Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Síða 9

Læknablaðið - 15.07.2007, Síða 9
Richard Horton, aðalritstjóri The Lancet, var fyrirlesari og sérstakur gestur á fyrrnefndu þingi um heimilislækningar (sjá nánar bls. 564-566+ í þessu blaði). Fyrirlestur hans bar heitið „The birth of the meta physician - a vision for good doctoring in a hi-tech world.” Horton skoraði þar á lækna að vera virkari sem siðfræðilegir leiðtogar. Auk þess að sinna einstökum sjúklingum með haldbært velferðarkerfi í huga, er það hlutverk „meta-lækn- isins” að viðurkenna þá ábyrgð sem fylgir aukinni þekkingu á stöðu heimsmálanna. í hnattvæddum heimi verða læknar að láta sig varða ákvarð- anir stjórnvalda sem geta haft veruleg áhrif á líf og heilsu fólks. Þar vísaði hann sérstaklega til stríðs- átakanna í írak, Afganistan og Palestínu. Eins og fram hefur komið í fréttum birti the Lancet nýlega grein um „raunverulegar dánartölur” í kjölfar innrásar vestrænna þjóða í Irak (8). Sem ritstjóri blaðsins mætti Horton afar harðri gagn- rýni við þeirri grein þar sem sagt var að hann hefði leyft birtingu hennar í pólitískum tilgangi. Svar Hortons er að það sé einfaldlega fagleg skylda sín og ábyrgð sem fagmanns að koma á framfæri hvers konar þekkingu um heilsuvá og dánarorsak- ir fólks. Það skiptir ekki máli hvort rót vandans er krabbameinsfruma, veira eða ákvörðun sem tekin i Hvíta húsinu. „Þegar ég fjalla um þessi mál tala ég sem læknir en ekki stjórnmálamaður” segir hann. Þessi orð Hortons endurspegla vel sam- félagslega ábyrgð lækna og hina mannlegu ásýnd Iæknisfræðinnar í hátækniheimi. Höfundar þakka Pétri I. Péturssyni, lækni, að- stoð við íslenskun hugtaka. Heimildir 1. http://www.bbc.co.uk/history/historic_figures/beveridge_ william.shtml (síðast skoðað 20. júní 2007) 2. Westin S. The NHS’s 50th anniversary: A great leap for humankind? BMJ 1998:317:49-51. 3. Sigurdsson JA, Stavdal A, Getz L. The Nordic Congresses of General Practice- a gateway to a global treasure? (editorial). Scand J Prim Health Care 2006;24:196-8. 4. Hart JT. Health care or health trade? A historic moment of choice. Int J Pealth Serv. 2004; 34:245-54. 5. American Humanist Association, heimasíða: www. americanhumanist.org/humanism/definitions/htm (Skoðað síðast 20. júní 2007). 6. Hofmann B. The technological invention of disease - on disease, technology and values. Thesis. Oslo: University of Oslo, Faculty of Medicine, 2002. 7. Wackerhausen S. Humanisme, professions identitet og uddannelse i sundhedsomrádet. Bók: Köbenhavn, Hans Ritzel, 2002.95s. 8. Burnham G, Lafta R, Doocy S, Roberts L. Mortality after the 2003 invasion of Iraq: a cross-sectional cluster sample survey. Lancet 2006;368:1421-8. Læknablaðið 2007/93 533

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.