Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.03.2009, Blaðsíða 78
Svalasta atvinnugreinin Þráinn Bertelsson Seinþroskasaga Þráinn Bertelsson er fæddur 1944. Hann stundaði nám í heimspeki, sálfræði og leikstjórn. Kvikmyndagerð var hans meginstarf til 1995, en auk þess hefur Þráinn unnið sem blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og ritstjóri. Þráinn hefur gert fjölmargar kvikmyndir, m.a. um Jón Odd og Jón Bjarna, sem byggöu á sögum Guðrúnar Helgadóttur og gamanmyndina Nýtt líf og aðrar um þá kumpána Þór og Danna. Þráinn sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1970, skáldsöguna Sunnudagur. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda bóka, nýjastar eru endurminningabækurnar Einhvers konar ég (2003) og Ég, ef mig skyldi kalla (2008) og glæpasögurnar Dauðans óvissi tími (2004), Valkyrjur (2005) og Englar dauðans (2007). Á læknabiðstofum blaða ég stundum í gegnum hetju- og afrekssögur í tímaritum. Þar getur að lesa um marga sem eru „svalir" í merkingunni „kald- ir", „hugrakkir". En með fullri virðingu fyrir ljónatemjurum, nautabönum, fjallgöngumönnum, áhættuleik- urum, geimförum og öðrum þeim sem vinna fyrir sínu daglega brauði með því að leggja eigið líf og limi í hættu er læknastarfið sennilega svalasta atvinnugrein sem hægt er að stunda. Með einum eða öðrum hætti berum við öll ábyrgð á eigin lífi og bitamunur en ekki fjár á því hvað við erum reiðubúin að taka mikla áhættu með þetta líf okkar. Sumir sækja sér lífsfyllingu í að stökkva í fallhlíf af þökum háhýsa, aðrir komast í adrenalín-vímu við að raða upp frímerkjasafninu sínu. En svalast af öllu er að velja sér dauðann að andstæðingi og berjast fyrir lífinu með allri sinni fæmi, fingrafimi, þekkingu og æðruleysi og vita frá upphafi að í besta falli er hægt að vinna nokkr- ar lotur í viðureigninni við þennan andstæðing sem alla sigrar að lokum. Hver einasti maður þarf á nokkru hugrekki að halda gagnvart sínu eigin lífi, en læknastéttin gengur skrefinu lengra og tekur fjöregg annarra fúslega í sínar hendur. Það finnst mér svalt. Þegar ég geng til minna daglegu starfa kvíði ég því stundum að mér takist ekki nógu vel upp við að raða saman þeir orðum sem er hlutskipti mitt í lífinu að glíma við. Stundum verð ég úrkula vonar um að mér muni takast að blása lífi í þann texta sem ég er að reyna að reisa á fætur. Mína áhættu tek ég með nafnorð, sagnorð, fornöfn, lýsingarorð, atviksorð, forsetningar og samtengingar og reyni að tengja saman orð og tilfinningar, orð og hugs- anir til að kveikja smáljóstýru þar sem áður var myrkur eða ónumið land. Og á meðan ég er að rísla mér við þetta eru þús- undir lækna úti um allan heim að græða líffæri í fólk, saga sundur hauskúpur, krukkandi í lifandi heila og hjörtu, þræðandi myndavélar um æða- kerfi eða meltingarvegi og mistök kosta mannslíf sem vel unnið verk hefði annars lengt um ár eða áratugi. Það finnst mér ofursvalt. Þess vegna tek ég ofan fyrir læknastéttinni og líka vegna þess að ef ekki hefði verið fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð lækna á krítísku augnabliki væri ég nú búinn að vera dauður í fimmtán ár. í aldanna rás hafa ýmsir mætir menn tjáð sig um læknastéttina, því að hversu svöl sem hún kann að vera eru læknar ekki yfir það hafnir að verða að þola umtal og meira að segja háð og spott, jafnvel þótt þeir séu svalir, svo að maður rifji upp hvað franski snillingurinn Voltaire (1694- 1778) lét út úr sér. En hann sagði: „Læknar eru menn sem skrifa upp á lyf sem þeir vita lítið um til að lækna sjúkdóma sem þeir vita ennþá minna um handa fólki sem þeir vita ekkert um." Og Voltaire lét ekki bara við þetta sitja heldur bætti við: „Læknislistin felst í því að hafa ofan af fyrir sjúklingnum meðan náttúran læknar sjúkdóminn." *** Napóleón mikli (1769-1821) gat líka verið mein- fyndinn. Hann sagði: „Á næsta tilverustigi munu læknar hafa fleiri mannslíf á samviskunni en við herforingjamir." „Drottinn læknar, en læknirinn tekur við greiðslunni." Þetta sagði Benjamin Franklin (1706- 1790). Latneskur málsháttur segir: „Manni stafar meiri hætta af lækninum en sjúkdómnum." Ekki hefur sá borið mikinn hlýhug til lækna sem sagði: „Hjúkrun væri draumastarf ef engir væru læknamir." Jonathan Swift, írskur rithöfundur, 1667-1745, taldi upp þrjá lækna sem hann hafði tröllatrú á og sagði: „Bestu læknar í heimi em dr. Mataræði, dr. Kyrrð og dr. Glaðværð." *** Ástæðan fyrir því hversu mörg snjallyrði um lækna og læknisfræði eru neikvæð í garð lækna og sum allt að því móðgandi er hugsanlega að mönnum finnst súrt í brotið að læknar skuli ekki vera alvitrir og vilja minna þá á að þeir kunna því miður ekki allra meina bót. Þótt læknar séu ekki fullkomnir frekar en aðrir dauðlegir menn er að minnsta kosti enginn ástæða til annars en ganga óttalaus á þeirra fund, og hafa í huga gamlan málshátt sem er svona: „Ef þú ert ekki bráðfeigur geta meira að segja læknar ekki grandað þér." Þótt þeir séu auðvitað með svalari mönnum! 246 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.