Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R 553 Af sjónarhóli stjórnar: Nýr heilbrigðisráöherra: Fjölbreytt rekstrarförm, forvarnir og vísindi í hjáverkum Sigríður Ólína Haraldsdóttir 554 Samfélagsgeðlækningar eru forgangsverkefni Hávar Sigurjónsson 557 Heilsa og sjúkdómar í kynjaspegli 559 Læknir matgæðingur og skvassspilari Hávar Sigurjónsson 561 Yfir tvö þúsund læknar 564 Læknar vanmeta áhrif sín Hávar Sigurjónsson 566 Orlofsíbúð í Stokkhólmi 567 Hlaut viðurkenningu á norrænu læknaþingi Hávar Sigurjónsson F A S T I R P I S T L A R 571 íðorð 200. Lungað úr nóttinni? Jóhann Heiðar Jóhannsson 572 Einingaverð og taxtar 574 Sérlyfjatextar 582 Ráðstefnur og fundir Sumarlokun á skrifstofu læknafélaganna Lokað frá og með 16. júlí til 7. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Furðulegar andstæður kallast á í því verki sem varð fyrir valinu á forsíðu blaðs- ins að þessu sinni. Fyrst er um að ræða ólíka tæknilega útfærslu inni á sama mynd- fletinum, en einnig er spennandi togstreita í inntakinu. Verkið er unnið á striga annars vegar með hefðbundinni málunartækni þar sem litunum er ekki blandað, heldur eru þeir aðskildir hver um sig á sínum fleti í ýktri tvívídd. Hins vegar er nostursamlega unnin blýantsteikning sem mótar þrívídd með skuggum, blæbrigðum og hárnákvæmu Ijósmyndaraunsæi. Málningin mótar lög af seigfljótandi efni sem eins og lekur yfir teikninguna þannig að fyrsta kastið kann að vera erfitt að greina hvað hún sýnir. Búkar vaxtarræktarmanna renna saman í óljósan klasa hnykklaðra vöðva, svo greina má brjóst- og magavöðva en ekki sést í höfuð eða útlimi. GuðmundurThoroddsen (f. 1980) held- ur um þessar mundir sína fyrstu einkasýn- ingu í Gallerí 101 sem hann kallar Rjómaís- land. Þar eru verk í anda þess sem hér um ræðir, teikningar af tröllvöxnum körlum og ævintýralandslagi og yfir allt lekur bráðn- andi ís. Flestar myndirnar sýna fjallaform og þannig blandar Guðmundur íslensku landslagshefðinni í verk sín á heldur óhefð- bundinn hátt. I stað snjóalaga og jökla eru á tindum rjómaís í mismunandi bragðteg- undum ef marka má mjólkurlitina. Að túlka verkið er enginn hægðarleikur, það sem listamaðurinn setur fram er í senn fáránlegt og heillandi. Til hugar kemur undarleg blætidsýrkun þegar vöðvastæltir karlmenn löðrandi í rjómaís eru annars vegar en í verkinu sýnist Ijóst að þetta tvennt fer engan veginn saman, teikningin og málningin eru allt annars eðlis og al- gjörlega aðskilin. Hugsanlega er á ferðinni pólitískur undirtónn með tilvísun í bráðnun jökla og karllægan sperring framámanna sem ýtir undir losun gróðurhúsaloftteg- unda. Guðmundur hefur áður sýnt í verkum sínum fantasíukennda frásagnarlist, til að mynda með uppáklæddum dýrum, lifandi skemmtigarðaleiktækjum og ástleitnum íþróttamönnum. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2007/93 529
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.