Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 35

Læknablaðið - 15.03.2009, Síða 35
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Róbert Pálmason1 deildarlæknir Hlíf Steingrímsdóttir2 blóðmeinafræðingur Tæplega áttræð áður hraust kona leitaði á heilsugæslustöð vegna nokkurra vikna sögu um vaxandi slappleika, lystarleysi og mæði. Við skoðun reyndist hún áberandi föl og kvartaði um mæði. Að öðru leyti var skoðun ómarkverð. Gert var skyndipróf á blóðrauða sem mældist 44 g/L. Hún var því send á Landspítala til frekari uppvinnslu. Við komu á bráðamóttöku kvartaði hún um mæði en skoðun leiddi ekkert nýtt í ljós. Hún tók engin lyf og ekki sást merki um blóð í hægðum (neikvætt Hemoccult ®). Nákvæmari mælingar á blóðhag sýndu verulegt blóðleysi með blóðrauðagildi 45 g/L, MCV 120fL (vikmörk 80- 97fL) og RDW 26,5% (vikmörk 10,6-13,2%). Fengið var blóðstrok sem sýnt er á mynd 1. Hver er líklegasta greiningin og meðferð? Mynd 1. Blóðstrok. LÆKNAblaðið 2009/95 203

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.