Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 22

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Tafla II. Heilsufarseftirlit - Gátlisti Nafn Kt Dags. Mat Úrlausn A. Meðferð við lífslok B. Vitræn geta og til sjálfstæðra ákvarö- ana C. Heyrn/eyru D. Sjón eftirlit (þrýst mælingar) E. Andleg líðan G. Færni H. Heldni á þvag og hægðir J. Líkamleg líöan K. Næringarástand, þyngd L. Tannheilsa M. Húð og fætur N. Virkni 0. Lyf, þörf? Blóðþrýstingur Beinvernd Hreyfing og byltur Flensubólusetning árlega Lungnabólgu-bólus. 5-10 ára fresti B12, TSH, HgAlC á 5 ára fresti Fjölskyldufundur I.Virkar sjúkdómsgreiningar: uð er á hjúkrunarheimili famast jafn vel eða betur en þeim sem fluttir eru á sjúkrahús, nema ef um sýklasótt er að ræða.11 Því er það kostur fyrir íbúa að heimilin geti greint og meðhöndlað lungna- bólgu og ýmis önnur veikindi á staðnum. Ef koma á í veg fyrir sjúkrahúslegur, sem alltaf teljast neyð- arúrræði vegna óþæginda fyrir sjúkling, kostnaðar og hættu á mistökum, þarf að vera gott aðgengi að læknum utan vinnutíma og möguleiki á að gefa lyf eða vökva í æð.12 Til þess að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem þurfa að fara á sjúkrahús er einnig mikilvægt að góðar upplýsingar fylgi sjúklingi á sjúkrahúsið. Nauðsynlegt er að lyfjablað, yfirlit yfir heilsufar, nýjustu nótur lækna og hjúkrunarfræðinga fylgi með. Einnig er mikilvægt að upplýsingar um með- ferðarval, ofnæmi og símanúmer aðstandenda komi fram. Heimilið ber ábyrgð á að viðunandi upplýsingar fylgi sjúklingi á sjúkrahúsið, en starfsfólk sjúkrahússins að upplýsingar fylgi sjúk- lingi til baka. Þar til sameiginlegt heilbrigðisupp- lýsinganet fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins verður að veruleika þurfa ítarlegar upplýsingar að fylgja sjúklingnum. Þar sem oft líður tími frá útskrift af sjúkrahúsi þar til læknabréf berst er æskilegt að stutt nóta með aðalvandamálum, aðgerðum og lyfjabreytingum fylgi við útskrift og þar komi fram hvaða einkennum og rannsóknum þurfi að fylgja eftir. Einnig er æskilegt að síma- númer fylgi með í báðar áttir þannig að læknar geti haft samráð símleiðis. Stjórnun Hlutverk framkvæmdastjóra lækninga eða stað- gengils hans er að bera ábyrgð á læknisfræðilegri meðferð og eftirliti sjúklinga. Því fylgir stefnumót- im, gæðaeftirlit og fræðsla annarra starfsmanna. Mikilvægt er að læknir kynni sér nýjungar í með- ferð sem nýst geta vistmönnum. Fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð liggur oftast hjá framkvæmda- stjórum en þar sem umtalsverður kostnaður er við lyfjameðferð, eftirlit og rannsóknir sjúklinga þurfa læknar að taka ábyrga afstöðu gagnvart slíkri meðferð, bæði siðferðilega með hag sjúklinga að leiðarljósi og rekstrarlega. Heimili þurfa að hafa vinnureglur varðandi lyfjanotkun og eftirlit með henni. Einnig þarf að huga að sýkingarvömum, byltu- og beinvemd, meðferð hegðunartruflana og geðsjúkdóma, end- urhæfingu og gæðaeftirliti. Það þarf að huga að rétti sjúklinga til að ráða sínu lífi á stofnun sem er heimili þeirra. íbúar hjúkrunarheimila hafa rétt á friðhelgi innan síns heimilis eins og aðrir. Þar með talinn réttur til að lifa kynlífi eins og aðrir og réttur til að hafna meðferð. Lokaorð Það er von okkar að þessi grein verði hjálpleg þeim sem stunda lækningar á hjúkrunarheimilum hér á landi. Tilmælin um að tengja heilsufarseftirlit við RAI-mat hafa ekki verið metin á skipulegan hátt en virðist skynsamlegt og í samræmi við skoðanir annarra.4 Vonir standa til að með tím- anum verði hægt að slípa og meta það sem er hér sett fram og gera formlegar klínískar leiðbeiningar um einstök atriði. Þakkir til Aðalsteins Guðmundssonar, for- manns félags íslenskra öldrunarlækna, Pálma V. Jónssonar, yfirlæknis, öldrunarlækningasviði Landspítala, og Sigurbjörns Bjömssonar, yfirlækn- is á Eir, fyrir yfirlestur og góð ráð. 190 LÆKNAblaðiö 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.