Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2009, Page 43
U M R Æ Ð U R 0 G F R É T T I R V I Ð T A L Margrét fóðrar frumurnar sem hýsa munu veirurnar. urs sem gekk hér 1954. Haustið 1955 skall á stór mænusóttarfaraldur og þá var settur upp spítali í Heilsuvemdarstöðinni sem þá var alveg ný. Þarna lá fólk meira og minna lamað. Þetta var ekkert grín. Þarna urðu dauðsföll og alvarlegar lamanir. Við læknanemarnir vom settir í að vera á vakt yfir sjúklingunum meðan á þessum faraldri stóð. Vorið eftir útskrifaðist ég úr læknadeildinni og fór beint í vinnu á Keldum. Mitt fyrsta verkefni þá var að kortleggja útbreiðslu þessa mænusóttar- faraldurs um landið. Þetta var liður í undirbúningi að bólusetningu gegn mænusóttinni sem hófst sumarið 1957. Mér fannst þetta rótspennandi verk- efni og ég man ennþá hvað mér þótti merkilegt að 1 Vestmannaeyjum og á Eskifirði þar sem ekkert lömunartilfelli hafði komið upp var mótefnahlut- fallið í 2-10 ára börnum hið sama og Reykjavík. A Þórshöfn og Egilsstöðum var ekki eitt einasta barn með mótefni. í júlí 1957 var ég send á vegum Keldna til Bretlands og síðan Bandaríkjanna til að sjá hvernig mænusóttarbóluefnið væri búið til. Þetta var sex mánaða langt nám. í framhaldi af þessu fékk ég styrk úr Vísindasjóði og var við Yale háskóla í Bandaríkjunum í tvö ár í framhaldsnámi. Dr. Bjöm Sigurðsson forstöðumaður á Keldum sendi mig út eftir að hafa kennt mér vel og ræki- lega hvernig maður vinnur að rannsóknum. Þegar ég lagði af stað grunaði mig auðvitað ekki að ævi Bjöms væri senn á enda en hann féll frá árið 1959, aðeins 46 ára að aldri. Það var mikill mannskaði." Læknar vita hvað kemur sjúklingum best Margrét kom heim frá Yale vorið 1960 og hóf störf sem sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöðina á Keldum. Þar starfaði hún til ársins 1969 er hún var skipuð prófessor í sýklafræði við læknadeild- ina. Með því varð hún fyrsta konan til að gegna LÆKNAblaöið 2009/95 21 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.