Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP í fyrsta lagi hefur ekki aðeins orðið mikil aukn- ing á líknardrápi heldur í öðru lagi líknardrápi án beiðni sjúklings. Árið 1995 voru líf níu hundruð manna stytt án beiðni, þ.e. framkvæmt líknardráp án vilja (non-voluntary), sem er að mínu mati ekki líknardráp heldur dráp. Var hér yfirleitt um að ræða einstaklinga sem voru meðvitundarlausir. Það þýðir að einn af fimm sem líflátnir eru undir nafninu líknardráp hafa ekki beðið um það. í 40% þessara tilfella var ekki leitað álits annars læknis eins og lög gera ráð fyrir. Þetta eru sláandi nið- urstöður. Þó að aðeins fáir deyi með aðferðum líkn- ardráps á hverju ári í Hollandi hefur löggjöfin víð- ari áhrif og svokölluðu gráu svæðin í kring verða stór. Er það nátengt fótfesturökunum að ofan. Árið 1995 voru 3.200 tilfelli líknardráps en ef bætt er við tilvikum um aðstoðað sjálfsvíg, líknardrápi án vilja og aukinni verkjalyfjameðferð í þeim til- gangi að stytta líf þá tvöfaldast þessi tala í 6.500 manns. Ef bætt er við tilvikum þar sem meðferð er stöðvuð vísvitandi eða ekki hafin gagngert til að stytta líf þá fer heildartalan upp í 24.500 tilfelli en líklega eru þau mun fleiri þar sem erfitt er að hafa yfirsýn yfir þessi mál. Eg held því ekki fram að öll þessi tilfelli séu líknardráp eða öll framkvæmd á vafasamömum forsendum. Þess í stað vil ég benda á að margt styður þá fullyrðingu að Hollendingar hafi misst fótfestuna í þessum málum, a.m.k. að einhverju leyti. Þessi mikli fjöldi tilfella hlýtur að styðja þá skoðun að líknardráp sé ekki ávallt síð- asta úrræðið eins og því er ætlað að vera, heldur sé oft gripið til þessa úrræðis of snemma eða jafnvel í tilvikum þar sem það á ekki við. Skýrslan sýnir því fram á að jafnvel þótt aðrir meðferðarmöguleikar séu fyrir hendi þá sé gripið til líknardráps. Þess má þó geta að samkvæmt nýjustu skýrslum virð- ist líknardráp vera undir betra eftirliti í Hollandi en áður. Að þurfa að rökstyðja það að vilja lifa og skilaboðin sem felast í kostinum Lögleiðing líknardráps getur haft í för með sér þá kröfu á sjúklinginn að hann þurfi að gera það upp við sig hvort hann vilji lifa, hann þurfi að réttlæta tilvist sína (13). Það að sjúklingur þurfi að rök- styðja löngun sína til að lifa er óréttmætt að mínu mati. Valkosturinn um líknardráp getur einnig falið í sér skilaboð og þrýsting um að nýta sér mögu- leikann. Ef læknir sjúklings segir við sjúkling: „hefur þú hugleitt líknardráp“? þá felur spurningin í sér hlaðin skilaboð, jafnvel þó að læknirinn hafi ekki ætlað að hvetja til líknardráps. Skilaboðin geta haft mjög truflandi áhrif á sjúkling sem annars hefði kannski aldrei hugsað út í líknardráp. Líklega myndu fáir velja líknardráp, en með valkostinum þyrfti allur hinn stóri hópur deyjandi fólks að að taka afstöðu með eða á móti lífinu. Jafnvel þó að sjúklingur ákveði að nýta sér ekki líknardráp getur hann þurft að fara í gegnum erfitt ákvarðanaferli vegna valkostsins sem er fyrir hendi. Eru fleiri kostir nauðsynlega betri? Stuðningsmenn líknardráps segja að líknardráp sé aðeins einn kostur eða valmöguleiki. Að mínu mati er það rangt að halda því fram að fleiri kostir séu ávallt betri. Vali fylgir ábyrgð og krefst það yfirvegunar sem getur reynst mjög erfið. Stundum getur verið verra að hafa fleiri kosti en færri. Krafan um sjálfræði og valmöguleika getur farið út í öfgar. Til þess að stunda fullkomið sjálfræði verður fólk að hafa getuna til að skilja kostina og geta yfirvegað þá. Hefur deyjandi fólk ávallt þessa getu? Er það ávallt í nógu góðu ástandi til þess? Svo er ekki að mínu mati. íþyngjandi upplifun Hætt er við því að alvarlega veikt fólk upplifi sig sem byrði og vilji því létta byrðinni af ætt- ingjunum, jafnvel líti á dauða sinn sem gjöf (13). Sjúklingar geta sannarlega verið ættingjum sínum sálarlega eða fjárhagslega íþyngjandi. En þrýstingurinn að binda enda á lífið getur verið bæði ytri sem innri. Ytri þrýstingur frá öðru fólki sem beinist að sjúklingnum og innri þrýstingur frá sjúklingnum sjálfum. Sigurður Árnason sér- fræðingur í krabbameinslækningum segir: „Ef krabbameinssjúklingnum finnst hann vera sínum nánustu mikil byrði þá er sú hugsun að farga sér hvorki óalgeng né óeðlileg. Spurningin er aðeins hvernig er unnið úr henni. Enginn þeirra sjúklinga, sem hafa rœtt við mig um að stytta sér aldur, hefur haldið þeirri ósk til streitu eftir umrœður. Segja má að þessi hugsun sé hluti af ferli sem mikið veikir einstaklingar ganga í gegnum en gengur langoftast yfir. Að grípa inn í þetta ferli og segja já við líkn- ardrápi er eins og að fara út úr lest á ferð áður en komið er á áfangastað. “ (2). Auk þessa getur sjúklingurinn viljað létta byrðinni af lækninum. Heiðarlegar umræður við sjúklinginn eru því lyk- ilatriði og verður fjallað nánar um þær í síðari hluta ritgerðarinnar. Röng greining Þá er röng greining á atvikum einnig möguleg. Þesskonar atvik hljóta að grafa undan traustinu til lögleiðingar líknardráps. Þessi síðastnefndi Læknablaðið 2007/93 547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.