Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 57
UMRÆÐUR O G
LÆKNISLIST OG FAG
F R É T T I R
M E N N S K A
höfðu minna þol gegn álagi og streitu en aðrir.
Þegar svo feimni bættist við þessa eiginleika jókst
vandinn en mannblendið fólk þoldi streituna
betur. Þeir nemar sem voru fullir af sjálfstrausti,
höfðu gaman af spennu, en voru ekki sérlega
„móralskir" eða þrautseigir þoldu álagið í náminu
mjög vel.10 Ef til vill má spyrja; er því fólki sem
við vildum hafa í læknastéttinni sérlega hætt við
þunglyndi?
Bandarísk rannsókn á miðaldra læknum benti
til aukinnar hættu á þunglyndi hjá báðum kynjum
miðað við almennt þýði (mynd b). Þá kom í ljós
að þunglyndir læknar leituðu seint eða ekki eftir
aðstoð. Þeir óttuðust trúnaðarbrest og höfðu sjálfir
fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Einnig töldu
þeir að geðmeðferð gæti skaðað orðspor þeirra og
starfsheiður, jafnvel þannig að þeir misstu starfið
eð jafnvel lækningaleyfið. Því dýpri sem geðlægðin
var, þeim mun erfiðara reyndist lækninum að leita
sér hjálpar.11 Það er vel þekkt að margir læknar
reyna að meðhöndla sig sjálfir með geðlyfjum,
áfengi eða vímuefnum. Þeir læknar sem koma til
geðlækna eða sálfræðinga hafa löngum haft það
orð á sér að vera erfiðir og óráðþægir sjúklingar.
Geðlæknirinn er oft óöruggur í hlutverki sínu
gagnvart kollegum og lætur lækninn komast upp
með að stýra meðferðinni um of eða setur honum
ekki hæfileg mörk. Afar erfitt getur reynst að fá
lækna til að leggjast inn á geðdeild, jafnvel þótt
líf þeirra liggi við og á það ekki síst við í litlum
samfélögum eins og okkar. Geðlæknar eru of ragir
við að svipta aðra lækna tímabundnu sjálfræði til
að koma við nauðungarinnlögn og fá læknar því
í raun ekki sambærilega eða jafn faglega meðferð
og aðrir sjúklingar. Á langri starfsævi hefur
mér þó fundist að þessir erfiðleikar séu mestir í
upphafi meðferðar. Læknar eru góðir og þakklátir
sjúklingar þegar til lengri tíma er litið, eins og
reyndar flestir aðrir heilbrigðisstarfsmenn og njóta
þekkingar sinnar til að takast á við veikindin með
raunhæfum og árangursríkum hætti.
Hvar geta íslenskir læknar og læknanemar leitað
eftir aðstoð vegna þunglyndis og kvíða? íslensk
heilbrigðisþjónusta er á marganhátt til fyrirmyndar
og aðgengið gott. Hindranirnar til þess að fá
viðeigandi aðstoð eru að mestu huglægar. Allir
læknar ættu að hafa heimilislækni og eðlilegast að
leita fyrst til hans og getur hann þá annað hvort
séð um meðferðina sjálfur eða vísað áfram til
geðlæknis eða sálfræðings. Algengar geðraskanir
svara ágætlega fremur einfaldri en gagnreyndri
meðferð, til dæmis með geðlægðarlyfjum og/eða
viðtalsmeðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð.
í alvarlegri geðlægð, tvískautalyndisröskun eða
þegar sjálfsvígshætta er til staðar ætti að leita til
sérfræðings. Mér hefur sýnst að flestir læknar
Sjálfsvíg meðal lækna (mynd a)
Metaanalýsa; 24 rannsóknir á körlum og 13 á konum
(1960-2003)*
d' 1,41 (95% 01=1.21-1.65) v. almennt þýói
# 2,27 (95% 01=1.90-2.73)
Meiri munur ef læknar eru bornir saman við annað háskólamenntað fðlk**
•Schernhammer ES og Golditz GA. Am J Psychiatry, 2004
••lindeman S et al. Psychological Medicine, 1997
Rannsókn á læknum í Michigan (mynd b)
Meðalaldur 50 ár. Starfsreynsla 19 ár
Ævireynsla af þunglyndi: 35% ? (20%)*
19% tf’ (13%)*
Þunglyndi sl. 12 mán. 11,6% ? (9%)*
11,2% cr (5%)*
*Almennt þýði ••Schwenk, TL et al; J Clin Psychiatry, 2008
kjósi að leita á lækningastofur sérfræðinga
fremur en á göngudeildir sjúkrahúsanna. Aðrir
heilbrigðisstarfsmenn, til dæmis starfsmenn
Landspítala virðast ekki setja það jafn mikið fyrir
sig og læknar að nota göngudeildarþjónustu
geðsviðs og bendir það til að enn sé stutt í fordóma
innan stéttarinnar gagnvart geðsjúkdómum. Á
Islandi eru fjórar almennar móttökugeðdeildir,
þrjár á Landspítalanum en ein á Akureyri.
Innlagnarástæður tengjast oftast bráðum vanda,
svo sem sjálfsvígshættu eða geðhæð. Allmargir
læknar hafa verið innlagðir á þessar deildir hér
á landi, oftast með ágætum árangri. Læknar
hafa nýtt sér endurhæfingardeild á geðsviði
Reykjalundar en þar er í boði vönduð og
heildstæð fjögurra vikna meðferð við þunglyndi,
en því miður talsvert langur biðlisti. I örfáum
tilvikum hefur komið til greina að senda lækna
til annarra landa ef sýnt þykir að ekki sé hægt að
veita meðferð hérlendis.
Hljóðlát bylting hefur orðið í læknadeildum
og á sjúkrahúsum á Vesturlöndum með fjölgun
kvenna í læknastéttina en þær eru nú víðast hvar
liðlega helmingur læknanema og yngri lækna.
Flestar rannsóknir á geðheilsu kvenna í læknastétt
og sjálfsvígum eru frá þeim tíma sem konur
voru í miklum minnihluta í „karllægum" heimi
sjúkrahúsanna. Frumkvöðlamir voru konur sem
aðlöguðu sig hinum viðurteknu viðmiðum, ef til
vill á kostnað eigin hagsmuna, urðu annaðhvort
undirsátar karlanna í læknasamfélaginu eins og
tíðkaðist í gömlu Sovétríkjunum eða „karlkonur",
ofurkonurnar sem fórnuðu fjölskyldulífi og
barneignum fyrir starf og frama. Líklegt má teljast
að jafnara kynjahlutfall muni með tímanum breyta
vinnuumhverfi og áherslum í námi.
Á tæpum áratug hef ég misst tvo vini og sam-
LÆKNAblaðið 2009/95 225