Læknablaðið - 15.03.2009, Side 45
UMRÆÐUR O G FRETTIR
V I Ð T A L
prófessorsembætti við HÍ. „Það voru nú ekki
margar konur sem luku læknanámi fyrir miðja 20.
öldina, voru eitthvað á annan tug kvenna á undan
mér og ég var eina konan í útskriftarhópnum vorið
1956. Lengi framan af vorum við að tínast ein og
ein kona inn í læknastéttina. Ég var alveg hissa
þegar stelpurnar voru orðnar fleiri en strákamir í
læknadeildinni síðustu misserin sem ég kenndi."
Hún segir að það hafi alls ekki háð sér í námi
eða starfi að vera kona. „Ég hef aldrei fundið að
það skipti máli. Við vorum tvö sem sóttum um
prófessorsstöðuna í sýklafræðinni og ég átti alls
ekkert von á því að fá stöðuna. En ég hef aldrei
fundið að það truflaði nokkurn skapaðan hlut
að vera kvenkyns. Ég hef átt mína óvini en það
hefur þá verið af öðrum ástæðum. Mér fannst bara
gaman að kenna þó ég hafi reyndar farið í lækn-
isfræðina í og með til að lenda ekki í kennslu. Það
er gaman að kenna áhugasömu fólki og ég lenti
sem betur fer aldrei í því að stúdentamir hættu að
mæta hjá mér. Prófessorsstaðan sem ég sótti um
var ný og það lenti á mér að byggja hana upp."
Margrét kom á fót rannsóknastofu háskólans í
veirufræði við Landspítalann 1974 í samstarfi við
Ríkisspítala og stjórnaði henni til 1994. „Húsnæðið
sem við fengum 1974 var gamla þvottahús
Landspítalans og átti að vera bráðabirgðahúsnæði.
Þá voru uppi stórar áætlanir um nýbyggingar á
Landspítalalóðinni sem kæmust í gagnið á næstu
ámm.
Þvottahúsið var ágætt húsnæði, nógu stórt
fyrstu árin. Starfsemin óx og dafnaði en það var
hætt við allar nýbyggingar ransóknardeildar á
Landspítalalóðinni. Ég óttast að það fari eins fyrir
nýja spítalanum sem nú er verið að tala um að
byggja. Rannsóknarstofan var í þvottahúsinu í 14
ár til ársins 1988. Árið 1988 fórum við hingað í
Ármúla la. Á Landspítalaárunum urðu gríðarleg-
ar framfarir í allri rannsóknatækni og aðferðir til
greiningar veirusjúkdóma urðu bæði fljótlegri og
öruggari. Við gerðum allt sem við gátum til að taka
upp nýjar og betri aðferðir til sjúkdómsgreininga á
þessum árum."
I hátíðarræðu sinni við setningu Læknadaga
1 janúar hvatti Margrét lækna til að segja skoðun
sína á stefnumótun stjómvalda í heilbrigðismálum
og talaði um hina nýju stétt rekstrarstjórnenda sem
hefðu enga þekkingu á læknisfræði en teldu sig
vita allt um það hvernig verja ætti peningum til
heilbrigðismála.
„Mér finnst bara liggja í augum uppi að læknar,
sem þekkja sjúkdóma og meðhöndla sjúklinga, viti
betur en fólk sem hefur enga þekkingu á sjúkdóm-
um, hvað kemur sjúklingum best. Læknarnir sem
eru öllum stundum inni á sjúkradeildum hljóta að
vita betur hvað þarf til heldur en millistjómendur
sem sitja á skrifstofum annars staðar fjarri starfinu
sjálfu.
Það er ekki sérstaklega erfitt fyrir starfandi
lækni að segja nokkuð nákvæmlega til um efn-
iskostnað og vinnulaun við þau verk sem hann
vinnur sjálfur eða eru í hans umsjá. í minni tíð á
Landspítala varð til fyrirbæri sem við kölluðum
„sviðahausana" og var nýr milliliður milli okkar
deildarstjóranna og framkvæmdastjórnar. Svona
fyrirbæri er hægt að spara, sjúklingum að skað-
lausu, og kannski fleiri milliliði í yfirbyggingunni
sem ofvöxtur hljóp í fyrir mörgum árum."
Þjóðfélag samhjálpar og samvinnu
Margrét hefur margoft varað við því að með auknu
frelsi til innflutnings á matvælum úr dýraríkinu
aukist líkurnar á því veiru- eða bakteríusýkingar
berist til landsins. „Hugsaðu þér afleiðingarnar
af því ef hingað berast fjölónæmir sýklar sem við
höfum ekki þurft að fást við hingað til. Það er
ómetanlegt að hafa hreinar og ómengaðar kjötvör-
ur og þurfa ekki að hafa áhyggjur af smithættu í
hvert sinn sem keypt er í matinn. Það er mjög erfitt
að hafa eftirlit með kjötvörum sem fluttar eru til
landsins því sýklar geta fjölgað sér frá því kjötið
er stimplað erlendis og þar til það kemur hingað
í verslanir. í mínum huga er enginn vafi að slíkt
myndi gerast ef innflutningur verður meiri og eft-
irlitið minna en verið hefur hingað til."
Þrátt fyrir virðulegan aldur er engan bilbug á
Margréti að finna; hún starfar að rannsóknarefn-
um sfnum sleitulaust og hefur sterkar skoðanir á
þróun mála í þjóðfélaginu. Hún segist hafa haft
of lítinn tíma til þátttöku í stjórnmálum, veirurnar
hafi átt hug hennar allan en þó hefur enginn velkst
í vafa um hvar hún er staðsett í pólitíkinni. Hún
hristir höfuðið þegar efnahagsástandið ber á góma.
„Þetta er ekki almenningi að kenna. Svo mikið er
víst. Samt er almenningi ætlað að borga sukkið og
óstjórnina, sem þjóðin bjó við allt of lengi. Ég vil
sjá hér þjóðfélag samhjálpar, samvinnu og alvöru
sameignar á verðmætum þjóðarinnar. Ég vil einn-
ig að þjóðin umgangist sitt fagra land með þeirri
virðingu sem það á skilið."
LÆKNAblaðið 2009/95 21