Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 4

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 4
EFNISYFIRLIT Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal- inni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af net- inu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræði- legra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. RITSTJÓRNARGREINAR Ólafur Ó. Guðmundsson Geðheilsa og fjármálakreppa 175 Efnahagsþrengingar framkalla margskonar tilfinningavið- brögð, svo sem sinnuleysi, þunglyndi, reiði og ótta, sem ýta undir árekstra foreldra sín á milli og við börn sín. Þórgunnur Ársælsdóttir Lækna-óheilsa 177 Rannsóknir sýna að eitt af því sem hefur áhrif á okkar eigin hamingju er að gleðja aðra. Læknar eru svo heppnir að vinna þeirra felst einmitt í því að verða öðrum að liði. FRÆÐIGREINAR Eiríkur Líndal, Jón G. Stefánsson Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðnitölur í rannsókninni eru sambærilegar við þær sem fram hafa komið hjá nágrannaþjóð- unum um fjölda þeirra sem búast má við að séu með persónuleikaraskanir í hverju þjóðfélagi. Fyrsta könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé um algengi slíkra raskana meðal almennings á Islandi. Helga Hansdóttir, Jón Eyjólfur Jónsson Verksvið læknis á hjúkrunarheimili Lýst er hvað felst í góðri læknisþjónustu á hjúkrunarheimilum að mati höfunda sem byggja skoðun sína á rannsóknum, eigin reynslu og lagalegum forsendum. Mælt er með notkun RAI- mælitækisins sem grundvelli eftirlits með heilsu, færni og forvörnum. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Annette Due, Leila Karhunen, Marika Lyly Geta heilsufullyrðingar á matvælaumbúðum byggt á vísindalega staðreyndum grunni? Yfirlit um seddu og þyngdarstjórnun Tilgangur greinarinnar er að gefa yfirlit um stjórn orkujafnvægis og hugsanlegan áhrifamátt eða tengsl einstakra næringarefna við þyngdarstjórnun og metið hvort fullyrðingar um innihald á matvælaumbúðum séu réttmætar og byggi á vísindalegum grunni. Róbert Pálmason, Hlíf Steingrímsdóttir 203 Tilfelli mánaðarins 204 172 LÆKNAblaðið 2009/95 Samnorrænt sérfræðinám lækna í líknarmeðferð - auglýsing

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.