Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 30

Læknablaðið - 15.03.2009, Side 30
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T og meira magns er neytt.23 Skammtíma rann- sóknir sýna að fæða sem ekki er orkuþétt eykur seddu, minnkar svengdartilfinningu og minnkar orkuinntöku.24 Niðurstöður langtímarannsókna benda til þess að fæða sem ekki er orkuþétt hvetji til þyngdartaps25 og öfugt.26 Hvað varðar áhrif orkugefandi næringarefna á mettunartilfinningu benda rannsóknir til að prótein séu meira seðjandi en fita og kolvetni og að kolvetni seðji meira en fita.27'31 Þó hefur ekki tekist að sýna fram á mun á seðjandi áhrifum orkugefandi næringarefnanna í öllum rannsóknum.32 Áhrif próteina á seddu og notkun próteina við þyngdartap Sýnt hefur verið fram á að próteinríkur matur eykur seddu samanborið við mat sem er rýr af próteinum.33 Mögulegar skýringar gætu falist í aukningu á seytun glúkagon-like peptide-1 (GLP- l)34-37 Qg CCK.35-38,39 Einnig hefur verið sýnt fram á lækkun á styrk ghrelins eftir próteinríkar máltíð- ir35 og bent hefur verið á að seðjandi áhrif próteina gætu verið tilkomin vegna langvarandi bælingar á ghrelinstyrk.40 Önnur skýring gæti falist í auknum styrk amínósýra á borð við tryptófan og tyrósín sem eru forverar serotóníns og dópamíns sem taka þátt í stjórnun matarlystar.37,41 Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að fæði sem er próteinríkt (og þar af leiðandi hlutfallslega kolvetnarýrt þar sem fituhlutfalli er oftast haldið stöðugu í kringum 30% af heildarorku) sé áhrifaríkt við þyngdartap.42 Hér er aðallega um að ræða rannsóknir þar sem fínunnum kolvetnum hefur verið skipt út fyrir prótein og gæti hluti af skýringunni falist í minnk- uðum hlut þeirra. Auk áhrifa á matarlyst eykur próteininntaka hitamyndandi áhrif fæðunnar meira en fita og kolvetni og getur á þann hátt bæði stuðlað að aukinni orkunotkun og minnkaðri orkuinntöku. Þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði, meðal annars til að rannsaka langtímaáhrif próteina á þyngdartap, og því hvort þyngdartap- inu sé viðhaldið.43 Listin að velja réttu kolvetnin Hæging á magatæmingu og frásogi næringarefna eru hvort tveggja mikilvægir þættir í að viðhalda seddu44 og hefur val kolvetna þar mikið að segja. Heilkornaafurðir, ávextir og grænmeti eru dæmi um kolvetnagjafa sem eru um leið ríkir af fæðu- trefjum. Margar rannsóknir sýna að trefjar hafa áhrif á seddu og leiða til minni orkuinntöku.11,45 Mismunandi er hvaða líffræðilegu ferlar liggja þar að baki og fer það eftir því hvaða gerð fæðutrefja á í hlut.45 Áhrifin geta verið tengd tyggingu (tekur lengri tíma), auknu magarúmmáli eða seink- aðri magatæmingu.46,47 Gerð var úttekt árið 2001 á niðurstöðum 22 rannsókna á áhrifum trefja á þyngdartap (án þess að orkuskerðing væri áætl- uð). Eftir að hafa tekið niðurstöður allra rannsókn- anna saman áætluðu höfundar að um 14 g viðbót við daglega inntöku fæðutrefja myndi leiða til 10% minnkunar á orkuinntöku og 1,9 kg þyngd- artaps á 3,8 mánaða tímabili.48 Þyngdartap var meira meðal þeirra sem voru of þungir en þeirra sem voru í kjörþyngd. Trefjaneysla Islendinga er almennt mjög lág eða tæplega 17 grömm á dag að meðaltali meðal fullorðinna49 en ráðlögð trefja- neysla er 25-35 grömm á dag.50 Hugtakið sykurstuðull (glycemic index GI) hefur verið notað til að lýsa áhrifum kolvetna á blóðsykur. Sykurstuðull gefur til kynna aukningu á glúkósa í blóði eftir neyslu kolvetna (50 g af melt- anlegum kolvetnum), í tvær til þrjár klukkustund- ir eftir máltíð. Borið er saman flatarmál undir glúkósakúrfu tilraunamáltíðar og viðmiðunar- máltíðar sem oftast nær er glúkósi eða hvítt brauð. Flokka má vörur eftir því hvort þær eru með háan sykurstuðul (hröð melting/frásog) eða lágan syk- urstuðul (hæg melting/frásog). Ýmsir vísinda- menn hafa bent á að neysla matvæla með lágan sykurstuðul auðveldi þyngdartap.14,51 Hins vegar hefur enginn munur sést í öðrum rannsóknum.52,53 Teknar voru saman niðurstöður 31 rannsóknar á tengslum sykurstuðuls við mettunartilfinningu.52 í um helmingi rannsóknanna tókst að sýna fram á aukna seddu eða minnkaða svengdartilfinningu eftir neyslu á fæðu með lágan sykurstuðul sam- anborið við fæðu með háan sykurstuðul. Einnig var sýnt fram á minnkaða orkuinntöku í næstu máltíð á eftir tilraunamáltíðinni meðal þátttak- enda sem neyttu fæðis með lágan sykurstuðul. Tvær rannsóknir bentu hins vegar til aukinnar seddu eftir neyslu á fæðu með háum sykurstuðli. Ástæða misvísandi niðurstaðna gæti verið sú að aðferðin gerir ekki greinarmun á háum toppum í glúkósastyrk sem lækkar hratt og glúkósastyrk sem lýst er með lágri flatri kúrfu. Ekki er hægt að draga óyggjandi ályktanir um mikilvægi syk- urstuðuls er kemur að seddu og þyngdarstjómun, en vísindalegur grunnur um mikilvægi fæðutrefja til aukinnar seddu og fyrir þyngdarstjómun er mun sterkari. Aðrir þættir sem hafa áhrif á seddu og þyngdarstjórnun Eðlisfræðilegir eiginleikar fæðu hafa einnig áhrif á seddu. Uppbygging matvæla hefur bæði áhrif á hversu hratt fæðan yfirgefur magann og hversu hratt næringarefni frásogast.15 Hraði magatæm- ingar tengist tilfinningu einstaklings á seddu,54 98 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.