatriði í umræðunni um líknardráp. Þetta er einnig álit flestra sérfræðinga sem um þessi mál fjalla (15). En aðeins lítill hluti deyjandi sjúklinga í Evrópu hefur aðgang að líkn- armeðferð (14). Almenn nauðsyn er á því að bæta líknarmeðferð í heiminum. Krafan um líknardráp tengist náið þeirri hugsun að ekki sé hægt að veita frekari með- ferð. Þetta er röng hugsun. Jafnvel þótt ekki sé hægt að lækna sjúkdóminn er mikið hægt að gera fyrir sjúklinginn. Hin athafnasama læknisfræði nútímans er upptekin af lækningum.Tilhneiging er að áherslan á læknandi þáttinn beri þann líknandi ofurliði. Líknardráp er því e.t.v. að hluta svar við skefjalausri tæknihyggju nútímans. Ef tæknihyggj- an lítur á dauðann nánast eins og sjúkdóm er sú hugsun vel skiljanleg. En það er vafasamt þegar tæknin snýst upp í skilyrðislaust boð um að fram- lengja mannlegt líf með öllum tiltækum ráðum. Við þessar kringumstæður „slítur raunvísindaleg og tœknisinnuð læknisfrœði viðfangsefni sitt úr samhengi við þœtti sem allt árangursríkt og réttlátt lœknisstarf verður að taka mið af “ (6). Mikil framþróun hefur átt sér stað í líknarmeð- 548 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.