Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2009, Side 12

Læknablaðið - 15.09.2009, Side 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Þátttakendur og brottfall. Heildarfjöldi úrtaks, ástæöur brottfalls og þátttökuprósentur. Fæðingarár 1931 1951 1971 Alls Upphaflegt úrtak 300 300 300 900 Látnir 13 1 0 14 Brottfl uttir 3 7 19 29 Ófærir vegna veikinda 14 2 0 16 Náðist ekki í 6 9 21 36 Samtals 36 19 40 95 Mögulegir þátttakendur 264 281 260 805 Fjöldi þátttakenda 137 152 131 420 Luku CIDI greiningarviðtali 134 152 130 416 Þátttaka 52% 54% 50% 52% fremst varanleg líkamsverkjaröskun (F45.4) sem er mjög algeng. Lífalgengi geð- og atferlisraskana af völdum áfengisnotkunar var samanlagt 10,8%. Afengisvandamál eru algengari meðal karla og algengust í aldurshópnum 34-36 ára. Kvíðaröskun greinist hjá 14,4% og lyndisröskun hjá 13%. Eins árs algengi er sýnt í töflu III. Eins árs al- gengi er fjöldi (%) þeirra sem hefur fengið grein- ingu og er með einkenni á síðustu 12 mánuðum. Tæp 20% höfðu einhverja geðröskun síðustu 12 mánuði. Líkömnunarraskanir og raskanir vegna tóbaks- og áfengisnotkunar hafa hæst eins árs al- gengi. Síðastliðið ár höfðu 5,5% haft kvíðaröskun og 2,6% lyndisröskun. vildu taka þátt í rannsókninni komu á starfsstöð rannsóknarinnar eða í prófamiðstöð sálfræðinga á geðdeild Landspítala. Þrír spurningalistar voru lagðir fyrir: 1. Listi með spurningum um almennt heilsufar og þátttöku í fyrri geðheilsurannsóknum. 2. Persónuleikaprófið DIP-Q.1011'12Niðurstöður þess í rannsókninni hafa þegar verið birtar í Læknablaðinu.13 3. Greiningarviðtalið CIDI.14-15 Það er staðlað geðgreiningarviðtal sem hefur verið notað við fjölda rannsókna erlendis og hér á landi.1617 Niðurstöður Nokkrar breytingar urðu á úrtakinu á rann- sóknartímabilinu. Alls létust 14 þeirra sem voru í upphaflega rannsóknarúrtakinu, sextán voru ófærir til þátttöku vegna veikinda, 29 höfðu flutt af svæðinu og ekki tókst að ná í 36. Alls var haft samband við 805 manns og 420 þeirra tóku þátt í rarmsókninni. CIDI greiningarviðtali luku 416 (tafla I). Geðröskunargreiningar gerðar með CIDI eru í rannsóknum eins og þessari ekki látnar úti- loka hver aðra. Hver einstaklingur getur því haft margar greiningar. Einhver geðröskunargreining kemur fram hjá helmingi þátttakenda. Með eina greiningu eru 29%, með tvær greiningar 12% og með þrjár eða fleiri greiningar eru 9%. Lífalgengi (%) geðraskana, það er fjöldi þeirra með greiningarskilmerki sem hafa verið uppfyllt einhverntíma á ævinni, kemur fram í töflu II. Sjúkdómsgreiningarnar eru gerðar eftir tíundu útgáfu alþjóðlegu sjúkdómaskrárinnar (ICD-10).9 Algengastar voru geð- og atferlis- raskanir af völdum tóbaksnotkunar (23,6%) og síðan líkömnunarraskanir (somatoform disor- ders) (19%) en innan þess flokks er það fyrst og Umræða Þátttaka í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur víða erlendis orðið dræmari á síðustu þremur áratugum. Aukið fé til rannsókna hefur gert að verkum að rannsóknir eru orðnar viðameiri og krefjast meiri tíma og erfiðis af þátttakendum og í nútímaþjóðfélagi keppir margt fleira en áður um tíma fólks. Þá má vera að efi í hugum almennings um algengi vísindarannsókna hafi aukist.18 I hinum tveimur fyrri geðfaraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi og höfundar þessarar greinar tóku þátt í og eru hliðstæðar þeirri rannsókn sem hér er fjallað um, reyndist þátttakan vera eftirfarandi: í þeirri fyrri sem gerð var á árun-um 1987-1988 vildu tæp 18% þeirra sem leitað var til ekki taka þátt í rannsók- ninni.19 í þeirri síðari sem gerð var 1994-1995 höfnuðu 25% þátttöku.16 í núverandi rannsókn er hlutfall þeirra sem ekki vilja taka þátt komið upp í 48%. Þátttökuhlutfall í geðfaraldsfræðilegum rann- sóknum hefur þannig lækkað hér á landi á síðustu áratugum eins og víða erlendis. Minni þátt- taka hefur komið fram víðar, til dæmis í vinnu- markaðsrannsóknum á vegum Hagstofunnar.20 Minni þátttaka skapar óvissu því vera má að þeir sem ekki eru með séu frábrugðnir þátttakend- um, séu til dæmis oftar með geðröskxm. I sænskri rannsókn á heilsufari og lífshögum kom í ljós að algengi geðraskana var hærra í hópi þeirra sem neituðu að svara.21 Þessi rannsókn nær aðeins til fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu og því óvíst að hve miklu leyti má heimfæra niðurstöður hennar á lands- menn alla. í fyrri rannsókn19 sem náði til alls landsins kom fram óverulegur munur milli höfuð- borgarsvæðisins og annarra landshluta og sama má segja um niðurstöður rannsóknar á þunglyndi meðal íslendinga fæddra 1973-1980, þar sem þátt- takendur fengu senda spurningalista.22 Hins vegar 560 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.