Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 9
Richard Horton, aðalritstjóri The Lancet, var fyrirlesari og sérstakur gestur á fyrrnefndu þingi um heimilislækningar (sjá nánar bls. 564-566+ í þessu blaði). Fyrirlestur hans bar heitið „The birth of the meta physician - a vision for good doctoring in a hi-tech world.” Horton skoraði þar á lækna að vera virkari sem siðfræðilegir leiðtogar. Auk þess að sinna einstökum sjúklingum með haldbært velferðarkerfi í huga, er það hlutverk „meta-lækn- isins” að viðurkenna þá ábyrgð sem fylgir aukinni þekkingu á stöðu heimsmálanna. í hnattvæddum heimi verða læknar að láta sig varða ákvarð- anir stjórnvalda sem geta haft veruleg áhrif á líf og heilsu fólks. Þar vísaði hann sérstaklega til stríðs- átakanna í írak, Afganistan og Palestínu. Eins og fram hefur komið í fréttum birti the Lancet nýlega grein um „raunverulegar dánartölur” í kjölfar innrásar vestrænna þjóða í Irak (8). Sem ritstjóri blaðsins mætti Horton afar harðri gagn- rýni við þeirri grein þar sem sagt var að hann hefði leyft birtingu hennar í pólitískum tilgangi. Svar Hortons er að það sé einfaldlega fagleg skylda sín og ábyrgð sem fagmanns að koma á framfæri hvers konar þekkingu um heilsuvá og dánarorsak- ir fólks. Það skiptir ekki máli hvort rót vandans er krabbameinsfruma, veira eða ákvörðun sem tekin i Hvíta húsinu. „Þegar ég fjalla um þessi mál tala ég sem læknir en ekki stjórnmálamaður” segir hann. Þessi orð Hortons endurspegla vel sam- félagslega ábyrgð lækna og hina mannlegu ásýnd Iæknisfræðinnar í hátækniheimi. Höfundar þakka Pétri I. Péturssyni, lækni, að- stoð við íslenskun hugtaka. Heimildir 1. http://www.bbc.co.uk/history/historic_figures/beveridge_ william.shtml (síðast skoðað 20. júní 2007) 2. Westin S. The NHS’s 50th anniversary: A great leap for humankind? BMJ 1998:317:49-51. 3. Sigurdsson JA, Stavdal A, Getz L. The Nordic Congresses of General Practice- a gateway to a global treasure? (editorial). Scand J Prim Health Care 2006;24:196-8. 4. Hart JT. Health care or health trade? A historic moment of choice. Int J Pealth Serv. 2004; 34:245-54. 5. American Humanist Association, heimasíða: www. americanhumanist.org/humanism/definitions/htm (Skoðað síðast 20. júní 2007). 6. Hofmann B. The technological invention of disease - on disease, technology and values. Thesis. Oslo: University of Oslo, Faculty of Medicine, 2002. 7. Wackerhausen S. Humanisme, professions identitet og uddannelse i sundhedsomrádet. Bók: Köbenhavn, Hans Ritzel, 2002.95s. 8. Burnham G, Lafta R, Doocy S, Roberts L. Mortality after the 2003 invasion of Iraq: a cross-sectional cluster sample survey. Lancet 2006;368:1421-8. Læknablaðið 2007/93 533
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.