Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 43
UMRÆÐA.& FRÉTTIR / VIÐURKENNING Islenskur læknanemi Hlaut viðurkenningu á norrænu lungnalæknaþíngi Læknaneminn Ólöf Birna Margrétardóttir hlaut verðlaun á þingi norrænna lungnalækna í Uppsala í Svíþjóð dagana 26.-28. apríl fyrir veggspjald er hún gerði um langvinna lungnateppu og CRP en hún vann verkefnið undir stjórn lungnalæknanna Þórarins Gíslasonar og Gunnars Guðmundssonar, Bryndísar Benediktsdóttur heimilislæknis og ísleifs Ólafssonar, yfirlæknis rannsóknarstofu LSH.Sambýlismaður Ólafar, Sigurður James Þorleifsson, sem einnig er læknanemi, var höf- undar annars veggspjalds er sýnt var á þinginu og er unnið upp úr sömu rannsókn. „Hann hefði nú alveg eins getað unnið verðlaunin,” segir Ólöf og vill að það komi skýrt fram að þau hafi unnið saman að rannsóknarverkefninu og eigi jafnan þátt í niðurstöðunum. Ólöf og Sigurður James voru að ljúka 4. ári í læknisfræði í vor en þetta var 3. árs rannsókn- arverkefnið þeirra. Benda má á að í síðasta tölublaði Læknablaðs- ins voru birtar niðurstöður rannsóknar þeirra Þór- arins, Bryndísar og Gunnars en Ólöf og Sigurður voru starfsmenn við rannsóknina og fengu að sögn Ólafar að nota gögn úr rannsókninni til að vinna veggspjöldin. „Við byrjuðum að vinna við þessa rannsókn þegar við vorum á 2. ári og þetta hefur verið ótrúlega góður og lærdómsríkur skóli og frábært að vinna undir leiðsögn þeirra Þórarins og Bryndísar. Þau hvöttu okkur áfram og leyfðu okkur síðan að kynna niðurstöðurnar á heim- ilislæknaþingi í nóvember í fyrra og síðan vorum við með fyrirlestur á þingi um líf- og heilbrigðisvís- indi í janúar og loks veggspjöldin tvö í Uppsala í aprfl. Við Siggi gerðum einnig saman veggspjald sem sýnt var í þingi amerískra lungnalækna í San Francisco í maí en þá gátum við ekki farið því við vorum á kafi í prófum.” Ólöf segir að það hafi sannarlega verið gaman að hljóta verðlaunin á þinginu í Uppsala. „Þetta var alveg óvænt en þarna voru sýnd 27 vegg- spjöld og þrjú þeirra voru valin til viðurkenning- ar. Dómnefndin var skipuð þremur læknum frá Norðurlöndunum en við vissum ekki að stæði til að veita verðlaun fyrr en við komum á staðinn.” Vinna Ólafar og Sigurðar við rannsóknina við langvinnri lungnateppu fólst í að taka blóð- prufur, taka blásturspróf og leggja spurningalista fyrir þátttakendur.„Okkur stóð til boða að nota blóðprufurnar og blástursprófin við rannsókn- arverkefni okkar og unnum það undir handleiðslu Þórarins og Bryndísar. Rannsóknarverkefni okkar sérstaklega var að mæla CRP og Interleukin-6, frumuboðefni í blóð- sermi, sem við fengum mælt fyrir okkur úr þeim prufum sem teknar höfðu verið vegna lungna- teppurannsóknarinnar.Við lásum síðan heilmikið af greinum og öllu efni sem við komumst yfir til að vinna verkefnið og skila því á 3. ári.” Sigurður segir að þau stefni að því að skrifa grein í sumar byggðaá niðurstöðunum og fá hana birta í góðu alþjóðlegu tímariti. „Gögnin sem liggja fyrir eftir rannsóknina eru gríðarlega umfangsmikil og hægt að vinna heilmikið úr þeim ennþá,” segir Ólöf Birna að lokum. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 567
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.