Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.03.2009, Qupperneq 61
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Sambönc/U( Gl*'»‘on Ingólfur V. Glslason Ingólfur V. Glslason Orsakir Afleiöingar Úrræói í nánum samböndum Orsakir Afleiðingar í nánum samböndum IJl l.l'OÍ iMsiifiiviir Ingólfur V. Gíslason er höfundur nýútkominna bóka um ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum Gunnar Alexander Ólafsson Höfundur er sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. í aðgerðaáætlun fyrrverandi ríkisstjórnarinnar var eftirfarandi ákvæði: „Gefin verði út handbók með upplýsingum fyrir fagstéttir er koma að málum er varða þol- endur og gerendur heimilisofbeldis sem hefur það markmið að veita þessum fagstéttum mikilvægar upplýsingar um heimilisofbeldi." Nefndin sem sá um eftirfylgni áætlunarinnar hefur nú gefið út fimm rit til að uppfylla ákvæðið og bera öll sama heiti: Ofbeldi í nánum samböndum. Orsakir-afleiðingar-úrræði. Fjögur þeirra hafa undir- titla sem vísa til þess að þeim er beint til ákveðinna fagstétta: ljósmæðra, starfsfólks félagsþjónustunn- ar, lögreglunnar og loks lækna, hjúknmarfræðinga og sjúkraliða. Höfundur er Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla íslands. Fyrsti kafli fjallar almennt um ofbeldi gegn konum. Þar er rakið hvað það er í gerð samfélaga og stöðu kvenna sem gerir að verkum að þær búa við ofbeldi í nánum samböndum í ríkari mæli en karlar. Fjallað er um karla sem búa við slíkt ofbeldi og um megineinkenni líkamlegs, andlegs, fjárhagslegs og kynferðislegs ofbeldis og hvernig ákveðin einkenni kvenna geta leitt til grunsemda um að þær búi við ofbeldi. I öðrum kafla er sérstaklega vikið að stöðunni á Islandi á grundvelli nokkurra kannana en þó sérstaklega hinnar ítarlegu könnunar sem fram- kvæmd var á vegum ráðuneytis dómsmála árið 1996. Þriðji kafli fjallar um einkenni kvenna sem búa við ofbeldi og það samspil nokkurra þátta sem oft- ast eru bakgrunnur ofbeldis. í fjórða kafla er fjallað um börn á heimilum þar sem ofbeldi er beitt. Jafnvel þótt þau sjálf séu ekki beitt ofbeldi markar ástandið á heimilinu djúp spor í tilveru barna. I fimmta kafla er fjallað um einkenni karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum, hver bak- grunnur þeirra sé og hvernig samspil ólíkra þátta getur verið að baki ofbeldinu. I sjötta kafla er svo fjallað um þau úrræði sem til staðar eru á íslandi, aðstoð við þolendur og þá gerendur sem vilja þiggja aðstoð til að hætta að beita ofbeldi. I sjöunda kafla greinist umfjöllunin á grundvelli þess til hvaða fagstéttar orðunum er beint. Áhersla er alltaf á að beita virkum aðferðum til þess að finna sem flestar konur sem búa við það ástand að einhver þeim nákominn beitir þær ofbeldi eða hefur gert það. Kembileit er áhrifaríkasta leiðin og rakin eru dæmi um hvernig slíku verði viðkomið og hvaða spurningar eða leitaraðferðir komi til greina. Þá er ýtarlega fjallað um einkenni sem eiga að leiða til grunsemda. Loks er fjallað um mikil- vægi þess að hver stofnun setji sér aðgerðaáætlun um ofbeldi gegn konum þannig að starfsmönnum sé ljóst hvernig eigi að leita að konum sem búa við ofbeldi og hvað beri að gera ef slíkt kemur í ljós. Bókunum er dreift í undirstofnanir ráðuneyta dómsmála, félagsmála og heilbrigðismála en einnig eru þær á heimasíðu félags- og trygginga- málaráðuneytisins www.felagsmalaraduneyti.is/ utgefid-efni/nr/4152 LÆKNAblaðið 2009/95 229
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.