Læknablaðið - 15.03.2009, Side 55
UMRÆÐUR 0 G
LÆKNISLIST OG FAG
F R É T T I R
M E N N S K A
Þunglyndi og sjálfsvíg
meðal lækna
Halldóra
Ólafsdóttir
geðlæknir
halldola@landspitali.is
Erindi flutt á
Læknadögum 2009
Læknar vita betur en flestir aðrir hvemig bjarga
má mannslífum en þvi miður einnig hvemig
taka má eigið líf. Árið 1858 birtist í bresku fræðiriti
grein þar sem fjallað var í fyrsta sinn um að læknar
væm í meiri áhættu en aðrir varðandi sjálfs-
víg.1 Seinni tíma rannsóknir hafa staðfest þetta
með nokkuð óyggjandi hætti.2 Komið hafa fram
ákveðnar vísbendingar um konur í læknastétt séu
í sérstökum áhættuhópi og sjálfsvígstíðni þeirra sé
tvöfalt meiri en annarra kvenna. í Bandaríkjunum
er talið að sjálfsvíg séu 3% allra dánarmeina
karla í læknastétt og 6,5% dánarmeina kvenna.3
Heildargreining, sem tók til 24 rannsókna á körl-
um og 13 á konum, sýndi að algengi sjálfsvíga
meðal karla og kvenna í læknastétt var umtalsvert
meira en í almennu þýði og jafnvel enn meir, ef
læknar vom bornir saman við annað háskóla-
menntað fólk (mynd a).
Læknar eru almennt fremur hraustir og huga
vel að heilsunni og sjálfsvíg skipta því mun meira
máli. Dánartíðni lækna vegna kransæðasjúkdóma
og krabbameina er til dæmis lægri en annarra
starfsstétta. í íslenskri rannsókn frá 1998 voru
borin saman dánarmein karla í lækna- og lög-
fræðingastéttd Hún tók til þeirra lækna sem lokið
höfðu læknaprófi fyrir 1993 og bjuggu á íslandi
árið 1951 eða síðar. Dánartíðni lækna reyndist
lægri en lögfræðinga ef litið var til allra algengra
dánarmeina. Aðeins sjálfsvíg, sem framin voru
með lyfjum eða fljótandi efnum, voru tíðari
meðal lækna.Norsk rannsókn sem tók til dán-
armeina allra norskra lækna sem létust á árunum
1960-2000 sýndi umtalsvert aukna sjálfsvígstíðni
meðal lækna af báðum kynjum miðað við aðrar
starfsstéttir. Einnig var aukin tíðni sjálfsvíga hjá
hjúkrunarfræðingum (konum) og lögreglumönn-
um en ekki eins mikil og hjá læknum. Tíðni sjálfs-
víga jókst með aldri karlanna og nokkur aukning
virðist hafa orðið á tíðni sjálfsvíga hjá norskum
læknum á seinni árum.5 Dönsk rannsókn sýndi
hærri tíðni sjálfsvíga hjá læknum borið saman við
20 aðrar starfsstéttir, þar á meðal voru hjúkrunar-
fræðingar, kennarar, iðnverkafólk, stjórnendur
fyrirtækja og arkitektar.6
Hvers vegna eru læknar líklegri en aðrir til að
farga sér? Flestir læknar vinna lengur en gengur
og gerist og eru samviskusamir og metnaðarfullir
í ábyrgðarmiklu starfi. Samkeppnin um stöður og
virðingu, einkum á stærri stofnunum, er óvægin
og bitur. Mörgum reynist erfitt að finna hið gullna
jafnvægi klínískrar vinnu og vísinda- og fræði-
starfa. Þeir læknar sem sinna sjúklingum af alúð
og gefa þeim góðan tíma eru síður líklegir til að
fá framgang í starfi. Samskipti við sjúklinga eru
tímafrek og erfið og margir sjúklingar fylla lækn-
inn vanmætti. Mistök í starfi eru sjaldan rædd
meðal lækna en þeim mun meira á vettvangi
fjölmiðla. Lítið hefur verið fjallað um sálræn áhrif
mistaka í starfi á lækna en að sjálfsögðu taka marg-
ir slíkt afar nærri sér. Aðrir þættir utan vinnu geta
ýtt undir álag og streitu, til dæmis er hjónabands-
vandi er algengur og skilnaðartíðni þeirra nokkru
hærri (10-20%) en annarra.7
Þunglyndi er veigamesti áhættuþáttur
sjálfsvíga. Langstærstur hluti (85-90%) af þeim
sem taka eigið líf hafa átt við langvinna geðröskun
að stríða; þunglyndi, kvíða og/eða áfengis- eða
vímuefnavanda. Þunglyndis- og kvíðaeinkenni
eru algengari meðal lækna en annarra, ekki
síst kvenna í læknastétt. Þessi aukning kemur
fram á fyrstu árunum í læknanáminu en virðist
ekki vera til staðar hjá nemendum áður en
þeir hefja námið.8 Hvaða þættir sem tengjast
persónuleika nemenda og læknanámi hafa
forspárgildi varðandi þunglyndi? Konur virðast
þola álag og námstengda streitu verr, einkum
fyrstu árin, og þær lýsa oftar en karlar togstreitu
milli náms og annarra hlutverka. Gífurlega
metnaðarfullir læknanemar eða „vinnualkarnir"
virðast í áhættuhóp fyrir þunglyndi en einnig sá
hópur sem sýnir uppgjöf og áhugaleysi gagnvart
námi og læknishlutverki. Félagsleg einangrun er
sjálfstæður áhættuþáttur. Vemdandi þættir eru
heilbrigður metnaður og jákvætt lífsviðhorf. Þeir
sem hafa minni metnað líður vel í námi og starfi
ef þeir em ánægðir með lífið að öðru leyti, enda
þurfa ekki allir að klífa tindinn til að búa við
góða líðan.9 í norskri rannsókn á læknanemum
og unglæknum kom í ljós að bæði kvíðnir og
áhyggjufullir nemar og alltof samviskusamir
LÆKNAblaðið 2009/95 223